Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 22
Úrkoma um land allt Rigning eða snjókoma verður um land allt á laugardag þannig að ekki er bjart yfir ferðalöng- um innanlands þann daginn. Aðeins birtir til á sunnudag – þannig að sunnudagsbíltúr er vel inni í myndinni. Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Til þess að ná góðum tökum á tungumáli er nauðsynlegt að dveljast í því landi þar sem tungumálið er talað. Stúdentaferðir eru í samstarfi við málaskóla um allan heim og bjóða þeir nám jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Málaskólar eru fyrir fólk á öllum aldri. Sérstök námskeið í boði fyrir 13 - 16 ára. Færð þú MasterCard Ferðaávísun? 2. - 16. sept. www.sveit.is s: 570 2790 KYNNTU ÞÉR SÉRFERÐIR FERÐAÞJÓNUSTU BÆNDA ævintýraheimur Útivistar-námskeið fyrir foreldra og börn í Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ í Grafarvogi Þátttakendur læra að þekkja möguleika sem fyrir hendi eru á vettvangi útivistar og kynnast útbúnaði sem æskilegur er til styttri ferða á fjöllum, kynntir verða möguleikar til útivistar í nærumhverfinu. Námskeiðið eru fyrir foreldra og börn þeirra á aldrinum 6-16 ára. Leiðbeinandi er uppeldismenntaður með víðtæka reynslu á sviði útivistar. Námskeiðið er einu sinni í viku á miðvikudögum og hefst 21. apríl. Skráning í Gufunesbæ, sími 520 23 00 Ferðaskrifstofan Heimsferðir býður upp á siglingu á Rín og Mósel 2.–13. júlí í fararstjórn Lilju Hilmarsdóttur. Flogið er til Frankfurt og þaðan ekið til Köln- ar þar sem gist er fyrstu nóttina. Þaðan hefst siglingin um feg- urstu hluta Rínar og Mósel og er höfð stutt viðdvöl á völdum stöð- um eins og Rüdesheim og Cochem. Siglingunni lýkur í Strassbourg í Frakklandi. Þaðan er ekið til hins rómantíska há- skólabæjar Heidelberg þar sem dvalið er síðustu þrjá dagana. Í boði verða skemmtilegar kynnis- ferðir í fylgd fararstjóra. Siglingarleiðin er Köln, Bonn, Köningswinter, Linz - Winningen, Cochem, Koblenz, Boppard, Rudesheim, Worms, Spira - Strassbourg . „Það er ein ferð sem kemur upp í hugann þó ég hafi vissulega farið í þær margar skemmtilegar og eftirminnilegar. Sú sem stendur upp úr er einmitt svo spes af því hún var svo óvenjuleg,“ seg- ir Signý Sæmundsdóttir söngkona. „Það var árið 1997 að við fórum nokkur í tónleikaferð til Peking í Kína. Við meira að segja frumfluttum þar íslenska óp- eru, Tunglskinseyjuna eftir Atla Heimi Sveins- son, sem var ógleymanlegt.“ Signý segir margt eft- irminnilegt úr þess- ari ferð, og mest kom henni á óvart hversu borgin var stór og framandi. „Mann- mergðin var svo ótrúleg og ég man hvað mér fannst skrýtið þegar við keyrðum inn í borgina hvað göturnar voru ofboðslega breiðar þó þar væru engir bílar heldur aðallega hjólareiðamenn. Margir voru með hlið- ar- vagna á hjólunum og voru að flytja bæði menn og vörur.“ Signý stoppaði ekki nema viku í stórborginni og fyrstu fimm dagarnir fóru í undirbúning fyrir flutning óperunnar. „En svo fengum við einn frí- dag til að skoða okkur um. Þá fór- um við að Kínamúrnum sem var ótrúleg upplifun og engin orð sem lýsa því hvernig er að ganga eftir þessu mikla mannvirki. Inni í borginni skoðuðum við Borgina forboðnu, sem er einskonar borg í borginni þar sem keisarinn bjó með fjölskyldu sína. Þar eru ægifagrar hallir og garðar og öllu vel við haldið. Ég hefði sannar- lega þegið lengri tíma í þessari stórkostlegu borg og vona að ég eigi eftir að koma þangað aftur. Þá myndi ég líka vilja ferð- ast eitthvað um landið.“ edda@frettabladid.is Mannmergð Mjög óvenjulegt var að koma til Peking segir Signý Sæmundsdóttir. Signý Sæmundsdóttir Frumflutti íslenska óperu í Peking sem var ákaflega vel tekið. Signý segir borgina stórkostlega og langar að koma þangað aftur. Eftirminnilegasta ferðin: Mannmergðin í Peking kom á óvart Sigling á Rín og Mósel: Á ferð í fljótandi hóteli Rín Siglt er fram hjá fallegum bæjum og þorpum og vínekrurnar teygja sig upp hæðirnar þeirra á milli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.