Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 37
29FIMMTUDAGUR 15. apríl 2004 FÓTBOLTI Villarreal vann Celtic 2-0 í seinni leik félaganna í átta liða úr- slitum UEFA-bikarkeppninnar í gær. Fyrri leik liðinna lauk með jafntefli, 1-1, í Glasgow fyrir viku og kemst spánska félagið því í und- anúrslit. Árangur Villarreal er einkar at- hyglisverður. Félagið vann sér þátttökurétt í UEFA-bikarnum með góðum árangri í getraunakeppni UEFA. Villarreal sló Brescia, Brno og Heerenveen út úr getrauna- keppninni og Trabzonspor, Torpedo frá Moskvu, Galatasaray og Roma út úr UFEA-bikarnum. Villarreal leikur við Valencia, topplið spæn- sku deildarinnar, í undanúrslitum en aðeins einu félagi úr getrauna- keppninni hefur tekist að komast alla leið í úrslitaleik UEFA-bikar- keppninnar. Bordeaux, með Zinedi- ne Zidane, Bixente Lizerazu, Christophe Dugarry og Richard Witschge innanborðs, fór alla þessa leið veturinn 1995 til 1996 en tapaði fyrir Bayern Munchen í úr- slitum. Villareal náði forystunni gegn Celtic þegar á sjöttu mínútu. Bras- ilíumaðurinn Juliano Belletti lagði upp markið fyrir landa sinn Sonny Anderson. Belletti sendi boltann inn í vítateiginn af hægri kanti og Sonny Anderson stökk hærra en Bobo Balde, miðvörður Celtic, og skallaði boltann í mark. Roger García skoraði seinna mark Villar- real 22 mínútum fyrir leikslok og í þetta sinn var það Sonny Anderson sem lagði upp markið. Hann sendi boltann inn í vítateiginn af vinstri kanti og Roger García skoraði með viðstöðulausu skoti. ■ FÓTBOLTI Valencia sigraði franska félagið Girondins de Bordeaux 2-1 í seinni leik félaganna í átta liða úr- slitum UEFA-bikarkeppninnar í gærkvöldi. Valencia sigraði einnig 2-1 í fyrri leik félaganna í Bor- deaux fyrir viku og leikur í undan- úrslitum við landa sína í Villarreal. Valencia hefur verið í miklum ham að undanförnu. Félagið hefur sigrað í síðustu átta leikjum sín- um og á sunnudag komst félagið í efsta sæti spænsku deildarinnar með 1-0 sigri á Real Zaragoza á heimavelli. Sigur Valencia var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Val- encia réði lengstum gangi mála en tókst ekki að skora fyrr en á 52. mínútu þegar varnarmaðurinn Mauricio Pellegrino skallaði í mark eftir hornspyrnu Francisco Rufete. Rufete bætti öðru marki við átta mínútum síðar eftir skyndi- sókn. Angulo átti hárnákvæma sendingu af hægri kantinum á Rufete sem skoraði af markteig. Brasilíumaðurinn Eduardo Costa lagaði stöðuna fyrir Bordeaux á 71. mínútu eftir aukaspyrnu Argentínumannsins Pablo Francia. Fyrri leikur Valencia og Villarreal í undanúrslitum UEFA- bikarkeppninnar verður í Villareal á fimmtudag eftir viku en seinni leikurinn fer fram í Valencia 6. maí. ■ UEFA-BIKARKEPPNIN Úrslit leikja í gær Inter Milan - Marseille 0-1 0-1 Camel Meriem (74.) Marseille sigraði 2-0 samanlagt. Newcastle - PSV Eindhoven 2-1 1-0 Alan Shearer (9.), 1-1 Mateja Kezm- an, vsp (52.), 2-1 Gary Speed (66.), Newcastle sigraði 3-2 samanlagt. Valencia - Bordeaux 2-1 1-0 Mauricio Pellegrino (52.), 2-0 Francisco Rufete (60.), 2-1 Eduardo Costa (71.) Valencia sigraði 4-2 samanlagt. Villarreal - Celtic 2-0 1-0 Sonny Anderson (6.), 2-0 Roger García (68.) Villareal sigraði 3-1 samanlagt. Leikir í undanúrslitum Newcastle - Marseille Villarreal - Valencia Leikirnir fara fram 22. apríl og 6. maí. Úrslitaleikurinn fer fram í Gautaborg 19. maí. FÓTBOLTI Newcastle United tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum UEFA-bikarkeppninnar með 2-1 sigri á hollenska félaginu PSV Eindhoven á heimavelli í gær. Newcastle hefur ekki náð jafn langt í Evrópukeppni frá árinu 1969 þegar félagið sigraði í borga- keppni Evrópu, fyrirrennara U E F A - b i k a r k e p p n i n n a r . Newcastle leikur við franska fé- lagið Olympique Marseille í und- anúrslitum. Alan Shearer skoraði fyrra mark Newcastle á níundu mínútu eftir hornspyrnu. Laurent Robert sendi boltann að nærstönginni og Shearer var á undan Wilfred Bouma, leikmanni PSV, og skall- aði í mark. PSV jafnaði úr víta- spyrnu á sjöundu mínútu seinni hálfleiks. Frakkinn Olivier Bern- ard braut á Suður-Kóreumannin- um Ji-Sung Park og Spánverjinn Manuel Mejuto dæmdi umsvifa- laust vítaspyrnu. Mateja Kezman skoraði sitt 30. mark á leiktíðinni úr vítaspyrnunni. Gary Speed skoraði sigurmark Newcastle á 66. mínútu og aftur var það hornspyrna Laurent Ro- bert sem gaf markið. Robert sendi boltann inn að markteignum og Speed skallaði í netið. ■ FÓTBOLTI Franska félagið Olympique Marseille sigraði Inter Milan 1-0 í Mílanó í gærkvöld. Marseille sigr- aði einnig 1-0 í fyrri leiknum og er því komið í undanúrslit. Marseille leikur við Newcastle í undanúrslit- um og verður fyrri leikurinn á Englandi. Marseille hefur einu sinni leikið til úrslita í keppninni en fé- lagið tapaði 3-0 fyrir Parma árið 1999. Camel Meriem skoraði eina mark leiksins í gær eftir skyndi- sókn. Meriem fékk boltann á eigin vallarhelmingi brunaði upp völlinn og inn í vítateig Inter og sendi bolt- ann með jörðinni framhjá Francesco Toldo og í mark Inter. ■ SONNY ANDERSON Skoraði fyrra mark Villarreal gegn Celtic og lagði upp það seinna. Villarreal sló Celtic út Villarreal leikur við Valencia í undanúrslitum UEFA-bikarkeppninnar. MERIEM SKORAR Camel Meriem skoraði sigurmark Marseille í Mílanó í gær. UEFA-bikarinn: Marseille vann aftur ALAN SHEARER Skoraði fyrra mark Newcastle. UEFA-bikarkeppnin: Newcastle í undanúrslit VALENCIA Stuðningsmenn Valencia hafa haft ærna ástæðu til að fagna í vikunni. Á sunnudag komst Valencia í efsta sæti spænsku deildarinnar og í undanúrslit UEFA-bikarkeppninnar í gær. UEFA-bikarinn: Öruggur sigur Valencia FABIEN BARTHEZ Hélt markinu hreinu í báðum leikjunum gegn Inter Milan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.