Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 18
18 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR ■ Leitin að Reykjavík HULDAR BREIÐFJÖRÐ flakkar um höfuðborgina. Vor? Þetta byrjaði þannig að égvaknaði við suðandi randa- flugu í gluggakistunni. Þegar ég var búinn að kremja hana og borða morgunmat og kominn út í bíl, tók ég fljótlega eftir að það var nóg að hafa miðstöðina stillta á tvo. Síðan sá ég að það var búið að raða gasgrillunum upp fyrir framan bensínstöðv- arnar. Síðan ók ég framhjá skokkara á stuttbuxum. Síðan var kynnt nýtt lag með Írafári í útvarpinu. Og það var þá sem ég spurði mig, bíddu, er komið vor? Svörður Ég hef alltaf verið frekar óöruggur á hvenær og ekki það er komið vor hér í borginni. Aldrei skilið við hvað er miðað. Hvort það þurfi að nást ákveðin hitatala. Hvort það þurfi að vera logn í tvo daga samfleytt. Eða hvort mæli- kvarðinn sé bara sá að vorið sé komið þegar maður getur borðað ís úti á peysunni. Og yf- irleitt hefur þessi óvissa endað þannig að einhver annar hefur sagt mér að það sé komið vor. Ég þá farið úr úlpunni og tekið niður húfuna. Létt. En við hvað styðjast hinir þegar þeir ákveða að vorið sé nákvæmlega komið? Dagatal? Veðurfréttir? Lóuna? Sam- kvæmt dagatali er sumardagur- inn fyrsti í næstu viku en hins- vegar er ekkert niðurneglt með vorið. Reyndar kemur fram að eitthvað sem heitir vorjafndæg- ur hafi verið 21. mars, en hver veit hvað jafndægur er? Og eigi sumarið að byrja í næstu viku hlýtur eiginlega að vera komið vor. Eða hvað? Er það ekki sifja- spell að hafa vorið inni í sjálfu sumrinu? Ef einhverjir ættu að kunna eitthvað í vorinu, eru það veður- fræðingar. En ég veit það ekki. Eftir öll átökin um rauðu eða hvítu jólin þurfum við örugg- lega að bíða fram í miðjan júlí eftir því að þeir treysti sér til að lýsa yfir vori. Þangað til á það sennilega eftir að vera á „næsta leyti“, „í loftinu“ eða „handan við hornið“. Það er orðið bjartara. Trén eru farin að bruma. Löggurnar eru komnar á mótorhjólin. Það er 18. apríl. En á móti kemur að það er kalt. Það er rok. Að gras- ið er gult. Og það er 18. apríl. Hvort vegur þyngra? Ég veit það ekki heldur. Að gera sér grein fyrir hvenær vor tekur við af vetri í Reykjavík, er eins og að reyna að finna út hvar ná- kvæmlega á landinu skilin eru á milli sunnlenska og norðlenska hreimsins. Þess vegna hringdi ég í mömmu. „Nei, það er ekki komið,“ sagði mamma. „Af hverju ekki?“ „Svörðurinn er ekki búinn að opna sig,“ sagði mamma. „Svörðurinn?“ „Já,“ sagði mamma. „Hvað er svörðurinn?“ „Jörðin, grasrótin,“ sagði mamma. „Hvað, ertu að lesa einhverja bók?“ „Nei?“ sagði mamma. „Af hverju heldurðu það?“ „Þú ert ekki vön að tala svona, svörðurinn.“ „Vertu ekki með þetta,“ sagði mamma. „Þú getur þá kannski sagt mér hvað jafndægur er?“ „Hver veit hvað jafndægur er?“ sagði mamma líka. Nákvæmlega. En svo er það náttúrlega sjálfur vorboðinn ljúfi, lóan. Er hún mætt? Eða ekki? Og getur hún ein og sér verið alger stað- festing á því að komið sé vor? Ég veit það ekki. Hvað ef mað- ur missir af þessari árlegu há- degisfrétt Ríkisútvarpsins um að til hennar hafi sést í ná- grenni við Hornafjörð? Þá er maður væntanlega dæmdur til að ganga um áfram í úlpunni og með húfuna, þar til einhver seg- ir eitthvað, jafnvel alveg fram í miðjan júlí. Eða, hvað er vor? Afstaða Vor er að taka naglana undan bílnum. Vor er segja upp Fjölvarpinu. Vor er að plana frí- ið. Vor er að færa partíið inn úr rigningunni. Vor er að detta í hug að ganga á Esjuna. Og á endanum hefur það sennilega ekkert með veður- fræðinga, dagatöl og fréttir að gera, hvenær komið er vor. Í því samhengi skiptir ekki heldur máli hvort sé 18. apríl eða 18. apríl. Í Reykjavík er vorið ekki eiginleg árstíð. Heldur afstaða til lífsins. Vor er að þrífa loksins bílinn og verða svolítið kalt. Vor er að leita að gönguskónum niðri í geymslu. Vor er að grilla og lenda í því að gaskúturinn klár- ast. Og vor er, spurningin um hvort maður ætlar að syngja með nýja Írafár-laginu, eða ekki. ■ LÓAN „Er hún mætt? Eða ekki? Og getur hún ein og sér verið alger staðfesting á því að komið sé vor? Ég veit það ekki.“ Sigurskáldið, ljóðakeppni Eddu og Fréttablaðsins, stendur nú sem hæst. Fjöldinn allur af ljóðum barst í keppnina eftir um áttatíu skáld, þrjátíu ára og yngri, en aðeins átta komust áfram eftir niðurskurð dómnefndar. Átta liða úrslitin hófust á föstudag. Úrslitaslagurinn fer fram næsta fimmtudag og Sigurskáldið verður krýnt á föstudag, á degi bókarinnar. Fréttablaðið forvitnaðist um hvaða fólk það er sem berst við að halda lífi í ljóðinu sem margir telja að sé dautt. ■ „Í Reykjavík er vorið ekki eig- inleg árstíð. Heldur afstaða til lífsins.“ ATLI BOLLASON Átján ára nemi í MH. Yrkir þú mikið? „Nei, ég geri nú ekkert sérstak- lega mikið af því. En ég set orð niður á blað öðru hvoru.“ Yrkisefni? „Yrkisefnin eru allt sem er að ger- ast í kringum mig. Hvort sem það er gott eða slæmt. Það er eiginlega bara hvað sem er.“ Hvaðan færðu andagift? „Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Ég held að borgin leggi mikið af mörkum. Annars veit ég það ekki. Stundum er eins og andinn komi yfir mig en ég veit ekki hvaðan hann kemur.“ Uppáhaldsljóðskáld? „Ég á mér ekkert uppáhaldsljóð- skáld og hef ekki lesið mikið af kveðskap. Annars líkar mér vel við Matthías Johannessen og Jónas Hallgrímsson.“ Hvaða íslenska ljóð hefðir þú viljað hafa ort? „Ég hefði nú alveg viljað hafa ort Ferðalok Jónasar Hallgrímssonar.“ Er ljóðið dautt? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé alveg sprelllifandi og margt sem er bara hægt að segja í ljóði. Ég held að það verði þannig um ókomna tíð.“ HILDUR LILLIENDAHL 23 ára íslenskunemi. Yrkir þú mikið? „Já, frekar mikið og hef gert frá því ég var unglingur.“ Yrkisefni? „Þau eru aðallega mitt daglega líf og vafstur.“ Hvaðan færðu andagift? „Hún kemur úr öllum áttum; úr bókmenntum, frá fólkinu í lífi mínu, fjölmiðlum og í raun bara úti um allt.“ Uppáhaldsljóðskáld? „Magnús Ásgeirsson.“ Hvaða íslenska ljóð hefðir þú viljað hafa ort? „Ég hefði viljað hafa ort Verka- manninn hans Steins Steinarrs.“ Er ljóðið dautt? „Ljóðið stendur höllum fæti en er vonandi á uppleið eins og sjá má á viðbrögðunum við þessari keppni.“ KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR 23 ára myndlistarnemi. Yrkir þú mikið? „Mér finnst mjög gott að skrifa og því geri ég það oft.“ Yrkisefni? „Það er erfitt að segja. Það er mjög misjafnt, svona eins og maður sjálfur. Það er gott að geta búið til svolítinn sér-sinn- heim og ganga svo út frá hon- um. Hann er breytilegur.“ Hvaðan færðu andagift? „Mér finnst andagift vera áhrif. Orðið „andagift“ er eitthvað svo hrikalega tuggið og þvælt. Ég finn áhrif þegar ég sé til dæmis, les góða bók eða sé myndlistar- sýningu sem mér finnst segja mér eitthvað. Mér finnst mikil- vægt að vera óhrædd við að nýta mér utanaðkomandi áhrif. Síðan má hjartað alveg vera einhvers staðar til staðar líka, helst í fel- um.“ Uppáhaldsljóðskáld? „Steinar Bragi er uppáhaldsskáld- ið mitt.“ Hvaða íslenska ljóð hefðir þú viljað semja? „Mér dettur ekkert ljóð í hug, alla vega ekki sem ég hefði viljað hafa ort. Ég vil bara fá að yrkja mín ljóð sjálf.“ Er ljóðið dautt? „Nei, nei.“ Hvert verður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.