Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FIMMTUDAGUR ASKJA VÍGÐ Menntamálaráðherra víg- ir í dag Öskju, náttúruvísindahús Háskóla Íslands. Áður en vígsluathöfnin hefst und- irrita ráðherra, rektor HÍ og aðstoðarfram- kvæmdastjóri norrænu ráðherranefndar- innar samkomulag um stofnun Jarðvís- indastofnunar Háskólans. Vígsluathöfnin hefst klukkan 16 en að henni lokinni, klukkan 17 verður gestum boðið í skoð- unarferð um húsið undir leiðsögn 25 nemenda í náttúruvísindum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ALLHVASST EÐA HVASST Á LANDINU Sennilega skaplegast í Reykjavík enda þótt þar verði líka töluverður strekkingur. Víða úrkoma, síst þó við höfuðborgina og á Suðurlandi. Lægir á morgun. Sjá síðu 6 15. apríl 2004 – 102. tölublað – 4. árgangur ● 39 ára í dag Skúli Helgason: ▲ SÍÐA 24 Ætlaði að druslast í vinnuna ● þungir tónleikar í kvöld Exhumed: ▲ SÍÐA 34 Á kafi í líffærafræði ● útvarpsstjóri uppfyllti óskina Eyrún Ingadóttir: ▲ SÍÐA 38 Horfir á konunglegt brúðkaup í beinni JÁTAÐI SEKT Fyrrverandi aðal- gjaldkeri Landssím- ans játaði sekt þegar Landssímamálið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Gjaldkerinn er ákærður fyrir að hafa dregið sér 261 milljón króna. Sjá síðu 2 LÆGRI VEXTIR Skuldugir einstaklingar greiða verulega minna í vexti nú af lánum sínum en í ársbyrjun 2002. Vextir af fimm milljóna króna óverðtryggðu láni hafa lækkað um 285 þúsund á ári. Sjá síðu 4 KÍSILIÐJAN HÆTTIR Starfsmönnum Kísiliðjunnar var formlega tilkynnt um lokun verksmiðjunnar á fundi í gær. Áhrif þess verða gífurleg enda í fá önnur hús að venda varðandi atvinnu í sveitar- félaginu. Sjá síðu 6 SKRÁNINGUM FÆKKAR Sjávarút- vegsfyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað mikið. Skrái erlend sjávarútvegs- fyrirtæki sig í Kauphöllinni gæti það haft jákvæð áhrif á skráningu innlendra fyrir- tækja á ný. Sjá síðu 16 SÆRÐUR HERMAÐUR FLUTTUR TIL RAMSTEIN Bandarískur hermaður er fluttur á sjúkrabörum úr flugvél í sjúkrabíl á herflugvellin- um í Ramstein í Þýskalandi. Um 25 bandarískir hermenn sem særðust í átökum í Írak voru fluttir á bandarískt hersjúkrahús skammt frá Ramstein í gær. Fjallað er um skrif bandarískra dálkahöfunda um Íraksstríðið á bls.18 til 19. HEILBRIGÐISMÁL „Tillögur ráðuneyt- isins einkennast af ráðaleysi. Kostnaðarvanda ríkisins er velt yfir á sjúklinga og apótek í land- inu, afslættir sjúklinga teknir eignarnámi og ný og fullkomnari lyf verða aðeins á færi hinna efna- meiri.“ Þetta er mat Samtaka verslun- ar og þjónustu sem átelja aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar í lyfjamálum harðlega. „Apótekin eru með ákveðinn rekstur sem verður fyrir tekju- tapi og menn verða að bregðast við því með því að skerða þá af- slætti sem veittir eru neytend- um,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin fullyrða að sparnað- ur ríkisins muni hafa í för með sér um 600-700 milljóna króna veltu- minnkun hjá apótekum í landinu og fylgjandi framlegðarlækkun. Ríkið hafi ekki lagt fram tillögur um hvernig apótekin eigi að mæta þessari tekjuskerðingu eða hvern- ig minnka mætti kostnað af smá- sölu hérlendis. Stórkaupmenn lýsa ánægju með samkomulagið en áætlað er að sparnaður vegna nýrra verðvið- miða á lyfjum nemi um fimm hundruð milljónum í smásölu en þrjú hundruð milljónum í heild- sölu. Lyfjaverðsnefnd og Félag ís- lenskra stórkaupmanna hafa rætt síðustu mánuði um hvaða leiðir eigi að fara til þess að lækka lyfjaverð í landinu. Sam- komulagið sem nú hefur náðst muni leiða til verulegrar lækk- unar á lyfjaverði til notenda og jafnframt létta greiðslubyrði Tryggingastofnunar ríkisins. Guðrún Ýr Gunnarsdóttir, formaður lyfjahóps FÍS, segir stórkaupmenn mjög ánægða með að sátt hafi náðst í málinu. Umræðurnar hafi snúist um að ná fram kostnaðarlækkun fyrir ríkið og einstaklinga sem jafn- framt gæti gengið á rekstrar- grundvelli fyrir stórkaupmenn. Hún bendir í því samhengi á að álagning á lyfjum sé almennt mjög lág. Sjá nánar síðu 8 Afslættir sjúklinga teknir eignarnámi Ráðstafanir ríkisins í lyfjamálum mælast misjafnlega fyrir. Lyfsalar finna því flest til foráttu en stórkaupmenn fagna. Samtök verslunar og þjónustu segja ríkið velta kostnaðarvanda yfir á sjúk- linga og apótek. Aðeins hinir efnameiri hafi ráð á nýjum og fullkomnum lyfjum. Drengur sem týndist: Heiti bara mömmu- strákur ÞÝSKALAND Lögregla í Þýskalandi átti í vandræðum með að koma týndum dreng til síns heima því hann sagðist einfaldlega heita „mömmustrákur“. Drengurinn, sem var tveggja ára, hafði fundist einn á götu í Bremen og var komið til lögregl- unnar. Þegar „mömmustrákur“ var þráspurður um nafn sitt sagðist hann þó einnig heita „bróðir hans Pascals“. Móðirin fór fljótlega á lögreglustöð í leit að syninum. Við endurfundi feðginanna áminnti lögreglan móðurina að hún skyldi reyna að kenna drengnum að muna nafn sitt. ■ Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Nýtt kortatímabil Opið til kl. 21 í kvöldLÖGREGLUMÁL Fimm rifflum og skotfærum var stolið úr bílskúr við einbýlishús í Grindavík. Lög- reglunni var tilkynnt um þjófnað- inn í fyrradag en talið er að hann hafi átt sér stað milli 4. og 13. apr- íl er húseigendur voru fjarver- andi. Að sögn Sigurðar Ágústssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Grindavík, er alveg hugsanlegt að kunnugir hafi verið að verki. Leit- að hefur verið í öllum húsum í ná- grenninu og íbúar beðnir um að gefa allar þær upplýsingar sem hugsast gæti að kæmu að gagni. Að sögn Sigurðar voru rifflarn- ir geymdir í ólæstum skáp og skot- vopnin á sama stað, en það er brot á lögum um meðferð skotvopna. Ekki hafi verið ákveðið hvort eig- endur verði ákærðir fyrir brot á vopnalögum. Vopnin voru þó öll skráð og lögleg og því fari ekki á milli mála ef þau komist aftur í umferð. Sigurður segir það allt of al- gengt að geymslu skotvopna sé ábótavant og gagnrýnir hann þá sem ekki aðskilja skotvopn frá skotfærum í læstum hirslum eins og lög geri ráð fyrir. Skemmst er að minnast voða- skotsins á Selfossi, þar sem 12 ára drengur lét lífið eftir að hafa ver- ið að fikta með byssu með vini sín- um. Sigurður segir ólíklegt að börn hafi verið að verki í Grinda- vík vegna þess hve vopnin eru stór. Hann segir rannsókn miða lítið áfram. ■ Fimm skotvopnum stolið úr bílskúr í Grindavík: Leitað í nálægum húsum ● ferðir ● neytendur Sniðugur að pakka Siggi Hall: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.