Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 15. apríl 2004 ÚTSÖLUSTA‹IR Spennandi MÁNAÐARTILBOÐ Úrval LJÓSA Á TILBOÐI í apríl Halogenkastari KOS. 3x50w, hvítur / burstað stál / burstað messing. Tilboðsverð: 4.990,- Halogenkastari KOS. 4x50w, hvítur / burstað stál / burstað messing. Tilboðsverð: 7.970,- Halogenkastari KOS. 2x50w, hvítur / burstað stál / burstað messing. Tilboðsverð: 3.930,- Halogenkastari KOS. 2x50w, hvítur / burstað stál / burstað messing. Tilboðsverð: 3.930,- Útilampi DANZIG. 60w, hvítur. Tilboðsverð: 1.990,- Ármúla 24 • S: 585 2800 KLAKKUR, Vík / BYMO, Mosfellsbæ / FOSSRAF, Selfossi / GEISLI, Vestmannaeyjum / GUÐNI E. HALLGRÍMSSON, Grundarfirði / HS.RAF, Eskifirði / KH.BLÖNDUÓSI KAUPF.HVAMMSTANGA / KAUPF.VOPNFIRÐINGA / LÓNIÐ, Höfn / BLÓMSTURVELLIR, Hellissandi / RAFBÚÐ RÓ, Keflavík / RAFBÚÐIN ÁLFASKEIÐI, Hafnarfirði RAFALDA, Neskaupsstað / RAFBÆR, Siglufirði / RAFLAMPAR, Akureyri / ÖRYGGI, Húsavík / RAFMAR, Reyðarfirði / RAFSJÁ, Sauðárkróki / STRAUMUR, Ísafirði SVEINN GUÐMUNDSSON, Egilsstöðum / RAFLOST, Djúpavogi www.rafkaup.is ze to r Halogenkastari KOS. 50w, hvítur / burstað stál / burstað messing. Tilboðsverð: 1.960,- Halogenkastari SELECT. 60w, stál. Tilboðsverð: 2.490,- Halogenkastari REEF.2x50w, stál. Tilboðsverð: 3.940,- Halogenkastari REEF.4x50w, stál. Tilboðsverð: 7.980,- Halogenkastari SELECT. 4x60w, stál. Tilboðsverð: 9.760,- Ljósakróna ROYAL. 3x40w, beis / gyllt. Tilboðsverð: 5.970,- Ljósakróna Santana. 5x40w, messing / gler. Tilboðsverð: 7.960,- Loftljós RICARDA. messing burstað / eik. Tilboðsverð: 2.490,- Halogenkastari SELECT. 2x60w, stál. Tilboðsverð: 4.880,- Gólflampi UP2.Með upp og lesljósi. Tilboðsverð: 5.985,- SÖFNUN „Ég hef reynt að vekja at- hygli á að þó ekki sé það lífsspurs- mál fyrir börn að komast í sumar- búðir er það eitt af því sem mörg börn í landinu njóta og hafa bæði gagn og gaman af,“ segir Árni Johnsen en Fjölskylduhjálp Ís- lands hefur fengið hann í lið með sér og farið af stað með söfnun til að gefa börnum frá efnalitlum fjölskyldum kost á því að komast í sumarbúðir. Árni segir þau leita eftir stuðn- ingi til fyrirtækja, starfsmanna- félaga og einstaklinga. Hægt er að leggja inn á reikning númer 0546- 26-6609 í Íslandsbanka í Garðabæ eða hringja í söfnunarsímann 901 5050 en 500 krónur gjaldfærast við hverja hringingu. „Það væri ekki slæmt uppeldisatriði að foreldrar barna í landinu, sem flest hafa það allþokkalegt, ræddu þessi mál við börn sín og létu þau hringja inn styrkinn.“ Stefnt er að því að geta gefið á milli 300 til 600 börnum frá efnalitlum fjölskyldum kost á því að fara í sumarbúðir. ■ Hlúa að íslenskum börnum: Gefa börnum kost á sumarbúðadvöl CHIRAC OG RASMUSSEN Jacques Chirac Frakklandsforseti ræðir við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fyrir utan Elysee-höll í París. Danski ráðherrann fór í eins dags heim- sókn til Frakklands til að funda með þar- lendum ráðamönnum um nýja stjórnar- skrá Evrópusambandsins, samband Evrópu og Bandaríkjanna og ástandið í Írak. Íþróttafulltrúar: Átta félög vilja styrk BORGARRÁÐ Íþrótta- og tómstunda- ráði Reykjavíkur hafa borist beiðnir um styrk frá átta íþróttafé- lögum vegna ráðningar á íþrótta- fulltrúum, að því er fram kom á borgarráðsfundi á þriðjudag. Árið 2001 var gerður samning- ur við þrjú íþróttafélög í Reykja- vík vegna tilraunaverkefnis um ráðningu íþróttafulltrúa. Félögin eru Fram, Víkingur og Fylkir en ÍTR styrkir félögin og starfs- mennirnir eru á vegum félaganna. Ekki liggja fyrir fjárveitingar um frekari styrki en ÍTR vinnur nú að stefnumótun vegna mála- flokksins í heild sinni þar sem fjallað verður um störf íþrótta- fulltrúa. Fulltrúar Sjálfstæðismanna ít- rekuðu þá skoðun sína að það sé forgangsmál að tryggt verði að íþróttafulltrúar starfi hjá íþrótta- félögunum í borginni. ■ Concorde: Greiddi 15 milljónir fyrir nef BRETLAND Ítalskur karlmaður greiddi rúmar fimmtán milljónir íslenskra króna fyrir nef af Concorde-þotu á uppboði í Englandi. Nefið var eitt af þrem- ur til sölu en minjagripir um Concorde hafa rokið út síðan hætt var að fljúga vélunum hljóðfráu í fyrra. Ítalinn ætlar að stilla nefinu upp í stofunni heima hjá sér. Fimm hinna sjö Concorde- véla British Airways hafa þegar verið sendar á söfn í Bretlandi og víðs vegar um heiminn. Önn- ur þeirra sem eftir eru mun verða áfram á Heathrow og hin síðasta verður flutt á flugsögu- safnið í Edinborg. ■ VATNASKÓGUR Fjölskylduhjálp Íslands hefur hafið söfnun til að gefa börnum frá efnalitlum fjölskyld- um færi á að komast í sumarbúðir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Gjaldfrír leikskóli: Kostar 7,5 milljarða á ári ALÞINGI Leikskólamál eru ekki á forræði ríkisins heldur sveitar- félaga, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra í svari við fyrirspurn Ágústs Ólafs Ágústsssonar, Samfylking- unni, um leikskólagjöld. Ágúst Ólafur taldi það skjóta skökku við að gjöld í leikskóla væru hærri en á öðrum skólastigum. Ráðherra gat þess einnig að hún teldi ekki efnahagslegar forsendur fyrir því að ríkið tæki að sér að sjá fyrir gjaldfrjálsri leikskólaþjón- ustu og nefndi að kostnaður við slíkt myndi nema allt að sjö og hálfum milljarði króna á ári. ■ NEF CONCORDE-ÞOTU Ítali greiddi 15 milljónir fyrir að fá að hafa nef Concorde-þotu í stofunni hjá sér. ■ Kanada SELVEIÐUNUM LOKIÐ Í KANADA Kanadamenn hafa hætt einhverj- um umfangsmestu selveiðum til margra ára, tveimur dögum eftr að veiðarnar hófust. Talið er að selfangarar á Nýfundnalandi hafi drepið tæplega 250 þúsund seli á þessum tveimur dögum. Starfs- menn sjávarútvegsráðuneytisins staðfestu að leyfilegum kvóta hefði verið náð með formlegri talningu hræja í gærmorgun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.