Fréttablaðið - 18.04.2004, Side 1

Fréttablaðið - 18.04.2004, Side 1
▲ „Það er alltaf jafn gaman að vinna,“ segir Hannes Hlífar Stefánsson, nýbak- aður Íslandsmeist- ari í skák. „En auð- vitað fannst mér mun merkilegra að vinna þennan titil í fyrsta skipti heldur en í sjötta sinn.“ Alltaf gaman að vinna SÍÐA 20SÍÐUR 26 og 27 ▲ Golfsprengja á Íslandi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 36 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 30 Sjónvarp 34 SUNNUDAGUR ÍBV Á MÓTI HAUKUM Einn leikur verður í úrslitakeppni í RE/MAX-deild karla í dag. ÍBV tekur á móti Haukum klukkan 16.15. Með sigri geta Haukar tryggt sér sæti í undanúrslitum. Sigri ÍBV verður oddaleikur. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 18. apríl 2004 – 105. tölublað – 4. árgangur LÖGREGLAN „Ég hef aldrei lent í öðru eins og hélt satt best að segja að þetta væri grín. Við vorum tíu eða tólf í rólegheitasamkvæmi þegar fimm til sex vopnaðir vík- ingasveitarmenn spörkuðu upp hurðinni og handtóku alla sem voru í samkvæminu,“ segir Gylfi Hrafn Helgason en hann var einn gesta í samkvæmi sem haldið var í austurhluta Reykjavíkur um miðnætti á föstudagskvöld. Gylfi segir alla veislugesti hafa verið flutta á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Öllum nema honum og þremur félögum hans var sleppt um fjögurleytið um nóttina. Þeim fjórum sem ekki fengu að fara um nóttina var ekki sleppt fyrr en eftir yfirheyrslur klukkan þrjú í gærdag. Hann segir sérsveitarmennina hafa skrifað niður númer allra raftækja í íbúðinni og aukinheldur tekið nokk- ur þeirra og haft á brott með sér. Þá segir hann einn félaga sinn hafa meiðst í andliti og bera þess merki. Þrír vinir Gylfa eru nýfluttir að heiman og leigja íbúðina saman. Þau sem voru handtekin eru öll ung, frá átján ára til 21 árs. Lögreglan segist hafa talið nauðsynlegt að kalla til sérsveit- ina og ryðjast inn í samkvæmið vegna upplýsinga sem hún hafði. Við húsleitina fannst lítil- ræði af fíkniefnum, sennilega kannabis og amfetamín. Auk þess fannst eitthvað af þýfi í íbúðinni. hrs@frettabladid.is Gríðarleg aukning hefur verið í golfiðkun á Íslandi síðustu ár. Framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands segir þörf á fleiri golfvöllum til þess að mæta eftirspurn. Golfiðkendum hefur fjölgað um helming á tíu árum. SÍÐUR 24–25 ▲ Vopnuð víkingasveit ruddist inn á heimili Gylfi Hrafn Helgason hélt að um grín væri að ræða þegar vopnaðir lögreglumenn birtust skyndilega í samkvæmi í heimahúsi og handtóku alla gestina. Hann segir samkvæmið hafa verið með rólegasta móti. Húsráðandi var í annarri íbúð í sama húsi. Guðbergur Bergsson: Alltaf einn SUNNUDAGSVIÐTAL „Mér hefur aldrei fundist ég utangarðs. En ég hef heldur ekki verið innangarðs í neinu,“ segir G u ð b e r g u r Bergsson rithöf- undur í viðtali um nýfengin bók- menntaverðlaun og fleira. „Mér finnst alveg sjálf- sagt að vera einn með sjálfum mér. Ég hef verið það síðan ég var barn.“ Nánar á síðum 22 og 23 VÍÐA HVASST NÚ Í MORGUN- SÁRIÐ En það dregur úr vindi eftir hádegi víðast hvar. Úrkomulaust í borginni en víða slydda eða rigning fyrir norðan og austan. Er að hlýna. Sjá síðu 6 DÝRASTI BÍLL LANDSINS Íslendingur hefur keypt bíl af gerðinni Porsche Carrera GT sem metinn er á 64 milljónir króna. Bíllinn kom til landsins í gær en hann verður til sýnis hjá Porsche-umboðinu áður en hann verður fluttur aftur út. Aðeins 350 eintök eru framleidd af slíkum bílum, sem eru 3,8 sekúndur upp í hundraðið og ná allt að 330 kílómetra hraða. LEIÐTOGI HAMAS MYRTUR Hamas- leiðtoginn Adel Aziz Rantisi lést þegar flug- skeyti sem skotið var úr þyrlu ísraelska hersins hæfði bíl hans. Rantisi tilheyrði hin- um herskáa armi Hamas. Sjá síðu 2 ÓSÁTTIR HJÚKRUNARFRÆÐING- AR Talsmaður hjúkrunarfræðinga segir þá lækka töluvert í launum vegna breytinga á vaktakerfi. Alls 25 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp. Sjá síðu 2 MILLJÓNA STARFSLOKASAMN- INGUR Fyrrverandi skólastjóri í Mýrar- húsaskóla hefur gert starfslokasamning. Fellur frá jafnréttisákæru en fær laun í 23 mánuði í stað tólf. Sjá síðu 4 SAMIÐ UM SÖLU RAFORKU Um átta hundruð störf skapast vegna fram- kvæmda sem nú hefjast vegna stækkunar Norðuráls. Samið hefur verið um sölu á raf- orku til álversins. Sjá síðu 6 Fjölþjóðleg listahátíð Það styttist í Listahátíð. Um 100 íslenskir lista- menn og um 200 er- lendir koma fram á há- tíðinni. Þeir koma frá öllum heimshornum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GUÐBERGUR BERGSSON Hefur verið einn með sjálfum sér frá barnsaldri. Úrslitakeppnin: Valur áfram HANDBOLTI Valur og KA tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum RE/MAX-deildar karla í hand- knattleik. Valur lagði FH, 35-29, á Hlíðarenda og KA-menn unnu Framara, 34-30, á Akureyri en báðir þessir leikir voru oddaleikir. Valur mætir ÍR í undanúrslitum en KA fær sigurvegarana úr viðureign Hauka og ÍBV. Nánar á síðum 30 og 31

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.