Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Barnið í sjálfum sér SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Það er stundum svolítið erfittað vita nákvæmlega hver maður er. Til þess að átta sig á því er gott að vera hluti af heild og hlusta á aðra en ekki bara sína eigin rödd. Svo er líka ágætt að kynna sér hvernig aðr- ir hafa það og ekki bara fljúgast á við ímyndaða óvini í gamla barnaherberginu sínu. ÞAÐ ÞYKIR góður eiginleiki að varðveita barnið í sjálfum sér. En það er svolítið vafasam- ur eiginleiki að útiloka víðsýnina af ótta við að eyðileggja þetta ágæta barn sem viðkomandi ríg- heldur í. Það er ekki gott að vera álitinn barnalegur og ekki er nú gott að vera kellingarlegur. Þess vegna segir það sig sjálft að það er alveg út í hött að vera að ráða kellingar í störf sem rétt ættaðir menn passa betur í. Hverjum datt til dæmis til hugar að láta konur fara að taka meirapróf? Konur sem eru öruggari bílstjór- ar bara af því þær eru svo kell- ingarlegar í umferðinni? AÐ BERJAST fyrir réttlæti er greinilega orðið tímaskekkja. Hér hittumst við í fínu fötunum okkar og smjörið drýpur af hverju strái og af því þetta er allt svo þægilegt nennum við ekki að taka þátt í neinu sem getur skapað einhverja ólgu. Sem getur kannski orðið til þess að við fáum ekki lengur að vinna þá vinnu sem okkur langar til. Sem getur kannski orðið til þess að við fáum ekki að nota þau orð sem brenna á vörum okkar, vegna þess að þau eru ekki þeim þóknanleg sem tíðarandanum stjórnar. Er tíðarandinn kannski bara til í flöskunni hjá Alladín? Eða rólar hann sér frjáls óháður mannfólkinu, eins og krakkarnir sögðu í gamla daga, það er heilarandi í rólunni? MAMMA ER alveg öruggt að ég er manneskja? spurði litla stúlkan mömmu sína. Já, já, auð- vitað, svaraði mamman og hélt áfram að skafa happaþrennur. Hvernig veit ég það, hélt sú stutta áfram. Vegna þess að þú kannt að spyrja, svaraði mamma hennar. ■ Bakþankar ELÍSABETAR BREKKAN Reiðskólinn Hrauni Fyrir 10-15 ára. Grímsnesi S: 897-1992 www.mmedia.is/hrauniTVEIR fyrir EINN á Rauða Ljóninu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.