Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2004, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 18.04.2004, Qupperneq 8
8 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR Líklega rétt hjá Tomma „Þegar upp er staðið þá borð- ar fólk oftast það sem það langar í.“ Tómas Tómasson veitingamaður. Fréttablað- ið, 17. apríl. Skömmustulegur stjóri „Ég skammaðist mín of mikið til að hringja í lögregluna.“ Jón Rúnar Hilmarsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Samfés, um fjárdrátt. DV, 17. apríl. Krulla er stóra ástin „Þetta er þannig íþrótt að þegar þú byrjar geturðu ekki hætt. Krulla er mín stóra ást.“ Willie Arnason, í Gimli í Kanada, um krulluíþróttina. Morgunblaðið, 17. apríl. Orðrétt HEILBRIGÐISMÁL Starfshópur um starfsendurhæfingu, skipaður af heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu, leggur til að komið verði á fót miðstöð starfsendurhæfingar í því skyni að benda fólki á viðeigandi úrræði til að auka líkur á atvinnu- þátttöku. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun hefur öryrkjum metnum með 75 prósent örorku fjölgað jafnt og þétt, úr 4,0 prósent- um árið 1996 í 6,1 prósent árið 2003. Bent er á að ungir öryrkjar séu hlut- fallslega fleiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og ein ástæðan sé líkast til sú að ekki séu í boði nægir möguleikar til starfsendurhæfingar. Starfshópurinn leggur til að rætt verði við hagsmunaaðila um að þeir komi að skipulagningu og fjármögn- un sameiginlegs starfsendurhæfing- arkerfis með miðstöð starfsendur- hæfingar þar sem unnt verði að meta endurhæfingarþörf eða vinnu- færni og vísa í endurhæfingar- úrræði þegar við á. Bent er á að starfsendurhæfing geti orðið til að draga úr langvarandi greiðslu at- vinnuleysisbóta, félagslegrar að- stoðar sveitarfélaga og úr sjúkra- sjóðum stéttarfélaga. ■ Í nokkrum dæmum hafa jafnveltveir eða þrír karlmenn verið saman í að ná sér í fórnarlamb. Virðist sem þeir laumi lyfjum í drykk konunnar á skemmtistað, komi henni svo í heimahús þar sem hún er misnotuð. Oft vaknar konan jafnvel við athafnir sem hún hefði aldrei samþykkt sjálf- viljug og man ekkert frá því er hún var á skemmtistaðnum,“ seg- ir Eyrún Jónsdóttir, umsjónar- hjúkrunarfræðingur á neyðar- móttöku vegna nauðgana á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi. Að sögn Eyrúnar er tíu til fimmtán konum nauðgað árlega eftir að sett hafa verið lyf í drykk þeirra. Erfitt er að sanna að lyf hafi verið notuð því afar sjaldan er leitað lyfja í sýnum. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar er það hve dýr allsherjar lyfjaleit er, en hún kostar fjörutíu þúsund krón- ur. Hin ástæðan er að konur komi of seint á neyðarmóttökuna til þess að greina megi lyfin, en þau skiljast úr líkamanum á einum og hálfum sólarhring. Sýni eru ein- göngu send í allsherjar lyfjaleit ef nauðgunin er kærð. Sjálfsásakanir og reiði einkennandi Sögur fórnarlambanna eru mjög áþekkar, að sögn Eyrúnar. Konurnar hafa oftast verið bún- ar að neyta einhvers áfengis en sjaldnast mikils. Þær segjast flestallar þekkja mörk sín og þær fari aldrei yfir strikið og verði ofurölvi. Þær muni venju- lega allar kringumstæður og myndu aldrei samþykkja að taka þátt í þeim athöfnum sem þær vöknuðu við. Aðspurð segir Eyrún líðan fórn- arlambanna mjög einstaklings- bundna. „Konurnar geta verið í mjög miklu andlegu ójafnvægi, líður oft virkilega illa, gráta mikið og sýna öll hefðbundin áfalls- einkenni. Aðrar geta verið í sæmi- legu jafnvægi og geta sagt frá í samhengi. Þær konur eiga þó ef til vill eftir að upplifa áfallið seinna, enda er það misjafnt milli fólks hvernig það upplifir áfall,“ segir Eyrún. Hún segir það sammerkt með öllum konunum að þær þjá- ist af mikilli vanlíðan, sé mjög misboðið og oft mjög reiðar. „Svo eru sjálfsásak- anir og reiði út í sjálfan sig einkennandi og er það ef til vill öðruvísi í þessum málum en öðr- um nauðgunarmálum. Konurnar reyna oft að kljást við þetta með því að segja „ef ég hefði ekki farið“ og „ef ég hefði ekki gert...“ og svo fram- vegis,“ segir hún. Að sögn Eyrúnar gerist það alltaf í svona málum að fólki líði jafnvel enn verr eftir á. Ekki síst þegar nauðgunarlyf eru not- uð því þá muni konur ekkert frá atburðin- um sjálfum, heldur vakni úr hálfgerðu dái í aðstæðum sem þær hefðu aldrei samþykkt, hvorki allsgáðar né undir áhrifum áfengis. Minnisleysið oft erfiðast „Minnisleysið er oft erfitt fyrir konur því þær spyrja sig „hvað sagði ég, hvað gerði ég“ eða „var eitthvað sem ég tók þátt í sem gæti hafa litið út fyrir að hafa verið af eigin vilja?“. Þær þrá- spyrja sjálfar sig þrátt fyrir að muna ekki einu sinni eftir at- burðinum sjálfum,“ segir Eyrún. Þegar hún er spurð að því hvort þær konur sem er nauðg- að með hjálp lyfja komi ef til vill ekki um leið á neyðarmót- tökuna heldur séu að velta því fyrir sér hvort þær hafi ein- faldlega verið ofurölvi og kenni sér um, segir hún svo vera. Þessi mál séu erfið viðureignar því erfitt reynist að sanna þau. „Flestar konur sem koma á neyðarmóttökuna eftir nauðgun gera það til að leita stuðnings og fá hjálp við að byggja sig upp aftur. Konum finnst það erfið tilhugsun að kæra nauðg- anir, ég tala nú ekki um ef lítið er um sönnunargögn og annað. Þær vita sem er að þessi mál hafa erfitt gengi í gegn um réttarkerfið,“ segir hún. Hún segir aðstæður s e m fórnarlömb nauðgana lenda í, hvort sem þeim hefur verið byrlað lyf eða ekki, oft líkar. „Nauðganir eiga sér oftast stað í heimahúsi geranda, jafn- vel heima hjá einhverjum sem fórnarlömbin þekkja og jafnvel vel. Það sem er ólíkt með lyfja- nauðgunum er þó hið algera minnisleysi þar sem kounur hafa verið á skemmtistöðum og fá þar í glas og hitta einhverja sem jafnvel halda að þeim drykk og annað og síðan vakna þær upp í aðstæðum þar sem þær hafa verið misnotaðar og muna ekkert af því sem gerst hefur þar á milli,“ segir Eyrún. Ekki lyfjaleit nema nauðgun sé kærð Þegar hún er spurð að því hvort ekki sé hægt að leita að tveimur algengustu nauðgunar- lyfjunum, Rohypnol og smjör- sýru, hjá konum sem telja sig hafa verið byrlað lyf segir hún að litlar líkur séu á að lyfið finnist þegar konur komi á neyðarmóttökuna. Flestar konur komi of seint til þess. Hún játar því að hægt sé að greina niðurbrotsefni lyfjanna í blóði innan sjötíu og tveggja klukkustunda, en sú rann- sókn sé of dýr til þess að hún sé gerð nema ætlunin sé að kæra nauðgun- ina. „Því miður höfum við ekki getað sýnt fram á fjölda tilfella þar sem nauðgunar- lyf eru notuð með niðurstöðum úr rann- sóknum. Hins vegar segja málin sína sögu og teljum við því að tilfellin séu milli tíu og fimmtán á ári hverju,“ segir hún. „Það hefur mikið verið fjallað um þessi mál erlendis. Það má í þessu máli eins og öðrum gera ráð fyrir því að fyrst svona hlutir eru stundaðir er- lendis og staðfestir af lögreglu og öðr- um sem vinna við svona mál, geta þeir einnig gerst hér á landi. Það er enginn annar veru- leiki hér en erlend- is,“ segir Eyrún. ■ Saklaus maður dæmdur: Náðaður eftir átján ár NORÐUR-KARÓLÍNA, AP Ríkisstjóri Norður-Karólínu hefur náðað mann sem sat í fangelsi í átján ár fyrir morð sem hann framdi ekki. Maður- inn gæti átt rétt á sem svarar yfir 25 milljónum íslenskra króna í skaðabætur frá hinu opinbera. „Loksins viðurkenna þeir sak- leysi mitt,“ sagði Darryl Hunt þegar sakaruppgjöfin var gefin út. Hunt var dæmdur fyrir að nauðga og myrða konu sem var á leið úr vinn- unni í Raleigh í Norður-Karólínu árið 1984. Honum var sleppt úr fangelsi í desember þegar rannsókn leiddi lögreglu á spor annars manns, sem síðar játaði á sig morðið. ■ DANSKA KONUNGSFJÖLSKYLDAN Margrét Þórhildur Danadrottning veifaði til þegna sinna af svölum Amalienborgar- hallar. Afmæli Margrétar Þórhildar: Þúsundir fögnuðu drottningu KAUPMANNAHÖFN Tugir þúsunda söfnuðust saman fyrir framan Amalienborgarhöll í Kaupmanna- höfn til að fagna 64 ára afmæli Mar- grétar Þórhildar Danadrottningar. Friðrik krónprins og unnusta hans Mary Donaldson stóðu við hlið drottningarinnar þegar hún veifaði til mannfjöldans af svölum hallar- innar. Auk Hinriks prins, eigin- manns Margrétar, stóðu yngri son- ur þeirra Jóakim og kona hans Alex- andra á svölunum ásamt sonum sín- um tveimur, Nikolaj og Felix. Friðrik og Mary munu ganga upp að altarinu í Kaupmannahöfn 14. maí næstkomandi, á afmælisdegi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. ■ TUGIR ÞÚSUNDA FLUTTIR Á BROTT Sjö manns biðu bana þegar eitrað klórefnasamband lak úr verksmiðju í borginni Chongqing í suðvestanverðu Kína. Yfir 150.000 manns hafa verið fluttir á brott frá borginni en verið er að vinna að því að gera klórinn óvirkan með því að sprauta vatni inn í gastank- ana. Tvö hundruð þrjátíu og fjórir létust í gassprengingu í borginni Chongqing í desember í fyrra. Fréttaskýring SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR ■ skrifar um nauðgunarlyf. UNGIR ÖRYRKJAR Eru sagðir hlutfallslega fleiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og ein ástæðan talin sú að ekki séu í boði nægir mögu- leikar til starfsendurhæfingar. Miðstöð starfsendurhæfingar: Eykur líkur á atvinnuþátttöku FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ■ Asía       Lyfjanauðgarar oft tveir eða þrír saman Allt að fimmtán konum er nauðgað árlega eftir að lyf hafa verið sett út í drykk þeirra á skemmti- stað. Nauðgararnir vinna oft tveir eða þrír saman. Algört minnisleysi, sjálfsásakanir og reiði eru sameiginlegar tilfinningar fórnarlambanna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.