Fréttablaðið - 18.04.2004, Side 4

Fréttablaðið - 18.04.2004, Side 4
4 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR Ertu fylgjandi gerð jarðgangna milli lands og Eyja? Spurning dagsins í dag: Á að semja við uppreisnarmenn í Írak? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 64% 36% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ÍRAK, AP Íraskir uppreisnarmenn slepptu tveimur japönskum gísl- um í gær. Mikil fagnaðarlæti urðu í Japan þegar þarlend stjórnvöld tilkynntu að mönnunum sem eru 30 og 36 ára hefði verið sleppt. Þeir sögðu að mannræningj- arnir hefðu farið vel með þá. Í fyrradag slepptu uppreisnarmenn þremur japönskum ríkisborgur- um, sem verið höfðu í gíslingu í rúma viku. Arabíska sjónvarpsstöðin Al- Jazeera sýndi í gær myndir af bandarískum hermanni sem er í gíslingu hjá uppreisnarmönnum. Hins tvítuga Keiths Matthews Maupin hafði verið saknað síðan 9. apríl þegar ráðist var á bílalest sem hann var í. Sjö bandarískra verktaka sem einnig voru í bíla- lestinni er enn saknað. Einn mannræningja sem sáust alvopn- aðir með Maupin í sjónvarpinu las yfirlýsingu. Hann sagði að Maup- in væri við góða heilsu og honum yrði ekki sleppt fyrr en nokkrum íröskum föngum sem væru í haldi bandaríska hersins yrði sleppt. Í fyrradag var tilkynnt að einn danskur og einn bandarískur kaup- sýslumaður væru í gíslingu. Ekki er vitað um örlög þeirra. Á þriðja tug erlendra ríkisborgara er enn saknað í Írak og er talið að þeir séu í haldi uppreisnarmanna. ■ SKÓLAMÁL Fríða Regína Höskulds- dóttir, fyrrverandi skólastjóri í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, fær greidd laun í 23 mánuði í stað tólf samkvæmt starfslokasamn- ingi sem hún skrifaði undir á föstudag. Sam- kvæmt samn- ingnum mun Fríða Regína draga til baka jafnréttisákæru og heitir því jafnframt að ekki verði um frek- ari eftirmála að ræða. „Markmið meirihlutans í bæj- arstjórn hefur aldrei verið að ná fram sparnaði og það eru engin fagleg rök að baki sameiningu skólanna,“ segir Guðrún Helga Brynleifsdóttir, oddviti Neslist- ans, sem er í minnihluta bæjar- stjórnar. „Bæjarstjórinn er að borga sig út úr vandræðum með samningnum.“ Meirihluti sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi ákvað á síðasta ári að sameina Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Sigfús Grét- arsson var ráðinn skólastjóri en Regína sótti einnig um starfið. Hún taldi ráðninguna vera brot á jafnréttislögum og hugðist leita réttar síns. Áður hafði hún lagt fram jafnréttiskæru þar sem hún taldi að sér væri mis- munað við yfirvinnu. Sam- kvæmt starfslokasamningnum mun hún draga þá kæru til baka. Sameining skólanna tekur gildi þann 1. ágúst og hefði Fríða Regína átt rétt á launum í tólf mánuði frá þeim tíma. Hún fær hins vegar greidd laun í 23 mánuði frá og með föstudegin- um. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru laun og launatengd gjöld Fríðu Regínu um 500 þúsund krónur á mánuði. „Hún fær því um fjórar milljón- ir aukalega í laun,“ segir Guð- rún Helga. Jónmundur Guðmarsson bæj- arstjóri telur að starfsloka- samningurinn sé í alla staði eðli- legur og að allir geti vel við unað. Spurður um lengd samn- ingsins sagði hann að tólf mán- uðir séu lágmarksréttindi. Að öðru leyti taldi hann sér ekki stætt að tjá sig um samninginn. Fríða Regína vildi ekki tjá sig um málið í gær þegar Frétta- blaðið leitaði til hennar. kristjan@frettabladid.is TVEIR LÖGREGLUMENN LÉTUST Lögreglumaður Sameinuðu þjóðanna stendur við lík annars lögreglumannsins sem lést í skotárásinni í Mitrovica. Mitrovica í Kosovo: Lögreglu- menn létust í skotárás KOSOVO, AP Tveir lögreglumenn frá Sameinuðu þjóðunum létust og fimm særðust í skotárás á fangelsi í Norður-Kosovo í gær. Fregnir herma að bandarísk lögreglukona hafi verið önnur þeirra sem létu lífið en Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki staðfest þjóð- erni hinna látnu. Árásirnar voru í bænum Mitrovica en ekki liggur ljóst fyrir hverjar ástæður hennar voru en átök á milli Serba og Albana voru á svipuðum slóðum í mars. Talsmað- ur Sameinuðu þjóðanna segir hins vegar að hvorki Serbar né Albanar hafi átt þátt í árásinni. Tilgátur hafa verið um að skotárásin hafi verið vegna deilna á milli lögreglu- mannanna sjálfra en það hefur ekki enn fengist staðfest hjá Sam- einuðu þjóðunum. ■ MÚSLÍMARÍKI BOÐUÐ Á SKYNDI- FUND Yfirvöld í Malasíu hafa boð- að utanríkisráðherra tólf múslíma- ríkja á skyndifund 22. apríl til að ræða deilur Ísraela og Palestínu- manna og ástandið í Írak. Fundur- inn átti að fara fram 4. maí en hon- um var flýtt vegna stuðningsyfir- lýsingar Bandaríkjaforseta við áform Ariels Sharon um brotthvarf frá Gaza-ströndinni. Í HALDI UPPREISNARMANNA Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í gær myndir af bandarískum hermanni í gísl- ingu íraskra uppreisnarmanna. Bandarískur hermaður tekinn í gíslingu: Uppreisnarmenn vilja fangaskipti „Bæjarstjór- inn er að borga sig út úr vandræð- um með samningnum. GUÐRÚN HELGA BRYNLEIFSDÓTTIR Oddviti minnihlutans segir bæjarstjóra vera að kaupa sig út úr vandræðunum. JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Bæjarstjórinn segir samninginn í alla staði eðlilegan. MÝRARHÚSASKÓLI Sigfús Grétarsson verður skólastjóri yfir Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Fær fjórar milljónir króna aukalega Fyrrverandi skólastjóri Mýrarhúsaskóla hefur gert starfslokasamning. Fellur frá jafnréttisákæru en fær laun í 23 mánuði í stað 12. Fær átta mánuði aukalega í laun segir oddviti minnihluta í bæjarstjórn. ■ Asía Ný bók Woodwards veldur usla: Bush var ákveðinn í að fara í stríð við Írak BANDARÍKIN George W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, lagði á ráðin um innrás í Írak í desember 2001 þótt hann segðist opinberlega vera að reyna að semja um frið- samlega lausn. Þetta kemur fram í nýrri bók, Plan of Attack, sem blaðamaðurinn Bob Woodward skrifar og kemur út í vikunni. Í bókinni kemur einnig fram að leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niður- stöðu að ekki væri hægt að velta Saddam Hussein úr sessi nema með stríði og það væri öruggt mál að Írakar ættu gjöreyðingarvopn. Í samtali sem Woodward átti við Bush sagði forsetinn að stríð væri það síðasta sem hann myndi grípa til. Hópur sem Dick Cheney varaforseti fór fyrir lagði hins vegar mjög hart að því við hann að fara í stríð. Samkvæmt bókinni var Bush ákveðinn í því að fara í stríð í byrj- un árs 2003. Hann ákvað hins vegar að fresta því þar til í mars þar sem stjórn Tonys Blair, forsætisráð- herra Bretlands, gæti fallið vegna stuðnings hennar við stríðið. ■ BOB WOODWARD Samkvæmt bók Woodwards, Áætlun um stríð, ræðast Colin Powell utanríkisráð- herra og Dick Cheney varaforseti varla við. Powell vildi reyna friðsamlega lausn í Íraksmálinu en Cheney var á öndverðum meiði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.