Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 23
3 ATVINNA                                                                  !"     #$% &'(%)#* ($%& +,&&,-'*, -%(##'$ (&.-'&/0-&.1& +,&-'&/0-2)3 0.                         Íþróttakennarar Laus er til umsóknar íþróttakennarastaða við Kirkjubæjarskóla á Síðu. Kirkjubæjarskóli er grunnskóli á Kirkjubæjarklaustri með um 70 nemendur. Nýtt og glæsilegt íþróttahús var nýlega tekið í notkun. Aðbúnaður nemenda og starfsfólks er ágætur. Við skólann er nýtt tölvuver og sérlega vel búið bókasafn og þar er einnig starfræktur tónlistarskóli. Við skólann starfar metnaðarfullur og samhentur hópur kennara og starfsfólks. Á Kirkjubæjarklaustri er að finna alla nauðsynlega þjónustu s.s. heilsugæslu- stöð og leikskóla,. Upplýsingar veitir Stella Á. Kristjánsdóttir, skólastjóri og Kjartan Kjartansson aðstoðarskólastjóri í símum 487-4633/ 865-7440. Fyrirspurnir má senda á netfang skólastjóra, stellak@ismennt.is. Nánari upplýsingar um skólann og Skaftárhrepp er að finna á heimasíðu Kirkjubæjarskóla http://kbs.is og á heimasíðu Skaftárhrepps www.klaustur.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 17. maí. Skriflegar umsóknir skulu berast til skólans merkt- ar; Kirkjubæjarskóli, bt. skólastjóri, Klausturvegi 4, 880 Kirkjubæjarklaustur. Tónlistarkennarar Tónmenntaskólinn óskar eftir að ráða tónmenntakennara (tónlistarkennara) frá 1. september nk. fyrir skólaárið 2004 - 2005. Um er að ræða eina hlutastöðu. Kennslusvið nær frá forskólakennslu 6 og 7 ára barna til hópkennslu nemenda á aldrinum 8 - 15 ára, en þar er um að ræða samþætta kennslu í tón- fræði, tónheyrn, hlustun, sköpun o.fl. Einnig er auglýst eftir 2 píanókennurum í hlutastöður. Tónmenntaskóli Reykjavíkur er einn af elstu tónlistarskólum landsins, stofnaður 1952, og er til húsa við Lindargötu. Kennslustaða er góð og tækjakostur mjög góður. Þeir, sem áhuga hafa á þessu starfi, vinsamlega sendi skriflega umsókn, þar sem fram koma persónuupplýsingar og upplýsingar um mennt- un og kennsluferil. Meðmæli óskast. Umsóknir sendist auglýsingadeild DV fyrir 30. apríl, merktar : „Tónlistarkennsla - 101“. Tónmenntaskóli Reykjavíkur Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Öldutúnsskóla Staða skólastjóra við Öldutúnsskóla er laus til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í júní. Meginhlutverk skólastjóra er að stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans en einnig að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Staða aðstoðarskólastjóra við Öldutúnsskóla er laus til umsóknar. Staðan er veitt frá 1. ágúst. Umsækjendur um stöðurnar þurfa að hafa til að bera eftirtalda þætti: · Kennaramenntun · Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræði og reynslu af stjórnun · Lipurð í mannlegum samskiptum · Metnað og áhuga fyrir nýjungum Öldutúnsskóli er heildstæður, einsetinn grunnskóli með 640 nemendur. Í skólanum er mjög blómleg starfsemi, öflugt félagsstarf og nýbreytni á ýmsum sviðum. Í Hafnarfirði eru íbúar rúmlega 21.000 og ríkjandi er já- kvætt og metnaðarfullt viðhorf til skólamála. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustumiðstöð í þágu menntunar í bæjarfélaginu og þar starfa sér- hæfðir starfsmenn sem veita faglega ráðgjöf og þjónustu sem hæfir hverju sinni. Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Bald- ursson, fræðslustjóri í síma 585 5800, netfang magnusb@hafnarfjordur.is en fræðslustjóri er næsti yfirmaður skólastjóra. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi lau- nanefndar sveitarfélaga og KÍ. Umsókn þarf að innihalda yfirlit um menntun og reynslu. Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra er til og með 9. maí en umsóknarfrestur um stöðu aðstoðarskólastjóra er til og með 16. maí. Umsóknum ber að skila á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, 220 Hafnarfjörður. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Egilsstaðir: Tækifæri fyrir fagmann í hárgreiðslu. Við höfum rekið hársnyrtistofu á Egilsstöðum í tæp 5 ár. Nú er uppsveifla á Austurlandi og við viljum bæta við okkur. Starfsandinn er góður og viðskiptin ganga vel. Bjóðum nú til leigu stól fyrir góðan fagmann í haust. Hársnyrtistofan Caró Einbúablá 29 700 Egilsstaðir s. 860-2980 (Vordís) Smáauglýsingar sem allir sjá 515 7500 Pantaðu fyrir kl. 15 Pöntun á smáauglýsingu í Fréttablaðið á morgun verður að berast fyrir kl. 15 í dag Smáauglýsingar: 550 5000 Skaftahlíð 24 visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.