Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2004, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 18.04.2004, Qupperneq 13
13SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 UNNUR HREFNA JÓHANNSDÓTTIR Tilnefnd til Íslensku Blaðamannaverðlaun- anna sem veitt verða þann 21. apríl. Til- nefninguna fékk hún fyrir upplýsandi út- tekt í tímaritinu Mannlífi, þar sem ljósi er varpað á þann grimma veruleika sem HIV- smitaðir einstaklingar á Íslandi búa við. Hver? Óþekkti blaðamaðurinn á listanum yfir tilnefnda til blaðamannaverðlaunanna. Hvar? Að vinna á Mannlífi og Vikunni. Hvaðan? Frá Dvergabakka í Breiðholti. Hvað? Ég eyði mestu af frítímanum með besta vini mínum og eiginmanni, Róberti Ró- bertssyni, blaðamanni á Séð og Heyrt, og litla fjörkálfinum okkar, Þorra Hrafni. Önnur áhugamál flokkast undir BBB, þ.e. búðir, bíó og að borða, auk þess sem ég hef sérlega gaman af því að lesa og hitta vini mína og viðhlæjendur. Hvernig? Liggur það ekki í augum uppi? Hvers vegna? Auðvitað vegna þess að það er svo skemmtilegt en ekki hvað? Hvenær? Ég er alltaf að gera það. ■ Persónan MELISSA JOAN HART Leikkonan Melissa Joan Hart, betur kunn íslenskum sjónvarpsáhorfendum sem góða nornin Sabrina, verður 28 ára gömul í dag en hún er fædd árið 1976. Spennandi tímar framundan Þetta var eiginlega ljóst áfimmtudaginn,“ segir Þórunn Sigurðardóttir sem á föstudag var endurráðin sem listrænn stjórn- andi Listahátíðar í Reykjavík til fjögurra ára. „Við skulum vona að þetta sé merki um ánægju með það sem ég hef verið að gera. Það hefur verið mjög gott sam- starf á milli okkar og stjórnarinn- ar og það er mjög góður grund- völlur til að byggja á í svona starfi. Þegar er góður skilningur yfirvalda og stjórnar um hvernig eigi að standa að svona hátíð þá er þetta mjög gaman. Þetta er auð- vitað að mörgu leyti erfitt starf en það er fjölþætt og mjög skemmti- legt. Maður þarf að vera mjög vakandi í þessu starfi því það er í mörg horn að líta. Núna erum við til dæmis að fá 200 erlenda lista- menn auk þess sem verður mikið af innlendum listamönnum. Við erum líka með netsöluna í fyrsta skipti sem er mikið kerfi en hefur gengið mjög vel.“ Hún bætir því þó við að það séu margir sem vilji koma við í Bankastrætinu eins og venjulega, kaupa miða og spjalla svolítið. Í þessu starfi þarf að fylgjast mjög vel með hvað er að gerast í listaheiminum, bæði hérlendis sem erlendis. „Maður þarf að reyna að hafa augun opin. Á nokkrum árum hef ég einnig byggt upp net erlendis og í gegnum það fæ ég líka að vita hvað sé spenn- andi og hvað væri gaman að fá til landsins. Stundum erum við þó að sækja hópa beint heim til sín, eins og leikhópinn frá Tblisi í Georgíu, á meðan aðrir listamenn eru á ferðalagi um heiminn. Sumir hafa skipulagt heimsreisuna út frá Ís- landi, eins og Susana Baca sem er að hefja Evróputúrinn hjá okkur. Það eru miklar breytingar framundan hjá Listahátíð en héð- an af á hún að verða árleg hátíð en ekki haldin annað hvort ár eins og verið hefur. „Listahátíðin verður mismunandi frá ári til árs. Á næsta ári verður hún til dæmis allt öðru vísi en nú, þá verður mikill fókus á myndlist. Árið þar á eftir gæti svo verið eitthvað allt annað. Ég hlakka mikið til að takast á við það verkefni.“ ■ ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR Var endurráðin listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík til fjögurra ára. Afmæli ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR ■ Leiðir Listahátíð í árlega hátíð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.