Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 14
5,7%* – Peningabréf Landsbankans www.li.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun 01.03.2004–31.03.2004 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 42 39 4 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 42 39 4 /2 00 4 Banki allra landsmanna KÍNA KLÆÐIST ARMANI Tískukóngurinn Giorgio Armani kynnti hönnun sína á tískusýningu í Shanghai í Kína. Mikill vöxtur einkennir hagþróun í Kína. Hagvöxtur síðasta árs mældist yfir níu prósent og sífellt fleiri Kínverjar hafa vilja og efni til vestrænnar neyslu. á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r Smæðin er áhyggjuefni hol-lenskra bankamanna. Hein Block, framkvæmdastjóri Sam- taka þeirra, segir frekari samein- ingu í hollenska bankakerfinu nauðsynlega til þess að bankarnir verði í stakk búnir til þess að takast á við samruna í Evrópu. „Ég óttast að gerist það ekki muni hol- lenskir bankar verða fjandsam- legri yfirtöku stórra erlendra banka að bráð.“ Hann segir að vissulega muni frekari sameining hafa áhrif á samkeppni á markaði, en telur vel framkvæmanlegt að setja skilyrði og efla eftirlit til þess að tryggja hagsmuni við- skiptavina bankanna. Þjónustan minnkar Hein Block flutti erindi á aðal- fundi Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja. Hann segir stærð hol- lenskra banka takmarka getu þeir- ra til að þjóna stærstu fyrirtækjun- um. „Stærðin skiptir máli í fjár- málageiranum og miklir peningar í stórviðskiptum sem menn verða af, hafi þeir ekki styrk og stærð til að takast á hendur slík verkefni.“ Hol- lenskir bankar hafa átt í vandræð- um með að innheimta þjónustu- gjöld samsvarandi kostnaði við þjónustuna. Tilraunir til þess að hækka þjónustugjöld hafa farið illa í neytendur og dæmi um að bankar hafi dregið slíkar hækkanir til baka. Block segir afleiðingu þessa þá að bankarnir hafi leitast við að lækka kostnað við hefðbundna þjónustu í stað þess að þróa hana og auka. Block segir hindranir Evr- ópusambandsins gera það að verk- um að nánast sé ómögulegt að kaupa banka milli landa. „Ég óttast að þessi landamæri verði lokuð þangað til lönd eins og Þýskaland og Frakkland hafa umbreytt banka- markaði sínum með stórum banka- samsteypum.“ Hann gerir ráð fyrir því að eftir tíu ár verði þessir bank- ar tvöfalt stærri en stærstu bankar minni Evrópuríkja. Hann telur því brýnt að menn hugi að því að efla og styrkja bankana á heimavelli svo þeir verði ekki gleyptir af ris- unum. Heimilað að sameina stærstu Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans og fráfarandi formaður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir þörf á að stækka bankana. Bankarnir verði að hafa styrk til að fylgja sívaxandi fyrirtækjum í útrás. Hann segir orð Blocks athyglisverð. „Það virðist gilda það sama um öll smærri hag- kerfi Evrópu að þjóðirnar séu að vinna að því að búa til einn eða tvo stóra banka, til þess að mæta Evrópusamrunanum þeg- ar hann kemur. Þess vegna þurfa þjóðir sem eru miklu stærri en við, eins og Holland, Danmörk og Svíþjóð, að leyfa miklu meiri samþjöppun til að efla innlenda banka.“ Fjórir stærstu bankar Hol- lands eru með um 80 prósent af markaðnum. Block telur að heim- ilað verði að sameina stærsta og næststærsta bankann. „Þetta þótti mér mjög athyglisvert,“ segir Halldór. Hver önnur atvinnugrein Hollendingar hafa á undan- förnum árum náð ágætum ár- angri í vexti fjármálafyrirtækja. Halldór segir árangurinn meðal annars liggja í því að þeir líti á banka og fjármálastarfsemi eins og hverja aðra atvinnugrein. „Við þurfum að líta á banka og fjármálastarfsemi sem atvinnu- grein eins og hverja aðra sem skapar störf fyrir hámenntað fólk.“ Hann segir árangur undanfarinna ára sýna að erlend fjármálastarfsemi bankanna skapi fjölmörg störf í greininni innanlands. Fjármálaþjónusta sé því orðin útflutningsgrein. Sem dæmi um þetta má nefna að um helmingur hagnaðar KB banka á síðasta ársfjórðungi 2003 kom af erlendri starfsemi. Halldór seg- ir að í ljósi vaxandi samkeppni og alþjóðavæðingar fjármála- heimsins sé mikilvægt að ís- lenskir bankar og verðbréfa- fyrirtæki búi við jafn góða eða betri löggjöf en nágrannaþjóðir. „Umræðan er allt of mikil um það meðal ýmissa stjórnmála- manna og í annarri opinberri umræðu að þrengja að þessari starfsemi. Það er eins og menn hafi ekki náð að horfa á atvinnu- greinina sömu augum og aðra at- vinnuuppbyggingu í landinu. Menn fagna réttilega nýjum Hærra, hraðar og meira hjá bönkunum Bankarnir vilja stækka og eflast. Mat þeirra er að lítil hagkerfi þurfi sterka banka í vaxandi al- þjóðavæðingu viðskiptalífsins. Hein Block, framkvæmdastjóri Samtaka hollenskra bankamanna, segir þörf á enn frekari sameiningu banka í Hollandi. Halldór J. Kristjánsson, fráfarandi for- maður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir íslenska banka þurfa að stækka og ná stærri sneið af innlendum lánamarkaði. VILJA STÆKKA Halldór J. Kristjánsson, fráfarandi formaður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, telur að ríkið eigi að fara af lánamarkaði. Bankarnir séu í stakk búnir til að taka við íbúðalánum. Íbúðalánin myndu styrkja kjarnastarfsemi bankanna og efla þá til frekari landvinninga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T 37170404 natíska

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.