Fréttablaðið - 18.04.2004, Page 2

Fréttablaðið - 18.04.2004, Page 2
2 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR ,,Já - öllu rafmagni getur fylgt stuð og við ætlum að framleiða mikið rafmagn.“ Ellert Eiríksson, stjórnarformaður Hitaveitu Suður- nesja, undirritaði samninga um raforkusölu til stækkaðs álvers Norðuráls í Svartsengi í gær- morgun. Spurningdagsins Ellert, var stuð í Svartsengi? Tapa tugum þúsunda á breyttu vaktakerfi Talsmaður hjúkrunarfræðinga segir þá lækka töluvert í launum vegna breytinga á vaktakerfi. Tuttugu og tveir hjúkrunarfræðingar á skurðdeild Landspítalans við Hringbraut munu hætta störfum um næstu mánaðamót. Uppsagnirnar hafa áhrif á starfsemi deildarinnar. UPPSAGNIR Um næstu mánaðamót munu 22 af 25 hjúkrunarfræðing- um á skurðstofu Landspítala - há- skólasjúkrahúss við Hringbraut hætta störfum vegna óánægju með nýtt vakta- fyrirkomulag. Þá hafa þrír hjúkrunarfræð- ingar af fimm á g ö n g u d e i l d barna- og ung- lingageðdeildar, BUGL, sagt upp störfum af sömu ástæðum og mun uppsögn þeirra taka gildi 30. júní. „Við viljum halda vaktafyrir- komulaginu eins og það var og í þau laun sem við höfum verið með,“ segir Elín Ýrr Halldórsdótt- ir, talsmaður hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar á skurð- stofu fengu bréf í byrjun febrúar þar sem þeim var tilkynnt um fyrir- hugaðar breytingar. Þeir vildu ekki ganga að breytingunum og því hafa þeir sagt upp störfum. Elín Ýrr seg- ir að jafn mikil vinna felist í nýja vaktafyrirkomulaginu en launin séu minni. „Breytingarnar muna okkur töluverðu í launum – jafnvel tugum þúsunda,“ segir Elín Ýrr. Helga Kristín Einarsdóttir, sviðstjóri hjúkrunar á skurðstofu- sviði Landspítala – háskólasjúkra- húss, segir að breytingarnar séu hluti af sameiningu spítalanna í Fossvogi og við Hringbraut og verið sé að samræma vaktir þeirra á milli. Fari svo að hjúkrunarfræðing- arnir hætti mun það hafa talsverð áhrif á starfsemi skurðdeildar við Hringbraut en þar eru allar hjarta- skurðlækningar framkvæmdar. Að sögn Helgu Kristínar verður bráðastarfsemi haldið úti en komi til aðgerða verði sumarlokunum flýtt um mánuð og skurðstofum fækkað úr átján í ellefu þann 1. maí. „Þá er spurning hvort við för- um alfarið í bráðaþjónustu,“ segir Helga Kristín. Hjúkrunarforstjóri mun eiga fund með sviðstjóra og hjúkrunar- fræðingum í dag þar sem farið verður yfir málið. kristjan@frettabladid.is Flugskeytaárás á Gaza-ströndinni: Ísraelar myrða leiðtoga Hamas PALESTÍNA, AP Leiðtogi Hamas-sam- takanna, Adel Aziz Rantisi, lést þegar flugskeyti sem skotið var úr þyrlu ísraelska hersins hæfði bíl hans. Þar með hefur ísraelski herinn á skömmum tíma ráðið af dögum tvo af helstu leiðtogum samtak- anna því í síðasta mánuði myrti herinn Ahmed Yassin, trúarleið- toga og stofnanda Hamas. Yassin var einnig myrtur í flugskeyta- árás. Bíll Rantisis var á vegi skammt frá heimili hans á Gaza-ströndinni þegar flugskeytið hæfði hann. Sonur Rantisis og lífvörður hans létust einnig í árásinni og fimm vegfarendur slösuðust. Skömmu eftir að ljóst var að Rantisi hefði látist streymdi fólk út á götur og hrópaði slagorð þar sem hótað var að hefna morðsins. Rantisi tilheyrði hinum her- skáa armi samtakanna sem ávallt hefur neitað öllum málamiðlun- um og samningum við Ísraela. Hann lýsti því oft yfir að hann vildi tortíma gyðingaríkinu. Ísraelski herinn hafði áður reynt að ráða Rantisi af dögum. Í júní í fyrra var gerð flugskeyta- árás á bíl hans en Rantisi slapp. Hamas svaraði þeirri árás með sjálfsmorðsárás í Jerúsalem þar sem sextán Ísraelar létu lífið. ■ Verslunarfólk: Fundað með ríkissátta- semjara KJARAMÁL Samninganefndir á veg- um Landssambands verslunar- manna og Verslunarfélags Reykjavíkur sátu með ríkissátta- semjara, Ásmundi Stefánssyni, í gær en samningar þessara félaga við Samtök atvinnulífsins hafa ekki gengið snurðulaust og reynir sáttasemjari að miðla málum. Aðrir sem þurfa aðstoð frá sáttasemjara eru kennarar í Fé- lagi íslenskra grunnskólakennara en þeir funda á morgun um sín mál. ■ Ísraelskur hermaður myrtur: Mótmæli í Palestínu PALESTÍNA, AP Þúsundir Palestínu- manna fóru í árlega mótmæla- göngu á Gaza-ströndinni og Vest- urbakkanum þar sem því var hót- að að ef palest- ínskum föngum í haldi ísraelskra stjórnvalda yrði ekki sleppt yrðu ísraelskir her- menn teknir í gíslingu. Mótmælend- ur fordæmdu einnig stuðning Bandaríkjamanna við stefnu ísraelskra stjórnvalda en George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur viðurkennt að Ísra- elar eigi tilkall til hluta af her- teknu svæðunum á Vesturbakkan- um. Um sjö þúsund Palestínumenn eru í haldi ísraelskra stjórnvalda. Ísraelskur hermaður lést á landamærastöð við Gaza-strönd- ina eftir að Palestínumaður hafði sprengt sig í loft upp. ■ FALLUJAH, ÍRAK, AP Bandarískir emb- ættismenn hittu í gær íraska starfs- bræður sína og ræddu ástandið í borginni Fallujah. Þetta er annar dagurinn í röð sem embættismenn- irnir ræðast við í von um að friður komist á. Bandarískir hermenn létu einnig eftir brú sem liggur að aðal- spítala borgarinnar. Á sama tíma sögðust bandarískir herforingjar ætla að virða ósk sjía- klerka um að ráðast ekki af fullum krafti inn í hina helgu borg Najaf. Þeir segjast samt vera að missa þol- inmæðina gagnvart vopnuðum sveitum sem styðja við bakið á sjíaklerkum sem eru andvígir Bandaríkjunum. Þrír menn féllu þegar heimamenn og hernámsliðar skiptust á skotum í Najaf í gær. Tveir heimamenn féllu í valinn og einn hernámsliða. Ekki er vitað hvert þjóðerni hans var en talið að hann hafi verið bandarískur. ■ Jeppi sökk í Álftarvatni: Fullir yfir land og vötn LÖGREGLAN Tveir ungir menn sátu uppi á toppi jeppabifreiðar í Álftarvatni í Grímsnesi aðfara- nótt laugardags þegar lögreglan á Selfossi kom að þeim. Báðir voru þeir ölvaðir og höfðu verið að keyra utan vegar og í vatninu, sem endaði með að jeppinn sökk í vatnið. Mennirnir voru látnir gista fangageymslur um nóttina og voru yfirheyrðir í gær til að finna út hvor þeirra ók bílnum. Þá voru tveir aðrir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur. Annar þeirra hafði farið of snemma af stað eft- ir drykkju kvöldið áður. ■ GAZA-STRÖNDIN Mótmælendur for- dæmdu stuðning Bandaríkjamanna við stefnu íraelskra stjórnvalda. RANTISI SYRGÐUR Fjöldi manna syrgði Rantisi við sundur- skotinn bíl hans. KEMUR Í FRIÐI Ung írösk stúlka veifaði hvítum fána þegar hún kom að máli við bandaríska hernámsliðið í Fallujah í gær ásamt tug samborgara sinna. Fólkið bað um vatn, mat og aðrar nauðsynj- ar en ástandið í borginni er afar slæmt. ELÍN ÝRR HALLDÓRSDÓTTIR Hún segir að með nýju vaktafyrirkomulagi muni laun hjúkrunarfræðinga lækka mikið. FRÁ LANDSPÍTALANUM Fari svo að uppsagnir hjúkrunarfræðinga gangi eftir mun það hafa töluverð áhrif á skurðdeild Landspítala. „ Breyting- arnar muna okkur tölu- verðu í laun- um – jafnvel tugum þús- unda. Embættismenn hittast í Fallujah: Reynt að semja um frið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.