Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 20
Þetta var bíltúr af beztu sort.Við fórum sem leið lá frá Höfðaborg suður á yztu nöf Afr- íku, þar sem höfin takast í hendur, Atlantshaf og Indlandshaf. Útsýn- ið af Góðrarvonarhöfða yfir Falskaflóa er tignarlegt: þannig er Suður-Afríka öll. Hættir að sprengja Bílstjórinn minn var kapítuli út af fyrir sig. Hann sagðist vera fyrrv. hryðjuverkamaður í „villiarmi“ Afríska þjóðarráðs- ins, flokks Nelsons Mandela. En nú er ég hættur að sprengja, sagði hann. Hann sagði mér ýmsar sögur úr hryðjuverka- bransanum og einnig söguna af því, þegar Mandela var sleppt úr fangelsinu eftir 27 ára samfellda refsivist. Þegar Mandela birtist í fangelsisgættinni, frjáls maður, sagði hann við vini sína í mót- tökunefndinni: Nú ætla ég að fara og heilsa upp á frú Verwoerd. Hún var ekkja for- sætisráðherrans, sem hafði látið loka Mandela inni 27 árum áður. Ertu genginn af göflunum? spurðu þeir. Líf- verðir hennar munu skjóta þig eins og hund, ef þú stígur fæti inn fyrir hliðið hjá henni. En Mand- ela lét sér ekki segjast. Þegar hann kom ásamt föruneyti sínu heim til háaldr- aðrar ekkjunnar, tók hann hana í faðm sér og sagði: Frú Verwoerd, bóndi yðar var merkismaður, en stjórnarfarið var ekki gott. Ekkjan grét hljóðum gráti. Jafn- vel lífvörðunum vöknaði um augu. Mandela, fyrsti forseti Suður- Afríku eftir frelsistökuna 1994, hefur minnt á það, að ýmsir lýð- kjörnir þjóðarleiðtogar hafa fyrr á ferli sínum stutt eða stundað hryðjuverk. Ofbeldis- fullar einræðisstjórnir ganga stundum svo fram af almenn- ingi, að andstaðan á engra ann- arra kosta völ en að grípa til vopna. Þannig var ástatt í Suður- Afríku árin eftir 1960. Hvíti minni hlutinn hafði allt til alls, en blökkumenn bjuggu við sára neyð. Bilið milli ríkra og fá- tækra var trúlega breiðara en nokkurs staðar annars staðar um heiminn, og friðsamleg mótmæli meiri hlutans voru barin niður með morðum og öðru ofbeldi af hálfu ríkisins. Við reyndum frið- arleiðina til þrautar, segir Mand- ela, en hún var ófær. Þetta hefði Mahatma Gandí að vísu þótt vera vond afsökun, enda tókst honum ásamt öðrum að leysa Indland undan yfirráðum Breta 1947 með friðsamlegu andófi. Sennilega hafði Gandí að sumu leyti rétt fyrir sér um Suður- Afríku, því að lykillinn að frið- vænum stjórnarskiptum þar 1994, þegar Afríska þjóðarráðið vann yfirburðasigur í frjálsum kosningum og myndaði nýja rík- isstjórn, var einmitt Mandela sjálfur og sáttfýsi hans og sam- herja hans. Gagnkvæm hermd- arverk áttu þó trúlega talsverð- an þátt í aðdraganda stjórnar- skiptanna: þau veiktu viðnáms- þrótt aðskilnaðarstjórnarinnar. Það er óvíst, hvort sáttfýsin ein sér hefði nægt til að ryðja stjórninni úr vegi. Svipaða sögu er að segja frá ýmsum öðrum löndum. Brezka nýlendustjórnin í Keníu átti t.d. í höggi við andspyrnuhreyfinguna Mau Mau 1952-1956. Heima- menn voru ýmsir orðnir lang- þreyttir á yfirráðum Breta yfir landinu, átökin snerust sumpart um upptöku lands, og þeir gáfust upp á friðsamlegu andófi og gripu heldur til hryðjuverka. Af þessu hlauzt grimmilegt blóð- bað. Hryðjuverkamenn drápu 100 Evrópumenn og 2.000 fylgis- menn þeirra úr hópi innfæddra, en Bretar drápu á móti 11.000 meinta hryðjumenn og sendu 80.000 manns til viðbótar í fangabúðir. Einn þeirra var Jomo Kenyatta, sem var sakaður um að hafa skipulagt hryðju- verkin. Hann neitaði. Friður komst á 1956, Bretar bjuggust til að draga sig í hlé, og flokkur Kenyattas sigraði síðan í al- mennum kosningum 1961 og 1963, og landið öðlaðist þá lang- þráð sjálfstæði. Kenyatta varð forsætisráðherra og síðan for- seti landsins til dauðadags 1978. Hann stjórnaði landinu nokkuð vel, hafnaði þjóðnýtingu einka- eignar, og lífskjör fólksins bötn- uðu jafnt og þétt í skjóli mark- aðsbúskapar, en Tansanía á næsta bæ stundaði hálfsovézkan áætlunarbúskap og komst hvor- ki lönd né strönd og Úganda var í hers höndum: þar sat villimað- urinn Ídí Amín við völd. Kenía var þá friðsæl fyrirmynd ann- arra Afríkuríkja, enda þótt Kenyatta neytti lags til að auðg- ast ótæpilega og lýðræði væri af skornum skammti. Al kaída er annað mál En hvað þá um Ósama bin Laden? – ef hann er enn á lífi. Hann og vopnabræður hans hafa megna og auðskiljanlega andúð á einræðisstjórninni í Sádi-Arab- íu og víðar um Austurlönd nær, en annað hafa þeir ekki til síns máls. Trúarofstæki þeirra og ranghugmyndir um nútímann hafa því lítinn sem engan hljóm- grunn meðal siðaðra manna. Hryðjuverk þeirra vekja andúð. Þeir myndu varla stjórna Arabíu betur en núverandi einræðis- seggir, ef reynslan af stjórn talí- bana í Afganistan er höfð til marks. Ekkert af þessu á við um Nelson Mandela. ■ George Bush Bandaríkjaforseti ergagnrýndur af mikilli hörku vegna Íraksmálsins, bæði heima fyrir og úti um allan heim. Einn þeirra sem hafa kveðið hvað fastast að orði er Paul Krugman, dálkahöfundur í New York Times. Hann segir George W. Bush veruleikafirrtan og sama eigi við um hans helstu samstarfsmenn. Krugman rifjar upp að Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hafi sagt skömmu fyrir innrásina, að- spurður hvort hann teldi líklegt að litið yrði á Bandaríkjamenn sem landráðendur: „Nei, það held ég ekki,“ sagði Cheney þá. „Ég trúi því að okkur verði tekið sem frelsishetj- um.“ Líklega er svo ekki lengur. Vissulega virðast ráðamenn vestra rembast við að telja öðrum trú um að þeir hafi gert rétt, en þeim fækkar óðum sem taka undir með þeim. Krugman, sem auk þess að skrifa í New York Times starfar sem prófess- or við Princeton-háskóla, segir að at- burðir síðustu vikna hefðu átt að leiða Bush og samstarfsmenn hans í sann- leikann um stöðu mála í Írak en sú hafi ekki orðið raunin. Hann bendir á að ráðamenn vestra reyni sífellt að persónugera andstöðuna. „Í júlí spáðu ráðamenn því að upp- reisninni væri lokið þar sem búið væri að drepa syni Saddams,“ segir Krugman. „Í desember spáðu þeir því að uppreisninni væri lokið þar sem búið væri að ná Saddam sjálfum. Fyr- ir sex vikum stóð al-Kaída á bak við uppreisnina og núna er það al-Sadr.“ Krugman segir að þegar öllu sé á botnin hvolft sé ljóst að uppreisnin eigi rætur að rekja til trúar og þjóð- ernishyggju Íraka. Óánægja og upp- reisn Íraka sé ekki verk einvers „slæms manns“ heldur séu það „slæmir menn“ sem notfæri sér ástandið og hvetji til uppreisnar. Þessi staðreynd sé hins vegar utan við sjóndeildarhring Bush og valdaklíku hans. Nú hafi Bandaríkjaher lýst því yfir að al-Sadr verði annað hvort handtekinn eða drepinn. „Ef það tekst verður sami söngur- inn sunginn á ný: ‘Við höfum náð Al- Sadr og uppreisninni er lokið.’ Mun einhver virkilega trúa því?“ spyr Krugman. Richard Cohen, dálkahöfundur hjá Washington Post, tekur í svipaðan streng og Krugman. Hann undrast að uppreisn stjórnað af al-Sadr skyldi hafi komið Bandaríkjaher á óvart. „Það sem skiptir máli er ekki að hægt verði að koma böndum á upp- reisnarsegginn heldur fremur það að honum hafi tekist að hvetja til upp- reisnar beint fyrir framan nefið á Bandaríkjaher.“ Cohen segir að líkt og í Víetnam finni bandarísk stjórnvöld ekki leið- ina frá vandanum. Hann segir skoð- anakannanir sýna að meirihluti Íraka sé þakklátir Bandaríkjamönnum og því sem þeir hafi gert fyrir landið og fólkið. „Samt hvíslaði enginn af þessum ‘þakklátu’ Írökum því að Bandaríkja- her að al-Sadr væri að skipuleggja uppreisn.“ „Lærdómurinn af Víetnam var sá að um leið og fyrstu mistökin hafa átt sér stað er lítið sem hægt er að gera eftir á til að leiðrétta þau.“ ■ Ástæða er til að óska Kára Stef-ánssyni til hamingju með vel- heppnað skuldabréfaútboð fyrir- tækisins deCODE genetics. Ástæða er einnig til að óska ís- lensku þjóðinni til hamingju með að vera laus við að ganga í ábyrgð fyrir einkafyrirtæki vegna áhættufjárfestingar. Með því að framkvæma skuldabréfaútboð á eðlilegum viðskiptalegum grund- velli er fyrirtækið ekki í fylgd þess pólitíska draugs sem hefur fylgt því frá því að það haslaði sér völl hér á landi. Pólitísk nánd við fyrirtækið sem fól í sér sértæka lagasetningu og afskipti ríkisbanka af málefn- um þess á sínum tíma vakti eðli- lega tortryggni. Ekkert fyrirtæki hefur fram til þessa fengið jafn mikla pólitíska fyrirgreiðslu á síð- ari árum hér á landi og dótturfyr- irtæki deCODE genetics, Íslensk erfðagreining. Fylgjendur tak- markaðra ríkisaf- skipta, frjálsræðis og samkeppni fagna því nú að komið skuli hafa verið í veg fyrir þau óeðlilegu ríkis- afskipti sem fólust í að veita deCODE genetics allt að 20 milljarða ríkis- ábyrgð. Einn virðist samt sitja hnípinn úti í horni óánægður með að sá kaleikur skuli tekinn frá ríkinu að veita 20 milljarða ríkisábyrgð, en það er forsætisráðherra. Formað- ur þess stjórnmálaflokks, Sjálf- stæðisflokksins, sem hefði átt að standa hvað harðast á móti veit- ingu ríkisábyrgðar af þessu tagi kom fram í fréttum og harmaði það að Eftirlitsstofnun Efta skyldi ekki hafa afgreitt fyrr hvort ríkinu væri heimilt að veita umbeðna rík- isábyrgð, þá sem nú er úr sögunni. Hefði Eftirlitsstofnunin afgreitt þetta fyrr, sætu íslenskir skatt- greiðendur uppi með ábyrgð sem að áhættufjárfestar gera í dag. Af hverju er forsætisráðherra ekki frá sér numinn af fögnuði yfir því að markaðurinn skuli hafa trú á því fyrirtæki sem hefur verið póli- tískt gæluverkefni hans? Er ekki eðlilegt að markaðurinn leysi svona mál? Er e.t.v. svo komið að pólitísk nýhyggja forsætis- og dómsmálaráðherra byrgi þeim sýn. Ríkisábyrgð fyrir einkafyrirtæki á ekki að veita Stjórnmálamenn hafa sýnt að þeir eru ekki bestu dómararnir um það hvaða atvinnurekstur og hvaða fyrirtæki eru líklegust til að skapa mestan hagvöxt og stuðla að aukinni velmegun. Þetta er ekki sérkenni íslenskra stjórnmála- manna heldur vandamál á heims- vísu. Af þeim sökum hefur þeim ríkjum farnast best sem losað hafa um tengsl stjórnmála og atvinnu- starfsemi, þar sem að ríkisvaldið hefur sem minnst afskipti af markaðnum að öðru leyti en því að tryggja að ákveðnar leikreglur gildi og virkt eftirlit sé haft með því að aðilar markaðarins virði nauðsynlegar og sjálfsagðar leik- reglur markaðarins. Veiting ríkis- ábyrgðar fyrir einkafyrirtæki er sértæk aðgerð sem á ekki að eiga sér stað í markaðsþjóðfélagi. Af þeim sökum var það með ólíkind- um að Alþingi skyldi samþykkja að veita deCODE genetics ríkis- ábyrgð sem hefði haft gríðarleg áhrif á efnahagslega framvindu mála hér hefði ábyrgðin fallið á þjóðina. Með því að samþykkja ríkis- ábyrgðina voru þeir sem það gerðu að brjóta gegn grundvallaratriðum nútíma markaðsþjóðfélags, hafa afskipti af markaðnum sem minnti á gamalt haftatímabil og afskipti sem einungis ættu að vera þóknan- leg mönnum sem trúa því enn að bjargræðið og hagsældin komi frá ríkinu. Enn er til hópur manna sem halda þessu fram í veröldinni. Þeir eru almennt kenndir við þann arm alræðishyggju sem nefndir eru stalínistar. Einsdæmi er hins vegar að stjórnmálaflokkur sem kennir sig við frjálsa markaðsstarfsemi og frelsi einstaklingsins eins og Sjálfstæðisflokkurinn, skuli vera svo heltekin af ríkishyggju að þing- flokki hans skuli hafa dottið það í hug að veita einu fyrirtæki sér- staka ríkisábyrgð vegna áhættu- fjárfestingar. Stuðningsmenn rík- isábyrgðarinnar fyrir deCODE á sínum tíma ættu nú að tileinka sér þau sannindi að fyrirtæki sem er á vetur setjandi þarf ekki ríkis- ábyrgð vegna áhættufjárfestingar. Forsætisráðherra ætti að þakka fyrir að þátttaka okkar í Evrópu- samvinnu skyldi hafa komið í veg fyrir glópsku hans í stað þess að ausa úr skálum reiði sinnar yfir þann aðila sem varð til að bjarga málinu. ■ 20 15. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Umræðan JÓN MAGNÚSSON ■ fagnar því að þjóðin sé laus við að ganga í ábyrgð fyrir einka- fyrirtæki vegna áhættufjárfestingar. Hryðjuverk ■ Af netinu Rétta leiðin Mun einhver trúa því? ■ Stjórnmála- menn hafa sýnt að þeir eru ekki bestu dómar- arnir um það hvaða atvinnu- rekstur og hvaða fyrirtæki eru líklegust til að skapa mest- an hagvöxt. ■ Hryðjuverka- menn drápu 100 Evrópu- menn og 2.000 fylgismenn þeirra úr hópi innfæddra, en Bretar drápu á móti 11.000 meinta hryðju- menn og sendu 80.000 manns til viðbótar í fangabúðir. Ráðherraleg óhlýðni Í vestrænum ríkjum hefur skapast sú hefð að þegar borgarar eru ósáttir við lög eða önnur fyrirmæli stjórn- valda þá mótmæla þeir lagasetning- unni með því að virða ekki lögin á táknrænan hátt. Þetta hefur verið kallað borgaraleg óhlýðni. Viðbrögð [Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra] voru hins vegar einhvers kon- ar ráðherraleg óhlýðni. Í hnotskurn þá hefur málsvörn hans grundvallast á því að lögin séu vitlaus og því hafi hann ekki farið eftir þeim. Hann hef- ur sagt eitthvað á þá leið að jafnrétt- islög hafi sett ósanngjarnar kvaðir á hann við ráðningu hæstaréttardóm- arans, þau séu barn síns tíma og því hafi hann ekki virt þau þegar hann réð hæstaréttardómara á síðasta ári. Að auki hefur hann lýst því yfir að það þurfi að breyta lögunum. ANDRI ÓTTARSSON Á DEIGLAN.COM DDT útrýmdi malaríu Notkun DDT útrýmdi malaríu meðal iðnvæddra þjóða. DDT er enn sem komið er ódýrasta, skjótvirkasta og varanlegasta efnið gegn moskító- flugunni sem ber sjúkdóminn með sér. Eftir útkomu bókarinnar Silent Spring eftir Rachel Carson árið 1962 átti DDT sér hins vegar ekki við- reisnar von því umhverfisverndar- sinnar tóku að berjast gegn notkun þess með þeim árangri að efnið var bannað í hverju landinu á fætur öðru. Efnið var bannað í Bandaríkj- unum árið 1972. DDT er eitt af svo- nefndum þrávirkum lífrænum efnum sem við óhóflega notkun, til dæmis stórfellda notkun í landbúnaði, getur safnast upp í náttúrunni. Það er hins vegar ekkert sem bendir til að tak- mörkuð notkun til sjúkdómavarna leiði til hörmunga í náttúrunni. VEFÞJÓÐVILJINN Á ANDRIKI.IS Björn í stólinn Nú getur forsætisráðherra loksins hætt og pakkað saman. Það er búið að finna arftaka fyrir hann. Loksins er fundinn afundnari stjórnmálamað- ur sem er jafnvel enn veruleikafirrt- ari en Davíð. Við búum nefnilega svo vel að hafa dómsmálaráðherra sem telur sig ekki bundinn af lögum. JÓHANN HJALTI ÞORSTEINSSON Á SELLAN.IS ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um hryðju- verk fyrr og nú. Um daginnog veginn Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um gagnrýni á stjórn Bush vegna Íraksmálsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.