Fréttablaðið - 18.04.2004, Side 6

Fréttablaðið - 18.04.2004, Side 6
6 18. apríl 2004 SUNNUDAGURVeistusvarið? 1Hvað heitir nýr forsætisráðherraSpánar? 2Hvað er áætlað að jarðgöng til Vest-mannaeyja kosti? 3Hvað skoraði knattspyrnumaðurinnThierry Henry mörg mörk gegn Leeds? Svörin eru á bls. 39 ALÞINGI „Mér vitanlega liggur ekk- ert fyrir um það hvort tækni- frjóvgunardeild Landspítalans verður lokað í sumar,“ segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra en allir þrír læknar deildarinnar hafa sagt starfi sínu lausu, með þriggja mánaða fyrirvara, og stefna að því að hefja einkarekst- ur utan spítalans í haust. Sérfræðingarnir hafa sótt um starfsleyfi fyrir einkarekstur og hefur heilbrigðisráðuneytið haft það til umfjöllunar í nokkurn tíma. Heilbrigðisráðherra segir að hingað til hafi ekki þótt tíma- bært að veita starfsleyfið. „Það verður væntanlega aftur farið yfir þetta mál þegar nefnd, sem skipuð var til að skilgreina hlutverk spítalans, hefur skilað af sér. En að svo stöddu liggur starfsleyfið ekki fyrir,“ segir Jón. Mörg hundruð aðgerðir eru framkvæmdar árlega á tækni- frjóvgunardeildinni en færri komast að en vilja og eru biðlistar langir. Læknadeild Háskóla Ís- lands og Tilvera, samtök þeirra sem hafa nýtt sér þessa þjónustu, hafa verið andvíg því að þjónust- an fari út af spítalanum. „Við getum ekki litið framhjá því að vilji sérfræðinganna stendur til þess að hefja einka- rekstur,“ segir ráðherrann. ■ Virkjanaframkvæmdir fara nú þegar af stað Búið er að undirrita samninga um sölu á raforku vegna stækkunar Norður- áls. Framkvæmdir hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja fara á fullt skrið. Um átta hundruð störf skapast vegna framkvæmdanna. STÓRIÐJA Fulltrúar Norðuráls, Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja undirrituðu í gærmorgun samn- ing um raforkusölu til stækkaðs ál- vers Norðuráls á Grundartanga. Til stendur að tvöfalda afkastagetu ál- versins og mun það afkasta 180 þús- und tonnum eftir framkvæmdirnar. Orkuveita Reykjavíkur mun byggja gufuaflsvirkjun á Hellisheiði og Hitaveita Suðurnesja á Reykjanesi. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykja- víkur, verða tekjur hvorrar orkuveit- unnar um sig um milljarður króna ár- lega. Hvort fyrirtækið sér um að út- vega um 80 megavött til álversins. Alfreð segir að undirbúningur að framkvæmdum sé þegar hafinn. „Núna strax í næstu viku hefjast framkvæmdir með miklum krafti bæði á Reykjanesi og á Hellisheiði,“ segir Alfreð. Hann segir að umhverf- ismat liggi fyrir vegna beggja virkj- ananna og því sé ekkert framkvæmd- unum til fyrirstöðu. „Þetta er tveggja ára fram- kvæmdatímabil. Virkjun Suðurnesja- manna verður tilbúin í byrjun árs 2006 og okkar virkjun á Hellisheiði verður tilbúin á haustdögum árið 2006. Í millitíðinni mun Orkuveita Reykajvíkur útvega raforku frá Nesjavöllum af því við erum að stækka virkjunina þar úr 90 mega- vöttum í 120,“ segir hann. Um efnahagsleg áhrif fram- kvæmdanna segir Alfreð að um verulega fjárfestingu sé að ræða meðan á framkvæmdunum stendur. Við það bætist að aukin útflutnings- verðmæti vegna stækkunarinnar nema um tólf milljörðum króna ár- lega. Um átta hundruð störf verða til á framkvæmdatímanum. Alfreð segir að með hliðsjón af því að atvinnuá- stand í Reykjavík og á Reykjanesi sé ekki nægilega gott hafi framkvæmd- irnar mikil áhrif. „Það má segja að þessi framkvæmd komi á hárréttum tíma og verður mikil vítamínsprauta fyrir atvinnulífið á höfuðborgar- svæðinu enda er um fimmtíu millj- arða króna innspýtingu í efnahags- kerfið að ræða,“ segir Alfreð Þor- steinsson. thkjart@frettabladid.is Mannskæð umferðarslys: Lest rakst á skólabíl ANKARA Að minnsta kosti sjö ung- menni biðu bana þegar lest rakst á skólabíl skammt frá Ankara, höfuð- borg Tyrklands, í gærmorgun. Átta manns slösuðust, þar á meðal bíl- stjóri skólabílsins. Fjölskyldur skóla- barnanna hröðuðu sér á vettvang þeg- ar fregnir bárust af slysinu. Á annan tug manna lést og 28 slösuðust þegar flutningabíll rakst á rútu skammt frá borginni Amasya í norðurhluta Tyrklands í gær. Að sögn lögreglu sofnaði bílstjóri flutn- ingabílsins undir stýri og fór yfir á öfugan vegarhelming. Eldur kvikn- aði í rútunni og flutningabílnum eft- ir áreksturinn. ■ FLAK SKÓLA- BÍLSINS Að minnsta kosti átta skólabörn létu lífið í slysinu. JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra segir að umsókn lækna tæknifrjóvgunardeildar um starfs- leyfi til að bjóða upp á þjónustu utan Landspítalans verði tekin til skoðunar þeg- ar nefnd, sem skipuð var til að skilgreina hlutverk spítalans, hefur skilað af sér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VATæknifrjóvgunarlæknar vilja hefja einkarekstur: Starfsleyfi fyrir tæknifrjóvg- unardeild liggur ekki fyrir STJÓRNARFOR- MENN SKÁLA Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavík- ur, og Ellert J. Eiríks- son, stjórnarformað- ur Hitaveitu Suður- nesja, takast í hend- ur eftir undirritun í gærmorgun. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna: Framlengir dvöl her- manna WASHINGTON Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hefur ákveðið að framlengja dvöl um 20.000 bandarískra her- manna í Írak um þrjá mánuði að beiðni yfirmanns bandaríska her- námsliðsins, Johns Abizaid. „Stríð ríkir í landinu og við verð- um að gera það sem nauðsynlegt er til að vinna,“ sagði Rumsfeld. „Fá- mennur hópur hryðjuverkamanna fær ekki að ákveða örlög 25 millj- óna Íraka.“ Rumsfeld vísaði á bug fréttum arabískra sjónvarpsstöðva um að hundruð óbreyttra borgara, þar á meðal fjöldi barna, hefðu fallið í að- gerðum bandaríska hersins í Fallu- jah síðustu daga. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.