Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 8
8 15. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Og skammastu þín svo „Það er ljóst að atvinnulausir eiga lítið skjól hjá Hjálmari Árnasyni sem ætti að skammast sín fyrir hvernig íhaldsstjórn hans hefur hlunnfarið þá tekju- lægstu á undanförnum árum.“ Jóhanna Sigurðardóttir sendir þingflokksfor- manni Framsóknarflokks tóninn. Fréttablaðið, 14. apríl. Ekkert léttvín í matvörubúðir „Vonandi sér Alþingi sóma sinn í að sinna í engu þessu postullega bænakvaki brennivínssinna.“ Helgi Seljan, formaður fjölmiðlanefndar IOGT, Morgunblaðið 14. apríl. Ákærð „Ég er 25 ára og á ekki að þurfa að þola öll þessi ósköp vegna þess eins að hafa unnið á Prik- inu sem þessir menn áttu og ráku.“ Auður Harpa Andrésdóttir, einn fimm sakborn- inga í stóra Landssímamálinu, DV 14. apríl. Orðrétt Fjölmiðlaskýrslan legið tvær vikur á borði ráðherra: Lagt til að reglur verði hertar til muna STJÓRNMÁL Nái tillögur nefndar menntamálaráðherra um eignar- hald á fjölmiðlum fram að ganga mun í framtíðinni ekki gefast tæki- færi á að koma fyrirtæki á borð við Norðurljós á laggirnar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en skýrsl- an hefur legið í um tvær vikur á borði Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur menntamálaráðherra. Hefur hún enn ekki verið gerð opinber þar sem Þorgerði hefur ekki gefist tækifæri til að kynna efni hennar fyrir samráðherrum sínum í ríkis- stjórn. Tillögurnar ganga út á að ekki skuli vera hreyft við þeim fyrir- tækjum sem þegar starfa innan greinarinnar en samkeppnisreglur skuli hertar til muna og ekki á að vera mögulegt að steypa mörgum fjölmiðlum saman í eitt eins og raunin varð með Norðurljós, sem á og rekur Stöð 2, Sýn, Fréttablaðið og DV auk verslunarfyrirtækja á borð við Skífuna og BT. Skýrsluna stóð til að kynna á rík- isstjórnarfundi á morgun en sam- kvæmt upplýsingum frá forsætis- ráðuneytinu er enn óvíst hvort af honum verði. Þorgerður Katrín svaraði ekki skilaboðum blaða- manns vegna þessa. ■ Velta apóteka minnkar um sex til 700 milljónir Lyfsalar eru ósáttir vegna ráðstafana ríkisstjórnarinnar í lyfjamálum. Fyrirhugaður sparnaður ríkisins mun hafa í för með sér 600-700 milljónum króna minni veltu apótekanna í landinu, segja Samtök verslunar og þjónustu. Fegurðarsamkeppni: Hversdags- leikinn þótti tilbreyting RÚSSLAND Rússnesk skólastúlka sem þykir afar hversdagsleg í út- liti er orðin að feminískri fyrir- mynd í heimalandi sínu eftir að vinkona hennar sendi mynd af henni í fegurðarsamkeppni. Súlkan sigraði með yfirburðum í netkosningu. Stuðningsmenn stúlkunnar stofnuðu heimasíðu um hana undir slagorðinu „Segj- um nei við Barbie-dúkkum!“. Á myndunum sem birtust af stúlkunni var hún án andlitsmáln- ingar og afar eðlileg í útliti. ■ Þrettán ára kynskiptingur: Hormóna- meðferð heimiluð ÁSTRALÍA, AP Dómstólar í Ástralíu hafa ákveðið að heimila þrettán ára unglingsstúlku að gangast undir hórmónameðferð fyrir kyn- skiptiaðgerð. Úrskurðurinn er byggður á mati geðlækna sem hafa meðhöndlað stúlkuna. Alex hefur verið alin upp sem drengur og lítur á sig sem karl- mann. Hún klæðist strákafötum og gengur með bleiur í skólanum til að komast hjá því að fara á kvennaklósettið. Geðlæknir sem meðhöndlaði Alex komst að þeirri niðurstöðu að hún þjáðist af alvar- legu þunglyndi þar sem hún væri „föst í líkama sínum“. Félagsmálayfirvöld, sem hafa forræði yfir Alex, greiða fyrir hormónameðferðina en hún mun ekki gangast undir kynskiptiað- gerð fyrr en hún nær átján ára aldri. ■ KRÖFURNAR 2 MILLJARÐAR Lýstar kröfur í Skala ehf., áður Svínabúið Brautarholti á Kjal- arnesi, og í fasteignafélagið Svörð ehf., áður fasteignafélag- ið Ali, sem er að mestu í í eigu sömu aðila, námu samanlagt rúmlega tveimur milljörðum króna en kröfulýsingarfrestur rann út á þriðjudag. KB banki á stærstu kröfurnar í bæði félögin en alls bárust á annað hundrað kröfur í búin. Eigendur félaganna óskuðu eft- ir gjaldþrotaskiptum í janúar síðastliðnum en félögin voru í eigu sömu aðila og áttu kjúklingabúið Móa, sem var úr- skurðað gjaldþrota í nóvember í fyrra. Kröfur í þrotabú Móa námu hátt í tvo milljarða króna. – hefur þú séð DV í dag? Alvarlega veikur fyrir feigðar- förina HEILBRIGÐISMÁL Sjúklingar verða fyrir barðinu á sparnaði heilbrigðis- ráðuneytis. Tillögur ráðuneytisins einkennast af ráðaleysi. Kostnaðar- vanda ríkisins er velt yfir á sjúk- linga og apótek í landinu, afslættir sjúklinga teknir eignarnámi og ný og fullkomnari lyf verða aðeins á færi hinna efnameiri. Svo segir í tilkynningu frá Sam- tökum verslunar og þjónustu, sem átelja aðgerðir ríkisstjórnarinnar í lyfjamálum harðlega. Samtökin fullyrða að sparnaður ríkisins muni hafa í för með sér um 600-700 millj- óna króna minni veltu hjá apótekum í landinu og fylgjandi framlegðar- lækkun. Aðgerðir heilbrigðisráðu- neytisins, sem spara eigi 450 millj- ónir, séu tvíþættar. Annars vegar ætli ríkið að lækka greiðsluþátttöku sína í þremur lyfjaflokkum; maga- lyfjum, hjartalyfjum og geðlyfjum, og hins vegar að lækka álagningu í heildsölu og smásölu. „Ríkið hefur ekki lagt fram til- lögur um hvernig apótekin eigi að mæta þessari tekjuskerðingu,“ seg- ir enn fremur. „Ríkið hefur ekki heldur lagt fram tillögur um hvernig minnka mætti kostnað af smásölu hérlendis því að leggja mætti af ýmsar sérkröfur, til dæm- is um húsnæði lyfjaverslana og fjöl- da lyfjafræðinga eru mun meiri hér en annarstaðar á Norðurlöndunum, eins og Ríkisendurskoðun benti á í nýlegri skýrslu. Í sömu skýrslu hef- ur Ríkisendurskoðun komist að þeirri niðurstöðu að álagning og hagnaður smásala á Íslandi sé með eðlilegum hætti.“ Síðan segir að áætl- að sé að smásalar veiti árlega um 500 milljónir króna í afslátt til sjúk- linga. Þessi afsláttur renni helst til ellilífeyr- isþega og öryrkja. Komi tillögur um sparnað rík- isins til framkvæmda sjái lyfsalar ekki aðra leið en að ganga veru- lega á þennan afslátt. Þannig muni í reynd lyfjaverð til sjúklinga hækka en ekki lækka og ríkið sé því að taka af- slátt sjúklinga eignar- námi. Sparnaður ríkis- ins verði því á kostnað sjúklinga. „Apótekin eru þarna með ákveð- inn rekstur sem verður fyrir tekju- tapi og menn verða að bregðast við því með því að skerða þá afslætti sem veittir eru neytendum,“ sagði Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu. „Ríkið kemur ekki til móts við apótekin með tillögur um breyting- ar á þeim sérstöku kröfum sem gerðar eru til þeirra.“ Sigurður sagði að sjúklingar hefðu þrjá kosti eftir breytinguna: Að halda sig við núverandi lyf og greiða þá allt upp í 633% meira fyr- ir sinn hlut eða, skipta í ódýrasta lyf í viðkomandi flokki í samráði við lækni, sem ekki væri endilega heppilegasta lyf fyrir lyfjameðferð viðkomandi og hefði oft í för með sér aukaverkanir og skert lífsgæði, og loks gæti læknir sótt um aukna greiðsluþátttöku til ríkisins fyrir sjúkling vegna núverandi lyfs. Slíkt myndi einungis verða veitt ef sér- staklega stæði á. jss@frettabladid.is Lyfjaverðsnefnd: Vill fá ódýr samheitalyf HEILBRIGÐISMÁL Lyfjaverðsnefnd hefur ákveðið, í því skyni að fjölga samheitalyfjum á markaði á Íslandi, að heimila tímabundið allt að 20% hærra heildsöluverð en er í viðmiðunarlöndum, Nor- egi, Danmörk og Svíþjóð, enda sé um að ræða ný samheitalyf sem ekki hafi verið á markaði hér. Páll Pétursson, formaður Lyfjaverðsnefndar, sagði að ríkis- endurskoðun hefði komist að þeirri niðurstöðu að einn þáttur í háu lyfjaverði hér á landi væri að hér væru ekki til á markaði ódýr samheitalyf sem væru aðgengileg í nágrannalöndunum. „Við erum að reyna að freista innflytjenda til þess að nálgast þessi samheitalyf og koma þeim á markað hér,“ sagði Páll. „Þeir fái heimild til að selja þau dálítið dýr- ar meðan verið er að sjá hvort þau nái einhverri markaðshlutdeild. Þessi lyf eru til muna ódýrari en frumlyfin.“ ■ MENNTAMÁLARÁÐHERRA Ekki er víst að fjölmiðlaskýrslan svokallaða verði gerð opinber fyrr en í næstu viku. PÁLL PÉTURSSON Reynt að freista lyfjainnflytjenda. DÆMI UM VERÐHÆKKUN TIL SJÚKLINGA Lífeyrisþegar Almenningur Hækkun Hækkun april maí kr. % apríl maí kr. % MAGALYF Lomex-T 20 mg 56 stk. 1.375 4.917 3.542 258% 4.950 8.492 3.542 72% Losec MUPS 20 mg 56 stk. 1.375 5.484 4.109 299% 4.950 9.059 4.109 83% HJARTALYF Sivacor 40 mg 98 stk. 1.375 8.138 6.763 492% 4.950 11.713 6.763 137% Zocor 40 mg 98 stk. 1.375 10.084 8.709 633% 4.950 13.659 8.709 176% Zarator 20 mg 100 stk. 1.375 8.048 6.673 485% 4.950 11.623 6.673 135% GEÐLYF Fontex 20 mg 100 stk. 1.050 6.819 5.769 549% 3.400 9.169 5.769 170% Cipramil 20 mg 100 stk. 2.108 6.505 4.397 209% 4.458 8.855 4.397 99% Oropram 20 mg 100 stk. 1.050 4.389 3.339 318% 3.042 6.381 3.339 110% Paroxat 20 mg 100 stk. 1.050 6.280 5.230 498% 4.406 9.636 5.230 119% Seroxat 20 mg 100 stk. 1.050 6.280 5.230 498% 4.796 10.026 5.230 109% Zoloft 50 mg 100 stk. 1.050 6.072 5.022 478% 3.788 8.810 5.022 133% Heimild SVÞ LYFJAMÁL Í BRENNIDEPLI Lyfsalar segja ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í lyfjamálum koma verst niður á sjúklingum, því ríkið sé í raun að taka afslátt þeirra eignarnámi. ■ Gjaldþrot

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.