Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 JÓN MAGNÚS ARNARSON 21 árs tónlistarmaður og penni. Yrkir þú mikið? „Já, mjög mikið. Hef gert það af alvöru síðustu 5–6 ár.“ Yrkisefni? „Allt milli himins og jarðar. Hoppa út um hvippinn og hvappinn.“ Hvaðan færðu andagift? „Orsakavaldar og kringumstæð- ur.“ Uppáhaldsljóðskáld? „Saul Williams.“ Hvaða íslenska ljóð hefðir þú viljað hafa ort? „Draum sérhvers manns eftir Stein Steinarr.“ Er ljóðið dautt? „Nei, ég finn hjartslátt í brjóstinu á mér svo ég held ekki.“ KRISTÍN SVAVA TÓMASDÓTTIR 18 ára nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Yrkir þú mikið? „Já, alveg frekar. Hef gert það síð- an í grunnskóla.“ Yrkisefni? „Þau eru misjöfn, allt sem ég hef að segja.“ Hvaðan færðu andagift? „Ég veit það ekki. Hún bara kem- ur.“ Uppáhaldsljóðskáld? „Það er erfitt að segja eitthvað eitt. Einar Már er eitt af mínum uppáhaldsljóðskáldum.“ Hvaða íslenska ljóð hefðir þú viljað hafa ort? „Það er klisjukennt að segja Söknuð en það er samt eitt það flottasta sem ég hef heyrt.“ Er ljóðið dautt? „Nei, ekki svo ég viti. Það er að minnsta kosti ekki dautt í mér.“ BENEDIKT N.A. KETILSSON 29 ára dagskrárgerðarmaður. Yrkir þú mikið? „Við skulum svara því játandi. Ég hef ort frá því ég komst yfir gelgjuskeiðið.“ Yrkisefni? „Yrkisefnin eru víð og breið. En ætli það sé ekki mitt nánasta umhverfi, daglegt líf og amstur. Mikið um ást, konur og samskipti kynjanna.“ Hvaðan færðu andagift? „Hún kemur nú ekkert sérstak- lega yfir mig. Þetta er eins og hver önnur vinna, sest bara niður og byrja.“ Uppáhaldsljóðskáld? „Andri Snær Magnason.“ Hvaða íslenska ljóð hefðir þú viljað hafa ort? „Það er ljóð sem er eftir Meyvant Meyvantsson. Ég man ekki hvað það heitir en höfundur var bif- reiðarstjóri í Reykjavík og samdi það þegar hann var að vinna með loftpressubor.“ Er ljóðið dautt? „Já, ljóðið er steindautt.“ ÓFEIGUR SIGURÐARSON 29 ára námsmaður í Berlín. STEINUNN GUNNLAUGSDÓTTIR Tvítugur fjöllistamaður. Yrkir þú mikið? „Ég hef skrifað niður það sem mér dettur í hug.“ Yrkisefni? „Allt sem er að gerast í mínum haus þá og þegar.“ Hvaðan færðu andagift? „Ég held að það sé ekki hægt að setja sig í einhverjar stellingar og semja. Þetta er frekar þörf til að skapa og koma hlutunum frá sér og til að skilja sjálfan sig og um- hverfið.“ Uppáhaldsljóðskáld? „Una vinkona.“ Hvaða íslenska ljóð hefðir þú viljað hafa ort? „Ég vil ekki yrkja nein önnur ljóð en mín eigin.“ Er ljóðið dautt? „Þá er það bara eins og málverk- ið og guð.“ Sigurskáldið? Svarar ekki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.