Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 20
20 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is HANNES HLÍFAR STEFÁNSSON Íslandsmeistari í skák í sexgang – býst við að slá metið á næstu árum. „Það er frábært að geta unn- ið við að tefla,“ segir hann. Hannes Hlífar Stefánsson hampaði nýlega Íslandsmeistaratitlinum í skák í sjötta sinn. Hann hefur um langt árabil verið í fremstu röð íslenskra skákmanna og stefnir ótrauður á frekari sigra. Sigur skiptir miklu máli fyrir sjálfstraustið Hannes Hlífar er ánægður meðsigurinn, og titilinn, þann sjötta á sjö árum. Tveir menn hafa oftar orðið Íslandsmeistarar í skák, báðir sjö sinnum og það fyrir mörgum árum. „Það er alltaf jafn gaman að vinna, maður missir þá tilfinningu ekki þrátt fyrir marga sigra. En auðvitað fannst mér mun merki- legra að vinna þennan titil í fyrsta skipti heldur en í sjötta sinn.“ Hannes varð stórmeistari í skák árið 1993 og fimm árum síðar varð hann fyrst Íslandsmeistari. En hvernig var mótið nú? „Það var ekk- ert öruggt í þessu. Ég vann tvö síð- ustu árin með nokkrum yfirburðum en nú var teflt eftir öðru kerfi en áður og því gat þetta farið alla- vega,“ segir Hannes. Stuðst var við útsláttarfyrirkomulag í stað þess að allir tefldu við alla en Hannes er ekki of hrifinn af því: „Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þessu nýja kerfi, þetta er sjálfsagt skemmti- legra fyrir áhorfendur en ég vil að allir tefli við alla.“ Hann bendir þó á að úrslit mótsins hafi í raun verið í takt við Elo-stigafjölda keppenda, þeir hafi raðast þannig í sæti. Sigur í mótum skiptir Hannes Hlífar máli og það hefur góð áhrif á hann. „Sigur skiptir miklu máli fyr- ir sjálfstraustið. Já, og auðvitað hef ég metnað fyrir að vinna,“ segir hann. Umhverfið versnað Hannes varð stórmeistari í skák fyrir 11 árum og sjöundi Íslending- urinn til að ná þeim titli. Síðan hafa tveir bæst við. Hefur margt breyst frá því að hann hóf að tefla á alþjóð- legum vettvangi af alvöru? „Margt hefur breyst og mér sýnist að þró- unin hafi ekki verið fram á við. Um það leyti sem ég varð stórmeistari flæddu inn skákmenn frá gömlu austantjaldslöndunum og við það breyttist margt. Verðlaunafé hefur lækkað, kjörin versnað og sam- keppni milli skákmanna stórauk- ist.“ Hann segist þó aðspurður ekki geta bölvað falli múrsins. „Það eru ekki nema nokkrir tugir skákmanna í heiminum sem lifa sæmilegu lífi á þessu.“ Hættur að láta sig dreyma Eins og marga unga drengi dreymir um að verða atvinnumenn í knattspyrnu eiga sumir sér þann draum að verða atvinnumenn í skák. Hannes dreymdi um það og draumurinn rættist. En á hann sér ennþá drauma í dag? „Maður er svo sem hættur að láta sig dreyma, þetta er bara vinna og maður verð- ur bara að halda áfram að sinna henni.“ Í því felast þrotlausar æf- ingar enda samkeppnin hörð eins og áður var rakið. „Í raun má segja að eftir að ákveðnum árangri er náð fer maður ekkert lengra á hæfileikunum ein- um saman. Þess vegna þarf maður að vera duglegur við æfingarnar og stúderingarnar.“ En þetta er sannarlega drauma- starfið þitt, er það ekki? „Jújú, al- gjörlega. Það er frábært að geta unnið við að tefla.“ En er þetta skemmtilegt starf? „Jájá, þetta er gaman þegar vel gengur.“ Hannes viðurkennir þó að þessu fylgi einvera: „Þetta er mjög erfitt að mörgu leyti. Það getur verið erfitt að aga sjálfan sig, stundum er ekkert að gerast svo mánuðum skiptir og þá getur reynt á mann.“ En er þetta einmannalegt? „Já, ætli ég verði ekki að segja það. Það má sjálfsagt líkja þessu við að vera rit- höfundur eða eitthvað slíkt. Maður er mjög mikið einn.“ Bestu vinum sínum hefur Hann- es kynnst í gegnum skákina: „Ég eignaðist aldrei sérstaka vini í skóla eða neitt slíkt, þeir komu allir úr skákinni,“ segir hann. En skák er ekki það eina sem kemst að í huga Hannesar þó hún taki vissulega sitt pláss. „Ég reyni nú að fara út annað slagið,“ segir hann og hlær. „Ég kíki þá helst á kaffihús eða fer í bíó. En ég á engin sérstök áhugamál sem ég sinni. Ég er eiginlega bara í skák.“ Hann við- urkennir þó að hann fylgist stund- um með fótbolta ef eitthvað sér- stakt er á seyði. Býst við að slá metið Hannes heldur brátt til Þýska- lands en hann og Jóhann Hjartarson eru nýbúnir að munstra sig í þýskt skáklið og keppa með því í deildar- keppninni þar í landi. „Það er mjög spennandi og gaman að Þjóð- verjarnir hafi haft samband við okkur sem búum svona langt í burtu. Svo er Evrópumeistaramót einstaklinga í Tyrklandi um miðjan maí og ég býst við að fara þangað.“ Hannes stefnir á að ná góðum ár- angri þar og ætlar að leggja sig fram við æfingar á næstunni, eins og hann hefur gert undanfarin 20 ár. En aftur að Íslandsmeist- aratitlunum. Stefnir Hannes á að setja nýtt met? „Ég stefni kannski ekkert sérstaklega að því en ég á nú heldur von á að ég slái það,“ segir hann, „ef maður heldur áfram að vera með og heldur lífi.” bjorn@frettabladid.is HANNES ÁRIÐ 1983 Hannes Hlífar byrjaði snemma að tefla og vakti fljótt mikla eftirtekt. Punktar um Hannes ❂ Hannes Hlífar fæddist árið 1972. ❂ Hann hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari. ❂ Hefur 2570 Elo-stig. ❂ Hefur teflt á annað þúsund kappskákir. ❂ Hefur unnið fleiri en tapað. ❂ Finnst betra að vera með hvítt. ❂ Byrjar oftast á að leika kóngspeðinu fram um tvo reiti. ❂ Finnst skemmtilegast að tefla við andstæðinga sem tefla djarft. ❂ Skák gegn Kortsnoj á Opna Reykjavíkurmótinu árið 2000 er hon- um í fersku minni. Var með svart en vann kallinn og mótið þar með. ❂ Karpov og Kasparov eru í mestu uppáhaldi. Það má sjálfsagt líkja þessu við að vera rithöfundur eða eitt- hvað slíkt. Maður er mjög mikið einn. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.