Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 38
30 15. apríl 2004 FIMMTUDAGUR FORD FAIRLANE Ford Fairlane: Hey, look. Write down my number: 555-6321 Got it? Twin Club Girl: Yeah. Wait a minute. 555 is not a real number. They only use that in the movies. Ford Fairlane: No shit, honey. What do you think this is? Real life? - Ford Fairlane uppgötvar að „raunveruleiki“ hans er hálf óraunverulegur í gamanmyndinni The Adventures of Ford Fairlane frá árinu 1990. Myndin var hápunktur ferils Andrew Dice Clay en síðan hefur hann ekki sést mikið á hvíta tjaldinu. Bíófrasinn Mikilvægi heimildarmynda áborð við Lalla Johns, Hlemm og nú Rockville verður seint of- metið hvað svo sem mönnum finnst að öðru leyti um efnistök eða áherslur þeirra kvikmynda- gerðarmanna sem leggja á sig það óeigingjarna starf að gefa „venju- legu fólki“ innsýn í undirheima Reykjavíkur. Í þessum myndum fær fólkið sem heitir einfaldlega „síbrota- menn“ og „góðkunningjar lögregl- unnar“ andlit og segir frá vonum sínum og þrám sem hafa brostið og orðið að engu í brennivínsþoku og eiturlyfjavímu. Rockville gerir þessum mannlega þætti undir- heimana prýðileg skil og það sem er mest um vert er að fíklarnir eiga alltaf einhverja von sem er þeirra haldreipi í batanum sem þeir hafa fundið í skjóli Guð- mundar Jónssonar í Byrginu. Það sem má helst finna að mynd- inni er að Þorsteinn virðist ganga út frá því að áhorfandinn hafi fyrir- fram ákveðna þekkingu á málefn- um Byrgisins og stofnanda þess. Þeir sem hafa ekki fylgst með frétt- um af hremmingum Byrgisins fá því ekki mjög skýra mynd af stöðu mála þó það sé auðvitað öllum ljóst að hún er ekki góð. Þá er ekki gott að átta sig á Guðmundi sjálfum og það hefði að ósekju mátt ganga nær honum með myndavélinni og spurning- um. Annars hef ég lítið út á mynd- ina að setja annað en það að bati minn er ekki meiri en svo að ég pirrast þegar fólk hnígur niður á samkomum innblásið heilögum anda. Þórarinn Þórarinsson Byrgið veitir von Umfjölluntónlist ROCKVILLE Heimildarmynd eftir Þorsteinn Jónsson ■ Frumsýnd á morgun Kviðdómur í klemmu Sögur metsöluhöfundarinsJohns Grisham virðast höfða vel til kvikmyndaframleiðenda í Hollywood enda eru bækur hans oftast mannleg drama um mis- ferli, valdabaráttu eða gruggug ráðabrugg valdamikilla einstak- linga sem svífast einskis. Þekkt- ustu myndirnar eftir bókum hans eru The Firm, A Time to Kill, The Chamber og The Pelican Brief. Eins og alltaf í myndum sem gerðar eru eftir sögum Johns Grisham skartar Runaway Jury þungavigtarleikurum í öllum helstu hlutverkum. Hér leika félagarnir Dustin Hoffman og Gene Hackman saman í fyrsta skipti á ferli þeirra sem sætir tíð- indum vegna þess að þeir eru gamlir vinir. Þeir kynntust í leik- listarskóla í New York og leigðu íbúð saman á þeim tíma sem þeir voru báðir að reyna koma sér á framfæri. Aðrir leikarar í myndinni eru John Cusack sem hefur vaxið í áliti í Hollywood með hverri mynd og breska leikkonan Rachel Weisz sem sló í gegn í The Mummy. Í Runaway Jury segir frá ungri ekkju sem kærir risa fyrirtækja- samsteypu sem hún telur að beri ábyrgð á morði eiginmanns síns og hrindir þannig af stað margra milljón dollara dómsmáli. Hoffman leikur góða lögmanninn sem ætlar sér að vinna málið fyrir hönd ekkjunnar. Til þess að knýja fram sigur í málinu ræður samsteypan til sín Gene Hack- man, vægðarlausan ráðgjafa til þess að hjálpa til við að velja mannskap í kviðdóminn. Hann beitir ýmsum brögðum því hann veit að það skiptir öllu máli fyrir útkomu réttarhaldanna hvernig fólk situr í kviðdómnum. Það feykir svo öllum áætlunum Hackman um koll þegar einn kvið- dómarinn, John Cusack, reynir að ná völdum yfir kviðdómnum og fjárkúga bæði verjendur og sak- sóknara. ■ RUNAWAY JURY Gene Hackman reynir að stjórna valinu í kviðdómnefndina með heljarinnar aðgerðum. Forsetadóttir strýkur Það er engin dans á rósum að veraeinkadóttir forseta Bandaríkj- anna. Því fær söngkonan Mandy Moore að kynnst í myndinni Chasing Liberty. Hún er eins og hver önnur 18 ára stúlka og þráir frelsið til að lifa eðli- legu lífi en getur það ekki vegna þess að starfsmenn Hvíta hússins, lífverðir forsetans og fjölmiðlar fylgjast stöðugt með henni. Ekki bætir úr skák að foreldrar hennar hafa ofverndað hana frá blautu barnsbeini. Hingað til hefur hún ekki einu sinni getað farið á al- mennilegt stefnumót við strák. Það er náttúrlega það versta sem getur komið fyrir allar táningsstelpur. Hvað gerir hún? Strýkur auðvit- að. Flýr land og ferðast til Evrópu þar sem hún kynnist nokkrum sæt- um strákum, lendir í svaðilförum og lærir meira um lífið. Lífverðir hennar elta hana á röndum og vilja koma henni heim, þar sem hún er örugg. Ferðafélagi Mandy veit ekkert hver hún er og hún er smeyk við að segja honum það þar sem hún er auð- vitað fallin fyrir honum og vill að hann læri að meta sig eins og hún er en ekki sem forsetadóttur. Mandy Moore er poppstjarna í Bandaríkjunum en hefur hingað til ekki náð teljandi vinsældum í Evr- ópu. Hún er nýorðin 20 ára og hefur getið af sér gott orð sem leikkona á síðustu misserum. ■ ■ Frumsýnd á morgun CHASING LIBERTY Dóttir forsetans lærir að siðmenningin endar ekki við landamæri Bandaríkjanna. Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags verður haldinn þriðjudaginn 20. apríl 2004 í Kiwanis- húsinu, Engjateig 11 og hefst kl. 20.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu félags- ins frá og með þriðjudeginum 13. apríl 2004. Félagar fjölmennum Stjórn Eflingar-stéttarfélags Stendur með þér!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.