Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 12
12 15. apríl 2004 FIMMTUDAGUR ■ Dómsmál DANSANDI VÉLMENNI Japanska fyrirtækið Honda Motors kynnir nýja tegund vélmennis á blaðamannafundi í borginni Fukuoka. Alþingi Íslendinga: Vaxandi gestagangur ALÞINGI Rúmlega fimm þúsund gestir heimsóttu Alþingi í fyrra og hefur gestum fjölgað um rúm- lega 40% frá árinu 1997. Í fyrra heimsóttu 4.254 Íslend- ingar Alþingi og 1.089 erlendir gestir. Flestir íslensku gestanna eru skólanemendur og hefur þeim fjölgað nokkuð síðustu ár. Árið 1997 heimsóttu 2.440 Íslendingar Alþingi en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðan. Erlendum gestum hefur hins vegar fækkað undan- farin ár. Í fyrra heimsóttu 1.157 er- lendir gestir Alþingi en voru yfir 2.000 þegar mest var árið 1999. Alls hafa rúmlega 33.500 manns heimsótt Alþingi síðustu sjö ár, 22.500 Íslendingar og rúm- lega 11.000 erlendir gestir. Til viðbótar þessum gestum komu 3.700 manns í Alþingishúsið þegar þar var opið hús í tilefni af opnun Skálans 28. september 2002. Þá tekur Forseti Alþingis á móti fjölda gesta í Alþingishúsinu en þeir eru ekki taldir með í fyrr- greindum tölum, né eru þar taldir gestir sem koma á þingpalla til að hlýða á þingfundi. ■ HRYÐJUVERK FJÁRMÖGNUÐ MEÐ EITURLYFJASÖLU Sprengju- árásirnar í Madríd 11. mars síð- astliðinn voru fjármagnaðar með sölu hass og e-taflna, að sögn Angel Acebes, innanríkis- ráðherra Spánar. Hryðjuverka- mennirnir fengu dínamít hjá glæpamönnum í kolanámahéraði í norðurhluta Spánar og greiddu fyrir það með eiturlyfjum. Ágóði af fíkniefnasölu var einnig notaður til að greiða húsaleigu og kaupa bíl og ýmiss konar búnað. LOVE PARADE AFLÝST Hinni ár- legu teknóhátíð Love Parade í Berlín, sem fara átti fram 10. júlí, hefur verið aflýst. Aðsókn á Love Parade hefur minnkað verulega á síðustu árum og skipuleggjendum hátíðarinnar hefur gengið erfið- lega að fá styrktaraðila. MILOSEVIC FÆR NÝJAN DÓMARA Skoskur lávarður hefur tekið við starfi aðaldómara í réttarhöldun- um yfir Slobodan Milosevic, fyrr- um forseta Júgóslavíu, við stríðs- glæpadómstólinn í Haag. Bonomy lávarður tekur við af Richard May, sem lét af störfum af heilsufarsástæðum. Hann mætir til starfa 1.júní, viku áður en rétt- arhöldin hefjast að nýju eftir þriggja mánaða hlé. ALÞINGI Jón Gunnarsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar og oddviti í Vatnsleysustrandarhreppi, hefur sent fyrirspurn til utanríkisráð- herra um sprengjuleit. Hann ósk- ar eftir svari við því hve miklu fé ríkissjóður hafi varið til sprengju- leitar í Írak og hver árangurinn hafi orðið. Auk þess spyr hann hve miklu fé hafi verið varið til sprengjuleitar á fyrrverandi æf- ingasvæði varnarliðsins í Vatns- leysustrandarhreppi sem og öðr- um stöðum á Íslandi. Hann spyr einnig hvort ráð- herra telji ekki þörf á að efla leit að sprengjum og eyðingu þeirra á þeim stöðum á landinu sem vitað er að sprengjur kunni að leynast. Að sögn Jóns var fyrirspurnin lögð fyrir vegna þess hve langan tíma það hefur tekið fyrir hrepp- inn að fá svör við því hvað ráðu- neytið hyggst fyrir varðandi sprengjuleit á svæðinu. Honum skilst að ráðuneytið hafi tekið við ábyrgð á svæðinu frá varnarlið- inu en ekki hefur tekist að fá það staðfest. Hann bendir á að mikið sé af ósprungnum sprengjum á Háa- bjalla og við Snorrastaðatjarnir en heimamenn nota svæðin mikið fyr- ir útivist. Honum finnst makalaust að ráðuneytið hafi ekki fjármuni til að fjármagna leit á landinu en hins vegar sé hægt að leggja út fyrir leit að sprengjum í Írak. Jón segir jafnframt að það hafi verið miklar framfarir þegar sett hafi verið upp varúðarskilti á svæðinu. „Þetta er þó að minnsta kosti merkt núna,“ segir hann. ■ ÍSLENSKIR SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR Í ÍRAK Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill fá svar frá utanríkisráðherra um hve mikl- um fjármunum hafi verið varið til sprengjuleitar í Írak annars vegar og á Íslandi hins vegar. Fyrirspurn til utanríkisráðherra: Sprengjuleit í Írak en ekki á Íslandi Á ÞINGPÖLLUM Fjöldi gesta leggur leið sína á þingpalla og hlýðir á umræður löggjafarsamkomunnar. Ekki er haldin sérstök skrá yfir fjölda gesta á þingpöllum en formlegar heimsóknir til þingsins eru skráðar. Þeim fjölgar ár frá ári og komu rúmlega 5.600 manns í þinghúsið í fyrra. GESTIR TIL ALÞINGIS 1997–2003 Ár innlendir erlendir samtals 1997 2.440 1.541 3.981 1998 2.669 1.676 4.345 1999 2.779 2.013 4.792 2000 2.903 1.949 4.852 2001 2.980 1.643 4.623 2002 * 4.254 1.089 5.343 2003 4.464 1.157 5.621 Samtals 22.489 11.068 33.557 * Að auki heimsóttu 3.700 gestir Alþingi vegna opnunar Skálans 28. september 2002 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi GRUNNNÁM Í BÓKHALDI Helstu námsgreinar: Villt þú læra bókhald og tölvubókhald? 108 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra bókhald frá grunni til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og þeim sem eru að hefja rekstur og vilja geta fært bókhaldið sitt sjálfir. Virðisaukaskattur - reglur, skil og öll meðferð vsk. Tölvubókhald í Navision - rauhæf verkefni með fylgiskjölum Verslunarreikningur - það helsta sem notað er við skrifstofustörf Undirstað bókhalds - mikið um verklegar æfingar Námskeiðið hefst 29. apríl & lýkur 12. júní. Kennt er þri. & fim. frá 18-22 og lau. 8:30-12:30. ATH! - Ennþá eru tvö sæti laus á morgun- námskeiðið sem byrjar 19. apríl. SKILORÐ FYRIR FÍKNIEFNABROT Tvítugur maður var í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Á heimili mannsins fundust 52 e-töflur og viðurkenndi hann vörslu fíkniefnanna. Auk fangelsis- dóms var manninum gert að sæta upptöku á töflunum, sem lögreglan fann við leit á honum á heimili hans í október í fyrra. Hann hefur ekki áður sætt refsingu. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.