Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 15
15SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 störfum í stóriðju, ferðaþjón- ustu og hátæknigreinum – allt stuðlar þetta að áhættudreifingu og auknum vexti í samfélaginu. Það verður að líta fjármálastarf- semi sömu augum.“ Hann segir meirihluta nýrra starfa í grein- inni verða til vegna starfsemi erlendis. Útrás byggir á kjarnastarf- semi Nokkur íslensk fyrirtæki hafa vaxið og dafnað á síðustu árum með mikilli útrás. Halldór segir útrásina í flestum tilfell- um hafa byggst í byrjun á inn- lendri kjarnastarfsemi. Sama máli gegni um íslensk fjármála- fyrirtæki. „Við þurfum að efla kjarnastarfsemi íslenskra fjár- málafyrirtækja.“ Hann segir stærsta skrefið í þá átt vera að ríkið dragi sig af lánamarkaði. Hlutur viðskiptabankanna í heildarútlánum er 26 prósent. Erlendir bankar eru með 29 pró- senta hlut, sem skýrist að mestu af lántökum ríkisins, stærri fyrirtækja og sveitarfélaga. Ríkið er svo sjálft með 19 pró- sent af lánamarkaðnum. Þar vegur Íbúðalánasjóður þyngst eða ellefu prósent. Halldór segir íbúðalánin klárlega eiga heima í bankakerfinu eins og tíðkist alls staðar í nágrannalöndunum. „Þegar íbúðalánin eru hjá ríkinu vantar kjarnastarfsemi í banka- kerfið, kjarnastarfsemi sem er hluti af bankastarfsemi allra vestrænna landa.“ Hann segist hafa fullan skilning á pólitískum sjónarmiðum um að almenning- ur hafi góðan aðgang að íbúða- lánum. „En alls staðar í Evrópu þar sem bankarnir lána til íbúðakaupa er þessi aðgangur mjög góður. Það er engin ástæða til þess að ætla annað en að slíkt myndi virka vel hér.“ Hann seg- ir að með því að efla kjarna- starfsemi bankanna styrki menn þessa atvinnugrein. „Það er það sem á að vera markmiðið, en ekki að veita henni ríkis- styrkta og óeðlilega sam- keppni.“ Ótti margra við að bankarnir taki yfir íbúðalánin er að lántak- endur þurfi að borga brúsann. Halldór segir að í stað ríkis- ábyrgðar sé vænlegt að beita skattakerfinu til þess að gera lánin ódýrari fyrir almenning. Hann bendir á að frá því að kerf- inu var komið á hafi raunvextir farið lækkandi og vaxtamunur minnkað verulega. Bankarnir vaxið í takt við aðra Að baki er mikið umbrotaár í íslenskum fjármálaheimi. Einka- væðing bankanna hafði afger- andi áhrif á þróun fjármálalífs- ins og bankar voru gagnrýndir fyrir að fara of geyst í kaupum á fyrirtækjum á markaði. Bank- arnir hafa verið sakaðir um að brytja niður fyrir- tæki sjálfum sér til hagsbóta. Radd- ir hafa verið uppi um að skammtíma- gróði hafi ráðið gerðum bankanna. „Það sem við höfum bent á er að þátttaka bank- anna í umbreytingarverkefnum hefur í langflestum tilvikum stuðlað að sterkari einingum. Umbreyt ingarf járfest ingar bankanna eru háðar eftirliti og tímamörkum. Heildarumfang bankanna í þessari tegund starf- semi er ekki nema um fimm pró- sent.“ Halldór segir umræðuna trúlega spretta af því að bank- arnir hafi verið í færri og stærri verkefnum, en heildarumfangið sé það sama og verið hafi. „Ef við berum saman vöxt bankanna og tíu stærstu fyrirtækja á markaði sjáum við að þrátt fyrir mikinn vöxt í markaðsvirði bankanna á tímabilinu er hann ekki meiri en hjá þessum fyrirtækjum. Bank- arnir hafa því vaxið í takt við at- vinnulífið og það væri mikill skaði ef þeim hefði ekki tekist að vaxa eins og atvinnulífið. Það myndi þýða að atvinnulífið yrði að snúa sér í enn meira mæli en nú er til erlendra banka. Það ber því að fagna því að bankarnir hafa fylgt atvinnulífinu eftir.“ Halldór segir að með því að að- skilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarstarfsemi bank- anna yrðu einingarnar bæði veik- ari og áhættumeiri. Lýst eftir niðurstöðum Neytendasamtakanna Engin lognmolla var á fjár- málamarkaði síðasta árs. Bank- arnir tókust á. Innan Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja eru menn samstíga um hags- munamálin. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir oft skorta á að umræða um fjármálastarfsemi sé upplýst. Meðal þess sem hann nefnir er umræða um þjónustugjöld. „Fram komu í fréttum fullyrðing- ar forystumanna Neytendasam- takanna um að þjónustugjöld hér væru hærri en í öðrum löndum.“ Könnun sem Samtök banka og verðbréfafyrirtækja létu gera sýndi hið gagnstæða. Neytenda- samtökin hafa vísað í könnun sem þau séu með í vinnslu. Guð- jón lýsir eftir niðurstöðum Neyt- endasamtakanna. Bankarán eru víða mikið vandamál og skuggi bankarána hvíldi yfir innlendum fjármála- stofnunum á árinu. Hein Block segir að í verstu hverfunum í borgum Hollands hafi bankar gefist upp á að halda úti útibúum vegna tíðra rána. Halldór segir mikilvægt að taka á öryggismál- um íslenskra banka. „Það sem skiptir okkur auðvitað mestu í því er að tryggja öryggi starfs- manna okkar.“ Halldór hættir nú sem for- maður samtakanna, en situr áfram í stjórn. Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri KB banka, tek- ur nú við formennsku samtak- anna. Samtökin stefna að því að bæta almenna umræðu um við- skipti og fjármál og að tryggja að fjármálastarfsemi sé ekki skor- inn þrengri stakkur en tíðkast í löndunum í kringum okkur. haflidi@frettabladid.is NÝR FORMAÐUR Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, tekur við formennsku í Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja. Verkefni framtíðarinnar er að tryggja að reglur um starfsemi fyrirtækjanna þrengi ekki að starfsemi þeirra umfram það sem gerist í nágrannalöndunum. ÓTTAST YFIRTÖKU Hein Block, framkvæmdastjóri Samtaka hollenskra bankamanna, telur þörf á frekari sameiningu hollenskra banka ef verjast eigi fjand- samlegri yfirtöku evrópskra risabanka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ Raddir hafa verið uppi um að skammtíma- gróði hafi ráðið gerðum bank- anna. HLUTDEILD Á ÍSLENSKUM LÁNAMARKAÐI Í ÁRSLOK 2003 Erlendir bankar 29% Bankakerfið 26% Lífeyrissjóðir 16% Íbúðalánasjóður 11% Lánasjóðir ríkisins 8% Verðbréfasjóðir 5% Tryggingafélög 2% Eignaleigur og kortafyrirtæki 2% Aðrir fjárfestingalánasjóðir 1%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.