Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2004, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 18.04.2004, Qupperneq 22
Sá misskilningur að fótaaðgerð og fótsnyrting séu einn og sami hlut- urinn er algengur og því margir undrandi á því að fá ekki lakkað- ar neglur og snyrt naglabönd hjá fótaaðgerðarfræðingi og að sama skapi engin líkþorn fjarlægð í fót- snyrtingu. Þessar starfsgreinar eru skyldar en þó ólíkar. Fótaað- gerðarfræðingur er sérfræðingur í fótameinum og starfar innan heilbrigðisstéttar en það er snyrtifræðingur sem sérhæfir sig í snyrtingu fóta, veitir fótanudd og fegrar naglabönd. Starfið Öll almenn fótsnyrting í fegr- unarskyni fellur undir starfsemi snyrtisérfræðings og er fyllilega sambærileg við handsnyrtingu. Snyrtifræðingur meðhöndlar heilbrigða fætur, snyrtir neglur, fegrar naglabönd og fjarlægir þurra húð sem og minniháttar sigg. Snyrtifræðingur notar ekki hnífa eða önnur eggjárn við fót- snyrtingu enda framkvæmir snyrtifræðingur engar aðgerðir á fótum. Snyrtifræðingur hefur þekkingu til að greina vandamál og ráðleggja viðeigandi meðferð en aðgerðir sökum fótmeina eru alfarið í höndum fótaaðgerðar- fræðinga. Inntökuskilyrði Snyrtifræði geta allir þeir sótt um sem hafa lokið undirbúnings- námi, sem er sambærilegt við tvær bóklegar annir í mennta- skóla, og hafa náð átján ára aldri. Námið Að loknu undirbúningsnámi tekur við þriggja til fjögurra anna verklegt og bóklegt nám. Smá- vægilegur áherslumunur er á námi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Snyrtiskólanum, sem er einkarekinn snyrtiskóli í Kópa- vogi, en að loknu námi tekur við 10 mánaða starfsþjálfun á snyrti- stofu undir stjórn meistara. Hægt er að ljúka stúdentsprófi í fram- haldi af snyrtifræðibraut FB, en viðbótarnám tekur um tvær annir. Til að öðlast réttindi til að bera starfsheitið snyrtifræðingur þarf nemandi að ljúka sveinsprófi að lokinni starfsþjálfun. Til að öðlast meistararéttindi í snyrtifræði þarf nemandi að hafa unnið í að minnsta kosti eitt ár við fagið að loknu sveinsprófi, lokið námi við meistaraskóla (t.d. Iðnskólanum í Reykjavík) og staðist meistara- próf að því loknu. ■ Rétt vinnustelling er mikilvæg til að koma í veg fyrir álagsverki. Við tölvu- vinnu er best að hafa lyklaborð og skjá beint fyrir framan sig, skjáinn í 50 til 70 cm fjarlægð og efri brún skjás í augnhæð. Úlnliðir og framhandleggir ættu að vera beinir og stuðningspúðar við lyklaborð og mús. Tvískipting vinnumarkaðar: Hálfforneskjuleg staða Tvískipting íslensksvinnumarkaðar felst í því að við erum annars vegar með almenn lög um vinnumarkaðinn, vinnulöggjöfina, og hins vegar sérlög sem taka bara til starfsmanna rík- isins,“ segir Ástráður Haraldsson, dósent við lögfræðideild Viðskipta- háskólans á Bifröst, sem stóð síðasta föstudag fyr- ir málþingi um tvískipt- ingu íslensks vinnumark- aðar og þau lögfræðilegu viðfangsefni sem hún kallar á. „Þessi aðgrein- ing hefur skapað jafn- ræðisvandamál sem lúta að stöðu stéttarfélaga op- inberra starfsmanna og almennu stéttarfélaganna og hefur líka leitt til þess að dómaframkvæmd á sviði starfsmannaréttar, sem varðar starfsmenn hins opinbera, er dálítið ruglingsleg á köflum.“ Ástráður segist telja að lengi hafi verið þörf á þessari umræðu. „Ein spurningin er sú hvort nauðsynlegt sé að hafa sérstök lög um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Staðan er hálfforneskjuleg miðað við þá miklu endurnýjun sem hefur átt sér stað á löggjöf á sviði stjórnsýsluréttar og málefn- um sem snúa að meðferð al- mannavaldsins.“ ■ Ástráður Haraldsson Auk almennra laga um vinnumarkaðinn, vinnulöggjöfina, taka sérlög til starfs- manna ríkisins. Vöruþróunarverkefni Impru: Fé til rannsókna nýtist starfandi fyrirtækjum Fjölmargar nýjar vörur hafa verið þróað- ar og framleiddar í gegnum vöruþróun- arverkefni Impru eða með styrk frá verkefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- isins, Átak til atvinnusköpunar. Ein af þessum afurðum er ósonbúnaður til að eyða lykt sem stafar frá ýmsum iðnaði. Raf á Akureyri hefur undanfarin ár þró- að búnað til að eyða óæskilegri lykt við fiskvinnslu og fiskþurrkun. Fyrirtækið hefur þegar selt nokkur slík tæki en notkun ósons hefur farið vaxandi um allan heim á síðastliðnum áratugum þar sem tækni við framleiðslu ósons hefur fleygt fram. Árni Bergmann Pétursson hjá RAF segir á vefsíðu Impru að mikilvægt sé að fé til rannsóknar- og þróunarstarfa nýtist starfandi fyrirtækjum, einkum þegar um eflingu grunnatvinnuvega eins og fiskiðnaðar er að ræða. Slíkur stuðningur skili sér hratt í sjálft þjóðar- búið aftur, efli samkeppnishæfni og þar með útflutningstekjur. ■ Hvernig verður maður fótsnyrtir? Sérhæfa sig í snyrtingu fóta Atvinnuviðtalið: Númer eitt er að vera stundvís Númer eitt er að koma tíman-lega í viðtalið. Það verkar afar illa að koma á síðustu stundu, stressaður og óundirbú- inn,“ segir Katrín S. Óladóttir, ráðningarstjóri hjá Hagvangi, spurð hvernig fólk beri að haga sér þegar það sækir um vinnu. Hún hefur fleiri góð ráð: „Það er nauðsynlegt fyrir umsækjand- ann að hafa skýr markmið og vita að hverju hann er að leita. Ég hvet fólk ekki til að dreifa umsóknum á tuttugu, þrjátíu staði. Þá er fjöldi manns kominn með persónulegar upplýsingar um það og það hefur enga yfir- sýn yfir hvað er að gerast í mál- unum.“ Katrín segir starfsferilskrána þurfa að innihalda meira en nöfn á fyrirtækjum og ártöl. „Þar þarf að koma fram í hverju starfið fólst á hverjum stað, til dæmis á hverju umsækjandinn bar ábyrgð. Reynslan skiptir svo miklu máli,“ segir hún og heldur áfram. „Umsóknin þarf að vera vel úr garði gerð, vel upp sett, laus við stafsetningarvillur og á vönduðu og góðu máli. Það verk- ar alltaf illa ef skráin og umsókn- in eru hroðvirknislega gerð.“ En þegar fólk birtist, Katrín, hvað er það sem virkar? „Að vera snyrtilegur til fara, í hreinum fötum og hirtum skóm og anga ekki af reykingalykt,“ svarar hún ákveðið. En skyldi vera algengt að fólk sé spurt hvort það reyki? „Já, það er óhikað spurt um reykingar og neyslu áfengis og annarra vímu- efna. Sum fyrirtæki eru meira að segja farin að krefjast þess að umsækjandi leggi fram saka- vottorð,“ upplýsir hún. Svo end- ar hún viðtalið á svipuðum nót- um og hún byrjaði. „Mikilvægast er að vera rólegur og afslappað- ur í atvinnuviðtalinu. Umsækj- andanum á að líða vel þar ekkert síður en atvinnurekandanum.“ ■ Ráðningarstjórinn Katrín varar fólk við að dreifa upplýsingum um sig á allt of marga staði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Fætur Snyrtifræðingur snyrtir fætur, skreytir neglur, fegrar naglabönd og meðhöndlar þreyttar tásur með fótanuddi. Skólastjóri Staða skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar er laus til umsóknar. Meginhlutverk skólastjóra er að stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans og að veita honum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Grunnskóli Raufarhafnar er rúmgóður og vel bú- inn skóli með um 50 nemendur í hæfilega stór- um bekkjardeildum. Á Raufarhöfn búa um 300 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli, tónlistar- skóli, gott félagslíf og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurs- hópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Leitað er að umsækjanda sem: · hefur stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun. · er með kennaramenntun. · hefur reynslu af kennslu og vinnu með börnum og unglingum. · er lipur í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar veitir Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri, sími 465-1151, gudny@raufarhofn.is. Raufarhafnarhreppur leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstaklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda og skóla án aðgreiningar. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2004.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.