Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 24
Breytingar á gjaldskrá Og Vodafone hefur gert breytingar á gjald- skrá sinni. Verðskráin er einföldun á fyrri verðskrá. Sumir liðir hækka á meðan aðrir liðir lækka. Samkvæmt Og Vodafone eiga þessar breytingar ekki að leiða til hækkunar á meðalsímareikningi, en Neytendasamtökin benda á að hann mun hækka reikninginn hjá sumum. Gjaldskrána er hægt að skoða á ogvodafone.is Neytendasamtökin: Handbók neytenda Handbók neytenda er ókeypis þjónusta Neyt- endasamtakanna. Í Handbók neytenda fást svör við fjölda spurninga og leið- beiningar við ýmsar aðstæður sem neytendur lenda í. Handbókina er hægt að nýta með þrennum hætti: fletta upp í henni á netinu, fá hana heim á geisladiski og sækja hana á netið og setja inn í sína tölvu. Höfundur Handbókar neytenda er Jón Magnússon hrl. FRÁBÆRT TILBOÐ Á RÓSUM! Rósabúnt á 690 kr. eða 10 fyrsta flokks rósir á 1.490 kr. Gegn framvísun þessa miða færð þú: ✃ ✃ AÐEINS FAGFÓLK AÐ STÖRFUM PÁSKALILJUR Téte á Téte 295 kr „Verstu kaupin voru þegar mað- urinn minn keypti handa mér Volvo í sárabætur fyrir Benz sem ég missti í aftanákeyrslu,“ segir Steinunn K. Pétursdóttir alþing- ismaður. „Það var ekki að Volvo- inn væri beint ómögulegur, nema auðvitað að því leyti að hann var ekki Benz.“ Steinunn átti Volvoinn í tvær vikur, en þá tókst henni að snúa upp á höndina á manninum sín- um og fá hann til að selja bílinn. „Ég gat bara ómögulega fyrirgef- ið Volvoinum að vera ekki Benz.“ Steinunn keypti sér jeppa þeg- ar hún var laus við Volvoinn og er hæstánægð með hann. „Ég tapaði svo sem engum peningum á þessum kaupum, bara tveimur vikum í svekkelsi,“ segir Stein- unn og hlær. „Það er svona að vera vandlátur á bíla og góðu vanur.“ Þeir sem ætla að forsá grænmeti innanhúss eða í garðskálann ættu að fara að taka til pottana því nú er rétti tíminn. Fátt er göfugra en setja fræ í mold og fylgjast svo með litlum plöntum gróa. Að sögn Jóns Þóris Guðmundssonar, garðyrkjufræðings í Gróðr- arstöðinni Mörk í Stjörnu- gróf, er mikil vakning í matjurtaræktun enda grænmetisneysla að aukast meðal al- mennings. Hann kveðst þó ekki selja fræ sjálfur en þess meira af tilbúnum plöntum þegar kemur fram á vor- ið. Spergilkál segir hann vera vinsælustu tegundina til heimarækt- unar enda sé hægt að brjóta stilkana af um leið og þeir spretti og nýir bætist við jafnóðum. „Spergilkálið hefur aukið vinsældir sínar á kostnað blómkáls og hvítkáls því nýting- artími þess er svo langur,“ segir hann. Blaðsalat, icebergsalat, grænkál og rófur eru tegundir sem hann segir gott að forsá inni en gulrótafræið fer hinsvegar oftast beint út í garðinn. „Það er ágætt að sá gulrótunum kring um sum- ardaginn fyrsta,“ segir Jón. „Fræið er það lengi að spíra að vorhretin ættu að vera yfirstaðin þegar plönturnar fara að koma upp.“ Hann segir vont fyrir græn- metisplöntur að fá næturfrost á byrjunarstigi því þá sé hætta á blómmyndun. „Þetta eru tvíærar plöntur og þegar þær lenda í frosti taka þær það sem vetrar- skilaboð og fara að haga sér eins og þær séu á seinna árinu, blómstra og bera fræ,“ útskýrir hann. Gulræturnar vilja gjarnan sendinn jarðveg, hann er hlýrri og drenar betur, að sögn Jóns. Hann mælir með að blákorni sé dreift yfir beðið áður en það er stungið upp og þegar sáningu er lok- ið er gott að breiða akrýldúk yfir. Hann hleypir vatni í gegn og eykur hita í moldinni. Það færist í vöxt að fólk sái kryddjurtum heima við. Timjan, piparminta og sítrónumelissa eru auðveldar tegundir í ræktun, að sögn garð- yrkjufræðingsins en hin vinsæla basilika er hitakær jurt og á því illa heima úti í íslenskum görðum. „Hún verður að fá stofugluggann ef hún á þrífast vel,“ segir Jón brosandi. Hann mælir eindregið með því að fólk rækti eigið græn- meti. Ánægjan sem fylgi því sé mikil að ekki sé minnst á bragð- gæðin og hollustuna. gun@frettabladid.is Fræjunum stráð í moldina „Það tekur fræin eina til tvær vikur að spíra en þegar næstu blöð á eftir kímblöðunum tveimur byrja að myndast er kominn tími til að dreifsetja plönturnar,“ segir Jón Þ. Guðmundsson. Litskrúðugir pakkarnir gefa fögur fyrirheit Myndin er tekin í Blómavali. Rétti tíminn til forsáninga: Eigið grænmeti er bragðbest og hollast Verstu kaupin: Bíll í sárabætur Steinunn K. Pétursdóttir alþingiskona Kunni illa að meta sárabætur mannsins síns.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.