Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 7
7SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 You make it a Sony Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is Gildir eingöngu fyrir kort frá Símanum. Fæst einnig ólæstur á aðeins 33.995,- Þriggjabanda – 900/1800/1900 GSM 92,5 grömm Innbyggð myndavél Rafhlaða: Li-Poly, Biðtími: allt að 315 klst Taltími: allt að 14 klst GPRS: 4 + 1 (Class 10) Blátannarbúnaður og innrautt tengi 65000 lita TFT skjár, 128 x 160 punktar MMS, EMS, SMS, POP3/IMAP4 tölvupóstur, WAP 2.0, Vit (SIM Toolkit) 2000 kr. út og 3999 kr. á mánuði vaxtalaust 6 mánuði á kreditkort samtals 25.994 kr. Sony Ericsson T630 er ný og endurbætt útgáfa af Sony Ericsson T610 sem var valin besti farsími í heimi á GSM ráðstefnunni í Cannes 2004. Helgartilboð Spánn: Fjórtán drukkna við Kanaríeyjar SPÁNN Spænska landhelgisgæsl- an fann lík fjórtán flóttamanna úti fyrir ströndum Kanaríeyja en fólkið hafði freistað þess að komast þangað frá Afríku. Eitt fórnarlambanna sem gæslan fann var níu mánaða gamalt barn. Telur lögregla fullvíst að fólkið hafi komið frá ýmsum löndum álfunnar en mjög al- gengt er að reynt sé að smygla fólki þessa leið enda stutt frá ströndum Afríku til Kanarí- eyja. ■ LANDBÚNAÐUR Í ályktun aðalfundar Landssambands kúabænda er fagnað þeirri uppstokkun sem nú er í gangi á fagþjónustu landbún- aðarins með stofnun Landbúnað- arháskóla Íslands. Fundinum lauk á Akureyri í gær. Í ályktuninni er lagt til að Hagþjónusta landbúnaðarins verði sameinuð hinni nýju stofn- un og verði þannig kjarni hag- fræðilegs fagstarfs í landbúnaði. Landbúnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á föstudaginn að landbúnaður væri í mikilli þróun og víða væri unnið að nýsköpun og framförum í greininni. Þó biðu ýmis erfið verkefni fram undan sem leysa þyrfti sem fyrst en ráðherra hrósaði kúabændum fyrir skýra stefnumótun til fram- tíðar. Guðni sagði mikinn vilja innan ríkisstjórnarinnar að koma til móts við kúabændur varðandi nýjan mjólkursamning til næstu ára. Jafnframt þyrfti að leita leiða til að lækka kvótaverð sem væri of hátt en ófært væri að láta bændur greiða allt að 35 krónur í vexti og afborganir vegna kvóta- kaupa meðan þeir fengju aðeins 38 krónur í stuðning á hvert kíló mjólkur. ■ Aðalfundur Landssambands kúabænda: Fagna uppstokkun í landbúnaði SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR ETA HANDTEKNIR Franska lögreglan handtók í gær þrjá rafmagns- fræðinga sem grunaðir eru um að hafa búið til sprengjur fyrir ETA, aðskilnaðarhreyfingu Baska. Mennirnir, sem voru handteknir í bænum Chatellerault, höfðu verið eftirlýstir síðan í september 2001. Þeir voru allir vopnaðir skammbyssum og báru fölsuð skilríki. FJÓRIR DÆMDIR VEGNA FLUG- SLYSS Fjórir menn hafa verið fundnir sekir um manndráp og vítavert gáleysi í tengslum við dauða 118 manna þegar tvær flugvélar rákust saman á Linate- flugvelli í Mílanó í október 2001. Hinir dæmdu eru flugumferðar- stjórar og starfsmenn flugmála- stjórnar. Fjórmenningarnir voru dæmdir í sex til átta ára fangelsi. VOLOTSJKOVA Volotsjkova, sem er 169 cm á hæð, vó 50 kíló þegar hún var rekin á sínum tíma. Rekin fyrir að vera af þung: Tapaði skaðabóta- máli MOSKVA, AP Anastasia Volotsj- kova, ballerínan sem rekin var frá Bolshoi-ballettinum í fyrra fyrir að vera of þung, hefur tap- að 70 milljóna króna skaðabóta- máli gegn ballettinum. Volotsjkova, sem var aftur ráðin til starfa hjá ballettinum í nóvember eftir að hafa unnið dómsmál, fór í framhaldinu fram á skaðabætur. Byggði hún skaðabótamálið á því að brott- vikningin hefði haft djúpstæð áhrif á hana persónulega og eyðilagt orðspor hennar sem ballerínu. Dómurinn féllst ekki á þessi rök og er framtíð hennar hjá ballettinum nú í óvissu. Volochkova, sem er 169 cm á hæð, vó 50 kíló þegar hún var rekin á sínum tíma. Rökin fyrir brottvikningunni voru þau að hún væri of þung fyrir með- dansara hennar, sem gæti því ekki lyft henni. ■ KÚARÆKT Bændur vilja gera greinina hagkvæmari en nú er og fagna uppstokkun innan geirans. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.