Fréttablaðið - 18.04.2004, Side 31

Fréttablaðið - 18.04.2004, Side 31
SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 Kynning í kringlunni um helgina Nýr lífsstíll í miðborginni Komdu og kynntu þér málið www.101skuggi.is Fyrsti áfangi í 101 Skuggahverfi kominn undir þak Kostir íbúða í 101 Skuggahverfi eru m.a.: • Alþjóðleg hönnun • Stórbrotið útsýni • Tólf mismunandi íbúðagerðir • Fjölbreytileiki í útfærslu íbúða • Lofthæð 2,70 m • Stærð íbúða frá 69 - 280 m2 • Bílastæði í lokuðum bílageymslum • Óvenjumikil hljóðeinangrun • Útsýni úr öllum lyftum • Háþróað öryggis- og samskiptakerfi Kynning í Kringlunni 16. - 25. apríl á glæsilegum gæðaíbúðum á besta stað í miðborg Reykjavíkur. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S KU 2 43 43 04 /2 00 4 Sími 588-9090Sími 530-1500 Ekki hægt að vinna Araba Í ræðu sinni við afhendingu Norrænu bókmenntaverðlaun- anna vék Guðbergur meðal ann- ars að hryðjuverkaógninni og sagði: „Við lifum á tímum þar sem þörf á öryggisgæslu fer vaxandi, við vitum þó ekki ná- kvæmlega hverju við erum að verjast. Áður fyrr lofuðu stjórn- málamenn því að við værum að hnattvæðast í tryggum fjár- hagslegum vexti en nú tala þeir um hnattvæðingu í sívaxandi hryðjuverkaógn. Og við verðum að berjast gegn því. Það virðist hins vegar sem við áttum okkur ekki á að með vaxandi öryggis- þörf sköpum við almennt óöryggi og óstöðugleika.“ Guðbergur var staddur í Madríd þegar hryðjuverkaárás- in varð þann 11. mars. Hann er harður andstæðingar hernaðar- aðgerða Bandaríkjamanna í Írak. „Það er algjör hnignun í Bandaríkjunum á öllum sviðum. Bandaríkjamenn eru sjálfir að eyðileggja goðsögnina um hinn réttláta Ameríkumann. Banda- ríkin eru ófrjálsasta land ver- aldar vegna þess að allur heim- urinn hefur talið sig eiga Banda- ríkin að einhverju leyti. En eftir feilsporin í Víetnam, og nú síð- ast í Írak, hafa þeir eyðilagt sína eigin goðsögu. Þjóðir heims hafa sýnt ósjálf- stæði og fylgt Bandaríkjunum í blindni. Bandaríkjamenn geta ekki unnið Araba, þótt þeir ógni þeim með hervaldi. Það er ekki í eðli þjóðar að þola að brotist sé inn í land hennar með hervaldi um leið og henni er sagt að ver- ið sé að frelsa hana. Það er mik- il niðurlæging fyrir hin vest- rænu ríki að hafa fylgt Banda- ríkjunum á þennan hundslega hátt.“ Guðbergur segir þessi orð sín hvorki vera vinstri né hægri pólitík heldur sé hann að lýsa nú- tímafyrirbæri: „Sovétríkin hrun- du ekki vegna þess að auð- valdið gerði innrás í Sovétrík- in og B a n d a - r í k i n hrynja ekki vegna þess að kommúnistar hafi ráðist á þau. Auðmaðurinn Bin Laden réðst á Bandaríkin og hefur sýnt fram á að Bandaríkin eru ekki það her- veldi sem þau töldu sig sjálf vera.“ Þegar Guðbergur er spurður um pólitísk afskipti sín segir hann: „Ég stóð um tíma nálægt vinstrihreyfingunni en fékk það alltaf á mig að það væri ekki hægt að treysta mér, sem merkti að ég hefði mína sjálf- stæðu skoðun.“ Menn þora ekki að standa einir Það kann að vefjast fyrir mönnum að staðsetja Guðberg í hinu pólitíska litrófi en það er alveg jafn örðugt að finna hon- um pláss í hinum íslenska bók- menntaheimi. Hann er maður sem tilheyrir engum klíkum eða söfnuði. „Mér hefur aldrei fund- ist ég utangarðs. En ég hef held- ur ekki verið innangarðs í neinu,“ segir hann. „Mér finnst alveg sjálfsagt að vera einn með sjálfum mér. Ég hef verið það síðan ég var barn.“ Hvað finnst þér helst skorta í íslenskar samtímabókmenntir? „Það skortir fyrst og fremst sjálfstæði. Það sem hefur verið ríkjandi í íslenskum bókmennt- um er að gera öðrum til hæfis á einhvern hátt: kunningjum sín- um, stjórnmálaskoðunum, flokk- um. Menn þora ekki að standa einir sem rithöfundar. Þeir eru að hugsa um að selja og ef bók selst í ákveðið mörgum eintök- um þá er hægt að sanna töl- fræðilega að hún sé einhvers virði. Rithöfundar hræðast líka að fá slæma dóma, en það er mjög gott fyrir höfunda að verða fyrir því. Slæmir dómar reka höfundinn oft út af þeirri föstu braut sem hann er kominn á og ætti ekki að vera á. Það þýð- ir ekkert fyrir höfund að ríg- festa sig á ákveðinni braut, nema honum takist að víkka hana. Til að það takist þarf hann að leggja ansi mikið á sig og kannski finnst honum ekki taka því að breikka brautina í jafn litlu samfélagi eins og því ís- lenska.“ Hvernig finnst þér að vera nú orðinn eins konar „grand old man“ íslenskra bókmennta? „Ég hef aldrei haft á tilfinn- ingunni að ég væri það. Ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig. Ég lít framhjá sjálfum mér. Ég veit ekki hvað það er að vera mikill listamaður. Það kemur ekki í ljós fyrr en maður er búinn að vera dauður í hundrað ár hvort list manns er nokkurs virði og þá veit maður ekkert um það.“ Þú hefur þá ekki trú á að andi mannsins lifi af líkamsdauð- ann? „Ég hef aldrei trúað á líf eftir dauðann. Maðurinn er kominn frá náttúrunni og eft- ir dauðann rennur hann sam- an við hana. Það er ekkert neikvætt við það, heldur rök- réttur og eðlilegur endir á til- vist hans.“ kolla@frettabladid.is GUÐBERGUR BERGSSON „Ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig. Ég lít framhjá sjálfum mér. Ég veit ekki hvað það er að vera mikill listamaður. Það kemur ekki í ljós fyrr en maður er búinn að vera dauður í hundrað ár hvort list manns er nokkurs virði og þá veit maður ekkert um það.“ Hið séríslenska viðhorf er að sætta sig við allt. Það er arfleifð frá íslensku bændamenning- unni þar sem menn voru húsbóndahollir. Það er mjög eyðileggjandi að vera algjör vinur vina sinna og það er hættulegt að eiga marga vini vegna þess að þá verður maður þræll þeirra. ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.