Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 34
26 15. apríl 2004 FIMMTUDAGUR MICKELSON KOMINN HEIM Phil Mickelson og eiginkona hans Amy voru glaðbeitt við heimkomuna til San Diego eftir sigur Mickelsons á Masters- mótinu um síðustu helgi. Golf FÓTBOLTI Ísland fellur um tvö sæti á styrkleikalista FIFA, sem var gefinn út í gær. Liðið er nú í sex- tugasta sæti. Engar breytingar eru á efstu þremur sætum listans, Brasilíu- menn eru efstir sem fyrr, Frakkar í öðru sæti og Spánverjar í því þriðja. Eina breytingin á lista fimm efstu liða er sú að Mexíkó kemst upp fyrir Holland í fjórða sætið. Lettland, sem mætir ís- lenska landsliðinu í næstu viku, er í 52. sæti á listanum. ■ Dúxaði á þjálfaraprófi KSÍ Mist Rúnarsdóttir, 19 ára þjálfari hjá Þrótti, gerði sér lítið fyrir og sló öllum við á þjálfaraprófi KSÍ á dögunum. Mist fékk 99,5 af 100 mögulegum í einkunn. FÓTBOLTI Um var að ræða fyrstu út- skrift KSÍ hjá þeim sem hafa lokið UEFA-B þjálfaragráðunni, sem er formleg gráða samkvæmt nýj- um alþjóðlegum staðli. Veitir hún réttindi til að þjálfa alla yngri flokka á Íslandi. Við þetta hátíð- lega tilefni var Guðna Kjartans- syni, þjálfara U- 19 ára landsliðs karla, afhent þjálfaraskírteini númer 1. Mist segist ekki hafa átt von á því að dúxa á prófinu. „Ég náði ekki að undirbúa mig neitt af viti og var næstum hætt við að taka prófið en ákvað hálftíma áður að kýla bara á það,“ segir Mist. „Ég bjóst við að þetta væri aðeins strembnara en jú, ég er frekar sátt.“ Margir kunnir þjálfarar tóku prófið á sama tíma og segir Mist það hafa verið gaman að toppa stjörnurnar í bransanum. Ekki hafi þó allir tekið prófið, því sumir fengu einkunn sína metna. Aðeins tvær konur tóku prófið og sex í heildina. Var Mist sú eina þeirra sem sá um þjálfun yngri flokka. Þrátt fyrir ungan aldur er Mist nokkuð reyndur þjálfari því síð- astliðin fimm ár hefur hún þjálfað yngri flokkana hjá Þrótti. „Þegar ég var 15 ára var voðalega lítið að gerast hjá Þrótti. Stelpan sem var með yngri flokkana þurfti að hætta, en þá var bara til fjórði og fimmti flokkur kvenna. Ég hugs- aði að það væri enginn skárri sem myndi bjóða sig fram og ég myndi alla vega sýna áhuga. Þetta byrj- aði þannig og svo varð þetta að miklum áhuga,“ segir Mist. „Þetta er mjög skemmtilegt og ég kynn- ist miklu af frábæru fólki.“ Um þessar mundir er Mist að þjálfa 5. og 6. flokk kvenna, auk þess sem hún þjálfar 8. flokk karla og kvenna. Ástæðan fyrir því að hún þjálfar stelpurnar frekar en strákana er einföld. „Mér hefur fundist þurfa miklu meiri þjálfun hjá stelpum. Það eru ekki jafn margir þjálfarar sem eru tilbúnir að sýna kvennabolt- anum áhuga og ég vil gera þeim eins gott og ég get.“ Sjálf hefur Mist eitthvað vera að sprikla með meistaraflokk Þróttar eins og hún orðar það. Stendur hún þá á milli stanganna. „Ég byrjaði svo ung að þjálfa og ef maður ætlar að einbeita sér hundrað prósent að þjálfun getur maður ekkert verið í hinu á fullu,“ segir hún og vill sem minnst gera úr sínum eigin leikmannsferli. Mist ætlar að að einbeita sér að þjálfun í framtíðinni og stefnir að því að vera dugleg að sækja þau námskeið sem KSÍ býður upp á. Eitthvað ætlar hún þó að bíða með að taka A-prófið, enda liggi ekkert á því. Aðspurð segist hún ekki ætla að þjálfa meistaraflokk á næstunni, í það minnsta ekki næstu tíu árin. „Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta er hvað þetta er gefandi. Það er alveg ótrúlegt hvað maður fær mikið til baka frá börnum og unglingum. Það eru bara yngri flokkarnir sem eiga hug minn núna. Síðan verður það kannski meistaraflokkur og svo landsliðið,“ segir þessi efni- legi þjálfari að lokum og hlær. freyr@frettabladid.is KOBE BRYANT Bryant treður boltanum af miklu afli í körf- una í leiknum gegn Golden State Warriors. Karl Malone, samherji Bryants, fylgist með af aðdáun. Lakers vann Golden State: Bryant með 45 stig KÖRFUBOLTI Kobe Bryant skoraði 45 stig þegar L.A. Lakers vann Golden State 109-104 í NBA-deild- inni í fyrrinótt. Þetta var hæsta stigaskor Bryants á leiktíðinni en hann hefur átt slaka leiki upp á síðkastið. Kappinn hitti úr 17 af 18 víta- skotum sínum og úr 14 af 29 skot- um utan af velli. Skoraði hann jafn- framt sjö stig á síðustu 20 sekúnd- um leiksins. Auk þess náði Bryant sjö fráköstum og gaf átta stoðsend- ingar. Sigur Lakers var sá annar af síðustu fimm en áður hafði liðið unnið ellefu leiki í röð. ■ Aganefnd KKÍ fundaði í gær. Ingi Þór og Steinar í bann KÖRFUBOLTI Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari unglingaflokks KR, og Steinar Páll Magnússon, leikmað- ur sama flokks, voru dæmdir í eins leiks bann á fundi aganefnd- ar KKÍ í gær. Taka þeir bannið út í byrjun næsta keppnistímabils. Ingi Þór og Steinar fengu dæmdar á sig brottrekstrarvillur í úrslitaleik KR og Hauka í ung- lingaflokki karla 7. apríl og voru þeir kærðir til aganefndar fyrir óprúðmannlega framkomu. Stein- ar gengur upp úr unglingaflokki á næsta keppnistímabili og mun því taka bannið út í meistaraflokki. Ingi tekur sitt bann út í unglinga- flokki karla, en þjálfaði einnig meistaraflokk KR síðasta vetur. ■ ÍSLAND Íslenska landsliðið mæt- ir Lettum í vináttulands- leik í næstu viku. Styrkleikalisti FIFA: Ísland í 60. sæti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R FÓTBOLTI Gary Neville skor- aði sitt fimmta mark í 431 leik fyrir Manchester United þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Leicester í fyrrakvöld. Neville, sem er 29 ára gamall bakvörður, skoraði sitt fyrsta mark fyrir United þann 5. maí 1997 í 3-3 jafntefli gegn Midd- lesbrough. Næst setti hann bolt- ann í netið 21. mars tveimur árum síðar í 3-1 sigri gegn Ev- erton. Enn liðu tvö ár á milli marka því það næsta kom í 2-0 sigri gegn Aston Villa 20. janúar 2001. 12. mars í fyrra var síðan röðin komin að fjórða marki hans, í 1-1 jafntefli gegn Basel í Meistaradeildinni. Neville virð- ist kunna vel við sig á Old Trafford því þar hann hefur skorað öll sín mörk. ■ ■ Tala dagsins 5 „Það eru ekki jafn margir þjálf- arar sem eru tilbúnir að sýna kvenna- boltanum áhuga. Forráðamenn Chelsea: Ræða við Ranieri FÓTBOLTI „Ég vil fá niðurstöðu vegna þess að mér finnst mikil- vægt að binda enda á allar vanga- veltur,“ sagði Claudio Ranieri, framkvæmdastjóri Chelsea. Hann á í viðræðum við félagið um nýjan samning. „Ég nýt vinnunnar vegna þess að mér líður vel hjá Chelsea og langar til að vera um kyrrt. Ég veit ekki hvað Peter Kenyon er að hugsa en mig langar til að vera um kyrrt.“ Framtíð Ranieri hjá Chelsea hefur verið umfjöllunarefni fjöl- miðla frá því Roman Abramóvitsj keypti félagið í fyrra. Fjölmiðl- arnir héldu því fram að Abramóvitsj vildi fá landsliðs- þjálfarann Sven-Göran Eriksson til Chelsea en Eriksson skrifaði nýlega undir samning við enska knattspyrnusambandið. Samn- ingsstaða Ranieris hefur einnig batnað stórkostlega eftir að Chel- sea komst í undanúrslit Meistara- deildarinnar. Samningur Ranieris við Chel- sea rennur út árið 2007 en nýr samningur felur hugsanlega í sér annað starfssvið innan félagsins. Jafnvel er talið að hann muni sættast á stöðu knattspyrnustjóra fái hann að ráða því hver verði þjálfari liðsins. Uppbygging knattspyrnuakademíu hefur einnig verið nefnd og sagði Rani- eri við BBC að hann gæti hugsað sér að vinna við hana. En hann bætti við að það gæti verið erfitt fyrir 52 ára mann að söðla um. ■ CLAUDIO RANIERI Í betri samningsstöðu eftir að Chelsea komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Á ÆFINGU Mist Rúnarsdóttir segir það mjög skemmtilegt og gefandi að þjálfa yngri flokkana hjá Þrótti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.