Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 16
Hinn 30. júní árið 2000 undirrit-uðu forsvarsmenn tveggja stærstu útgáfufyrirtækja landsins samrunaáætlun. Um var að ræða Vöku - Helgafell annars vegar og Mál og menningu hins vegar. Eign- arhlutur félaganna tveggja var í upphafi jafn í nýja félaginu, sem hlaut nafnið Edda miðlun. Á miss- erunum fyrir sameiningu hafði Vaka - Helgafell styrkt stöðu sína og aukið við reksturinn, meðal annars með kaupum á Iceland Review. Tími tækifæranna Þá keypti Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins, sem síðar var samein- aður Íslandsbanka, helmingshlut í félaginu í mars árið 1999. Í fréttum af þeim kaupum kom fram að bankinn teldi vaxtamöguleika á sviði útgáfu og miðlunar og var stefnt að því að bretya félaginu í al- menningshlutafélag og skrá það á Verðbréfaþing Íslands. Þetta var á þeim tímum þegar fáar hugmyndir þóttu svo fánýtar að ekki tæki því að smíða utan um þær fallegar við- skiptaáætlanir. Lánastofnanir og fjárfestar höfðu fullar hendur fjár og sú stemning ríkti á mörkuðum að hægt væri að reikna sig upp í ofsagróða á nokkurn veginn hvaða viðskiptahugmynd sem er. Slegist var um tækifæri til að dæla pen- ingum í jafnvel hina fráleitustu loftkastala. Raunveruleg verðmæti Í þessu umhverfi var vitaskuld auðvelt að sjá fyrir sér mikla möguleika hjá fyrirtæki á borð við Vöku - Helgafell og Mál og menn- ingu, sem höfðu innan sinna vé- banda stóran hóp hæfileikaríks starfsfólks og listamanna auk út- gáfuréttar á ómetanlegum menn- ingarverðmætum, meðal annars bókum Halldórs Kiljans Laxness. Lykilorðið í umbreytingu út- gáfufyritækja á tímum netvæð- ingar og hátækni var „miðlun“, sem fól í sér að starfsemin yrði víð- feðmari en hefðbundin útgáfu- starfsemi, með sérstaka áherslu á nýja tækni til miðlunar á gögnum og afþreyingarefni. Edda verður til Rúmu ári eftir aðkomu Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins að Vöku - Helgafelli var tilkynnt um samruna félagsins við Mál og menningu, hinn risann í íslensku bókmenntalífi. Fé- lagið hlaut nafnið Edda miðlun og í viðtali við Ólaf Ragnarsson, nýjan stjórnarformann Eddu, og Halldór Guðmundsson, útgáfustjóra félags- ins, í Morgunblaðinu 1. júlí árið 2000 var fjallað um áformaða útrás félagsins á erlendum mörkuðum. „Auk þess eru uppi áform um að Edda muni miðla því íslenska menn- ingar- og upplýsingaefni sem Vaka - Helgafell og Mál og menning eiga um Netið eða með öðrum þeim hætti [sem] ný tækni á hverjum tíma býður upp á,“ sagði í fréttinni. Lítil samlegð Í grein í Morgunblaðinu um fé- lagið 16. september árið 2000 kem- ur fram að þrátt fyrir sameining- una hafi enn ríkt ákveðinn sam- keppnisandi milli deildanna sem áður heyrðu undir móðurfélögin. Þá var stefnt að því að neytendur yrðu sem minnst varir við samein- inguna og litlar breytingar urðu á útgáfunni. „Bæði Vaka - Helgafell og Mál og menning eru reyndar að gefa út kennsluefni í dönsku, bæk- ur og geisladiska og munu halda því áfram,“ er haft eftir Ólafi Ragnarssyni. Um hagræðingu nefndi Halldór sem dæmi að bæði Iceland Review, sem heyrði undir Vöku - Helgafell, og Forlagið, sem heyrði undir Mál og menningu, hafi gefið út ferðamannabækur. „Þær verða áfram gefnar út undir nöfnum þessara tveggja forlaga en við munum ekki fara að gefa út sitt hvora bókina sem báðar eru um sama efni og fyrir sama hóp- inn hvora undir sínu forlagsnafn- inu. Margt af þessu er bara rök- rétt þegar menn fara að leggja það niður fyrir sér,“ er haft eftir Hall- dóri. Það er því óhætt að fullyrða að í upphafi sameiningarinnar hafi lítil áhersla verið lögð á að fella áþekka starsfemi hinna samein- uðu félaga undir sama hatt. Búist var við því að nýmiðlun yrði sífellt stærri þáttur í starfsemi Eddu miðlunar og sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins mikilvægt að til væri öflugt íslenskt útgáfufyrir- tæki, meðal annars til að verjast ásókn erlendra útgáfurisa á ís- lenskan markað, en Halldór og Ólafur sögðust vita til þess að út- sendarar erlendra fyrirtækja væru að velta fyrir sér tækifær- um á íslenska markaðinum. Þungur rekstur Þeir sem kunnugir eru íslenska bókamarkaðinum hafa bent á að rekstur stóru bókaforlaganna hafi ekki aðeins snúist um rekstur held- ur hafi flokkapólitík einnig verið viðkvæmt úrlausnarefni innan fyrirtækjanna. Fljótlega mun hafa komið í ljós að reksturinn stóð ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar við sameining- una og hefur félagið skilað miklu tapi frá sameiningunni. Nýtt hlutafé Í janúar árið 2002 var hlutafé í Eddu miðlun aukið og við það eign- aðist Mál og menning meirihluta í félaginu. Þá var einnig tilkynnt að ekki væri tímabært að skrá félagið á Verðbréfaþing. Um sama leyti hófust þreifingar á milli Máls og menningar og Björgólfs Guðmunds- sonar um að hann kæmi að félaginu. Hinn 25. mars 2002 birtist frétt í Fréttablaðinu þar sem fram kom að Björgólfur íhugaði kaup á hlut í fé- laginu. Þar kom fram að staða fyrir- tækisins væri ekki góð og að Ís- landsbanki, eigandi um fjórðungs- hlutar, væri tregur til frekari fyrir- greiðslu til handa félaginu. Daginn eftir staðfesti Ólafur Ragnarsson, stjórnarformaður Eddu, við Frétta- blaðið að verið væri að undirbúa hlutafjárútboð. Björgólfur til sögunnar Í byrjun apríl 2002 var tilboði Björgólfs Guðmundssonar um kaup á félaginu hafnað. Hinn 24. maí 2002 náðist hins vegar samkomulag um kaup Ólafsfells, félags í eigu Björg- ólfs Guðmundssonar, á nýju hlutafé í félaginu upp á eitt hundrað milljónir. Ólafsfell keypti einnig hlut þeirra sem stóðu að Vöku - Helgafelli við sameininguna; fjölskyldu Ólafs Ragnarssonar og Íslandsbanka. Fé- lag Björgólfs átti eftir þessi við- skipti 68 prósent í Eddu. Um haustið 2002 lögðu forráða- menn Ólafsfells fram greinargerð um stöðu mála í Eddu þegar kaupin áttu sér stað. Samkvæmt mati þeirra var upplýsingum um fjár- hagsstöðu fyrirtækisins verulega ábótavant og mikil óreiða í bók- haldi. Mikil frávik voru á milli þess bráðabirgðauppgjörs sem lá til grundvallar kaupum Ólafsfells í fé- laginu og niðurstöðu samþykkts ársreiknings fyrir árið 2001. Í kjöl- far þessa fór fram endurskoðun á verði hlutarins sem Ólafsfell keypti af Íslandsbanka og við hlutafjár- aukningu var tekið tillit af hálfu Máls og menningar til þessa mis- ræmis. Rekstri gjörbreytt Frá því að nýir eigendur tóku við stjórnartaumum í Eddu hefur rekst- urinn tekið miklum umskiptum. Starfsmönnum hefur fækkað um 75 prósent, úr tvö hundruð niður í fimmtíu, og hefur velta félagsins dregist saman úr 1,7 milljörðum króna í 1,3 milljarða á síðasta ári. Bókabúðir hafa verið seldar frá fyr- irtækinu, tónlistardeild seld, hús- næðisnotkun dregin saman, tíma- ritaútgáfan seld og svokölluð nýmiðlunardeild lögð niður. Þá var útgefnum titlum fækkað verulega. Fram hefur komið að þrátt fyrir þessar aðgerðir sé staða Eddu veik og hefur verið haft eftir Páli Braga Kristjónssyni, núverandi forstjóra, að rekstur fyrirtækisins gangi ekki nema til komi aukin fjármögnun. Hann hefur þó látið hafa eftir sér að framlegð frá rekstri fyrirtækisins, það er afkoma án tillits til fjár- magnsliða, sé að komast í jafnvægi. Þá hefur verið lögð áhersla á skýr- ari markaðssetningu erlendis þar sem stigin verða smá skref en markviss. Enn meira hlutafé Á hluthafafundi sem boðaður hefur verið 23. apríl næstkomandi verður að líkindum tekin ákvörðun um niðurskrift á hluta af hlutafé og útgáfu á nýju hlutafé. Ekki ligg- ur fyrir hvort Mál og menning taki þátt í þeirri hlutafjáraukningu en geri hún það ekki – og Ólafsfell leggi eitt fram nýtt hlutafé – mun Björgólfur Guðmundsson ráða yfir rúmlega níutíu prósentum hluta- fjár. Enn gætu orðið eftirmál af þeirri óreiðu sem sögð er hafa ver- ið á bókhaldi félagsins við kaup Ólafsfells árið 2002 en komið hefur fram að félagið mun óska eftir óháðu mati á þeim. Fram hefur komið hjá stjórn- endum félagsins að nú líti út fyrir að reksturinn geti borið sig. Til þess telja þeir þó að koma þurfi til nýtt fé enda sé félagið of skuld- sett og því þurfi hlutafjáraukning að koma til. thkjart@frettabladid.is 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti Edda enn á tímamótum Þegar Vaka - Helgafell og Mál og menning sameinuðust í Eddu miðlun voru uppi miklar áætlanir um landvinninga erlendis. Nýmiðlun og tónlist bættust við starfsemina. Gríðarlegt tap hefur verið á rekstrinum og nú þarf enn að bæta við hlutafé en reksturinn mun vera kominn í jafnvægi. BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Félagið Ólafsfell, sem er í eigu Björg- ólfs, á nú ríflega 68 prósent í Eddu út- gáfu. Að mati Ólafsfells þarf að skrifa niður núverandi hlutafé og gefa út nýtt til þess að reksturinn geti borið sig en félagið er sligað af skuldum sem stofn- að var til á síðustu árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.