Fréttablaðið - 18.04.2004, Page 10

Fréttablaðið - 18.04.2004, Page 10
10 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR Rauðu dagarnir Árin eru misgóð fyrir okkurlaunþegana. Það ber nefnilega misvel í veiði þegar frídagar eru annars vegar. Afstaðið er mesta samfellda frí ársins þegar þrír rauðir dagar raðast upp í kringum helgi og tæpt ár þar til við njótum slíks á ný en páskarnir eru í mars á næsta ári en ekki í apríl eins og nú. Lögbundnir frídagar á hverju ári eru fjórtán, auk þess sem frí skal veitt frá klukkan 13 á að- fangadegi og gamlársdegi. Reyndar má draga tvo daga frá þessari tölu því páskadagur og hvítasunnudagur eru alltaf á sunnudögum sem er frídagur hvort eð er. Aðrir lögbundnir frídagar eru 1. janúar, skírdagur, föstudagur- inn langi, annar í páskum, sumar- dagurinn fyrsti, 1. maí, uppstign- ingardagur, annar í hvítasunnu, 17. júní, frídagur verslunarmanna og 25. og 26. desember, þ.e. jóla- dagur og annar í jólum. En það er ekki sama lögbund- inn frídagur og frídagur. Aldeilis ekki. Þessir lögbundnu frídagar eiga það nefnilega til að lenda á öðrum frídögum, jafnvel öðrum lögbundnum frídögum, og fer þá hið lögbundna frí fyrir lítið. Fimm þessara daga geta lent á helgum, og gera það auðvitað með reglulegu millibili, og það getur meira að segja gerst að einn þess- ara lögbundnu frídaga lendi ofan á öðrum lögbundnum frídegi. Þannig var það síðast árið 2000 þegar sumardaginn fyrsta og skírdag bar upp á sama degi. Árið 2000 var raunar heldur slappt hvað frídaga varðar en þá lentu að auki 1. janúar og 17. júní á laugar- degi. Sama er uppi á teningnum í ár og á næsta ári, frídagarnir eru aðeins níu. Í ár er 1. maí á laugar- degi og jólin, já sjálf jólin, stilla sér pent upp á helgi. Eina lög- boðna fríið í kringum þau verður því eftir hádegi á föstudeginum. Á næsta ári verður 1. janúar svo á laugardegi og 1. maí og jóladagur á sunnudegi. Árið í fyrra var gott í þessu til- liti, hinir lögbundnu frídagar voru allir á virkum dögum, almennir launþegar fengu sumsé frí á þeim öllum. Við þökkum það gangi him- intunglanna. Já, eða einhverju álíka óviðráðanlegu. Það er annars undarlegt að eitthvað skuli heita lögbundinn frídagur sem er svo ekki lög- bundnari frídagur en svo að ef hann lendir á öðrum frídegi, lög- bundnum eða ekki, þá telur hann ekki. Í útlöndum hafa menn haft vit á að haga málum þannig að beri lögbundinn frídag upp á helgi, þá færist fríið fram á næsta virka dag á eftir. Hið lögbundna frí er sumsé frí sama hvernig jörðin snýst. ■ Ef viðbrögð almennings viðákvörðunum sem stjórnmála- menn taka eru mælikvarði á það hvort þær eru réttar eða rangar, blasir við að Björn Bjarnason dósmálaráðherra gerði skyssu þegar hann skipaði Ólaf Börk Þor- valdsson í embætti hæstaréttar- dómara í fyrra- sumar. Breytir þá engu þótt hann telji sig hafa sýnt fram á að ákvörðunin hafi uppfyllt form- leg skilyrði, verið lögmæt, byggð á m á l e f n a l e g u m sjónarmiðum og rökrétt út frá póli- tísku og lögfræðilegu mati á þörf- um Hæstaréttar. Vinsældir og ábyrgð Athyglisvert er að reiði- og hneykslunaraldan sem risið hef- ur vegna málsins verður aðal- lega núna eftir að jafnréttis- nefndin kveður upp úrskurð sinn, en ekki með sama hætti síðsumars í fyrra þegar ráðherr- ann greindi frá ákvörðun sinni. Að vísu heyrðust þá einnig mót- mæli, einkum frá öðrum um- sækjendum en einnig frá þeim sem töldu að frændsemi dómar- ans, sem valinn var, við forsæt- isráðherra hefði ráðið niðurstöð- unni. En það er greinilegt að af- staða fólks nú byggir fyrst og fremst á því að konu hafi verið sýnd rangsleitni. Stundum þurfa stjórnmála- menn, einkum ráðherrar, að ganga fram eins og réttir og slétt- ir embættismenn. Hafa almenn- ingsálit eða skvaldur hinna tal- andi stétta að engu og gera það sem þeir eru sannfærðir um að skylda eða þjóðarhagur bjóði. Slíkt er ekki til vinsælda fallið og getur jafnvel orðið til þess að menn hrekist frá völdum. Þess vegna er oft freistandi fyrir stjórnmálamenn að láta undan kröfum og skoðunum sem njóta hylli á líðandi stund og víkja lang- tímahagsmunum og málefnaleg- um sjónarmiðum til hliðar. Sumir stjórnmálamenn gera hreinlega út á stundargamanið og eru fyrir vikið réttnefndir lýðskrumarar. Kall tímans Ég held að flestir séu sammála um að Björn Bjarnason hafi á stjórnmálaferli sínum leitast við að vera málefnalegur og sem ráð- herra hafi hann ekki hlaupið eftir vindum í þjóðfélaginu hverju sinni. Það er mikill kostur. Samt hefur enginn sagt að sem mennta- málaráðherra hafi hann verið gamaldags eða kerfiskarl, heldur þvert á móti rutt nýjar brautir. Eitt af því sem hann gerði og margir tóku eftir, án þess að hafa kannski um það mörg orð, var að virkja konur í auknum mæli til starfa á vegum menntamálaráðuneytisins og veita þeim ábyrgð og stöður sem jafn hæfir karlar sóttust líka eftir. Eftir því sem ég fylgdist með fannst mér hann velja fólk til starfa út frá tilfinningu fyrir jafn- væginu sem yrði að vera á milli þess sem er formlegt og hins sem tíminn kallar á. Skilningur stjórnmálamanna á þessu jafnvægi og tök á því ráða úrslitum um farsæld þeirra á vett- vangi stjórnmálanna. Það er líklega ekki síst vegna reynslunnar af Birni Bjarnasyni í menntamálaráðuneytinu sem menn eru núna undrandi og hneykslaðir á því að hann hafi ekki nýtt sér tækifæri sem gafst til að skipa eina hæfustu konuna í dóm- arastétt okkar, Hjördísi Hákonar- dóttur, í Hæstarétt. Auðvitað blandast svo inn í þetta alls konar lítilmótlegar pólitískar ástæður, og kannski önnur umdeild mál sem ráðherrann stendur fyrir um þess- ar mundir, en það er nokkuð sem allir stjórnmálamenn verða að búa við og sætta sig við. Það er greinilegt að menn ætl- ast almennt ekki til að ráðherra beiti veitingarvaldi sínu ætíð og eingöngu eftir formlegu mati, þröngum embættislegum sjónar- miðum. Enda má segja að þá hefði ekki verið síður rökrétt fyrir hann að þessu sinni að velja í embættið annan hvorn þeirra tveggja karla sem Hæstiréttur mælti með. Málsvörn ekki vefengd Ástæðulaust er að vefengja málsvörn dómsmálaráðherra og rök hans um málefnaleg sjónar- mið við valið. Ég blæs á þá ásökun að hann hafi gengið fram hjá Hjördísi vegna kynferðis hennar. Og vissulega er það önugt fyrir mann eins og Ólaf Börk Þorvalds- son, sem nýtur almennrar virð- ingar í stétt dómara og lögmanna, að dragast inn í það fár sem skoll- ið hefur á, fyrir það eitt að bera sig eftir starfi sem hann hafði fullan rétt til að sækja um. Um hæfni hans til að gegna því er ekki heldur efast. En þetta breytir ekki hinu að í stórum málum eins og skipun hæstaréttardómara í embætti verður á hverjum tíma að horfa á hin pólitísku eða þjóðfélagslegu sjónarmið í víðum skilningi þeirra hugtaka. Ekki bara hin formlegu eða kerfislegu. Í því sambandi komast stjórnmálamenn ekki hjá því að gæta sérstaklega að jafn- vægi kynjanna í þjóðfélaginu. Ekki út frá einhverri helminga- skiptareglu heldur með réttlæti og kall tímans að leiðarljósi. Emb- ættismaðurinn dómsmálaráðherr- ann má ekki taka völdin af stjórn- málamanninum dómsmálaráð- herranum. Og það skiptir líka máli að stjórnmálamenn virði málefna- lega gagnrýni en láti ekki eins og hún sé öll sprottin af annarlegum hvötum. Lög þarf að endurskoða Þetta mál í heild hefur vakið upp ýmis álitaefni sem skoða verður af alvöru þegar fárið er gengið yfir. Í fyrsta lagi hljóta stjórnmálamenn að axla þá ábyrgð og sýna þann kjark að gera jafnréttislögin skiljanlegri en þau eru í núverandi búningi. Alþingi hefur ítrekað hafnað því að álitsgerðir úrskurðarnefndar um jafnréttismál séu endanlegar þannig að eftir þeim verði að fara. Eru ekki ákveðin skilaboð fólgin í þeirri afstöðu? Jafnvel ákveðinn tvískinnungur? Það eru augljósar þverstæður í lögunum sem þarf að lagfæra, eins og tveir nýgengnir dómar í Hæstarétti hafa sýnt. Koma þarf fram hver er hinn raunverulegi vilji lög- gjafans í þessum efnum. Í öðru lagi er tímabært að velta fyrir sér hvort núverandi háttur á skipun hæstaréttardóm- ara sé eðlilegur. Dómsmálaráð- herra hreyfði því máli í sjón- varpsviðtali í vikunni sem leið. Er – í ljósi sérstöðu Hæstaréttar í þjóðfélaginu – kannski ástæða til að taka þennan kaleik frá ráð- herra og færa Alþingi? Það er hugmynd sem nokkrum sinnum hefur komið til umræðu en ekki hlotið nægilegan hljómgrunn fram að þessu. Sú leið er alls ekki gallalaus en verðskuldar að minnsta kosti rækilega endur- skoðun. ■ Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Smáa letrið BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON ■ skoðar frídagana í almanakinu. Sunnudagsbréf GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ■ skrifar um deiluna um skipun dómara í Hæstarétt. HÆSTIRÉTTUR Í stórum málum eins og skipun hæstaréttardómara í embætti verður á hverjum tíma einnig að horfa á hin pólitísku eða þjóðfélagslegu sjónarmið í víðum skilningi þeirra hugtaka. ■ En það er greinilegt að afstaða fólks nú byggir fyrst og fremst á því að konu hafi verið sýnd rangsleitni. Að skynja kall tímans FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.