Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 32
24 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR Golfíþróttin hefur verið í mik-illi uppsveiflu síðustu ár og nú er svo komið að biðlistar hafa myndast eftir inngöngu í nokkra golfklúbba á höfuðborgarsvæð- inu. Innan vébanda Golfsambands Íslands starfa hátt í sextíu klúbb- ar um land allt en stærsti klúbbur- inn er Golfklúbbur Reykjavíkur, sem hefur aðsetur í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum, með rúm- lega tvö þúsund félaga. Golfiðkendum á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár en í fyrra voru um 11.600 iðkendur skráðir í klúbba á vegum Golf- sambandsins. Það eru um 700 fleiri en árið 2002, rúmlega helm- ingi fleiri en 1994 og um fimmfalt fleiri en fyrir tuttugu árum. Fjölga þarf golfvöllum Talsvert hefur verið rætt um að fjölga þurfi golfvöllum hér á landi til að koma til móts við aukinn fjölda kylfinga. „Ég er sannfærður um að það væri auðveldlega hægt að fylla þrjá til fjóra nýja golfvelli á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Hörður Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Golfsam- bands Íslands. „Við sjáum dæmi um aukningu á því að Golfklúbbur Reykjavíkur hefur óskað eftir að stækka völlinn hjá sér í Korpunni og að Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tekur níu holur í notk- un á næsta ári þannig að völlurinn þar verður 27 holur.“ Hörður segir að átján holu golf- völlur beri um 1.200 iðkendur og miðað við þróun síðustu ára sé brýn þörf á fleiri völlum. „Yfirleitt er pláss á golfvöllum á hinum al- menna vinnutíma en birtutíminn hér á landi er okkur hagstæður þannig að vellirnir eru þéttsetnir frá þrjú á daginn og svo um helgar. Við höfum líka lagt áherslu á að fólk ferðist um landið og spili golf,“ segir Hörður. „Fjölgunin frá 1999 hefur verið um 1.000 til 1.200 manns á ári, sem þýðir að við þurf- um næstum einn nýjan völl á ári til að mæta fjölguninni. Það má samt kannski segja að það sé ekki fyrr en nú að allir vellir eru fullir.“ Hörður segir það meðal annars hafa komið til tals að opna völl á Kjalarnesi og í Óttastaðalandi í Hafnarfirði. „Það hefur ýmislegt verið rætt en engar ákvarðanir teknar,“ segir framkvæmdastjórinn. Golfklúbbar á höfuðborgar- svæðinu hafa meðal annars brugð- ist við fjölguninni með því að semja við klúbba á landsbyggðinni um aðgang að þeirra völlum. Um 33 þúsund Íslendingar í golfi Samkvæmt könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Golfsambandið í fyrra kemur í ljós að rúmlega 15% Íslendinga á aldrinum 12-75 ára fóru í golf á síðasta ári. Það þýðir að um 33 þúsund Íslending- ar léku golf fimm sinnum eða oft- ar yfir árið. Karlar virðast dug- legri golfiðkendur en konur því rúm 30 prósent karla á móti tæp- lega 16 prósent kvenna fóru eitt- hvað í golf á síðasta ári. Sam- kvæmt sömu könnun er ungt fólk duglegri iðkendur en þeir eldri. Þegar eftirlaunaaldri er náð fjölg- ar iðkendum þó hlutfallslega. Samkvæmt könnun Gallups virðist golf vera vinsælast í ná- grannasveitafélögum Reykjavík- ur, því næst á Reykjanesi og Suð- urlandi en minnstu vinsældanna nýtur það á Norður- landi. Svigrúm fyrir ferðamenn Það að golfvellir landsins eru ekki nýttir mikið fyrri- part dags gefur klúbbunum töluvert svigrúm til að taka við ferðamönnum án þess að það bitni á meðlimum klúbbanna. Hörður segir að golfiðkun hjá erlendum ferðamönnum fari vaxandi. „Við höfum kannski ekki staðið okkur sem skildi í að kynna golfið fyrir þeim. Við höfum verið að reyna að kynna möguleikana betur og það er ýmislegt í spilunum.“ Hörður segir jafnframt að samkvæmt skoðanakönnun Ferðaþjónustunnar hafi það færst í vöxt að Íslendingar taki settið með sér og spili golf hringinn í kringum landið. Golftímabilið á Íslandi stendur að margra mati stutt yfir en Hörður segir það vera álíka langt og í Svíþjóð. „Mið- að við tíðina í dag held ég að við séum með þokkalega gott tímabil,“ segir Hörður og bæt- ir við að íslenskir golfvellir hafi ákveðna sérstöðu. „Við höf- um alla þessa víðáttu en ekki þessi tré eins og gerist e r l e n d i s . Golfvellirnir á Íslandi eru með svipað landslag og gerist á ströndum Skotlands þar sem golfið hófst. Það sem er sérstakt við íslensku golfvellina, eins og í Grafarholti, er að þú sérð yfir alla borgina og allan golfvöllinn af nokkrum teigum. Hjá Keili í Hafnarfirði blasir Snæfellsjök- ull við hinum megin við flóann, þar sérðu líka yfir hraunið og alla Hvaleyrina. Þetta þykir mönnum mjög sérstakt því er- lendis sér fólk bara brautina sem það spilar á.“ Ódýrt sport? Nýir félagar í klúbb- um á höfuðborgarsvæð- inu hafa þurft að borga félagsgjald og nýskráning- argjald til að komast að. Ný- skráningargjaldið er notað til að mæta kostnaði en nýir félagar komast þá á námskeið á vegum klúbbanna þar sem undirstöðuat- riði íþróttarinnar eru kennd. Árs- gjald í golfklúbb er frá 30 til 50 þúsund krónur en dýrara er í klúb- ba á höfuðborgarsvæðinu. Hörður fullyrðir þó að golf sé með ódýrari íþróttum sem fólk stundi í dag. „Félagsgjöldin eru sambærileg við aðrar íþrótta- greinar eins og handbolta og fót- bolta. Búnaðurinn í golfi er líka ódýr. Það er hægt að fá byrjunar- útbúnað fyrir mjög sanngjarna upphæð. Kostnaður við golfið á því ekki að standa neinum fyrir þrifum. Golfiðkun á Íslandi hefur yfirleitt verið ódýr og það er ákveðin tröllasaga um að þetta sé eitthvað ríkra manna sport. Það er það alls ekki á Íslandi og ég held að það hafi ekki verið það frá upp- hafi.“ Almenningssport Samkvæmt könnun Gallups kemur í ljós að hlutfallslega fleiri leika golf eftir því sem tekjurnar eru hærri. Um 45% þeirra sem hafa 600 þúsund eða meira í mánaðar- laun léku golf á síðasta ári sam- kvæmt Gallup og um 28% þeirra sem höfðu 400 til 599 þúsund. Hlut- fallslega léku mun færri úr hópi þeirra sem höfðu 399 þúsund í laun eða minna golf á síðasta ári. „Þótt það séu hlutfallslega margir stjórnendur sem stunda golf er þetta ekki stór tala. Sama könnun sýnir til dæmis að það eru iðnaðarmenn sem hvað ákafast stunda golf,“ segir Hörður. „Stærsti hópurinn sem stundar golf er menn á besta aldri og þetta eru menn úr öllum stéttum en kannski mikið af stjórnendum og millistjórnendum. En golf hefur alltaf verið almenningssport á Ís- landi og ég held að það sé vegna þess að sveitarfélögin hafa staðið að uppbyggingu vallanna, sem 1934 1 132 1935 2 161 1938 3 235 1952 4 384 1964 6 558 1965 8 650 1967 10 750 1968 11 800 1970 13 900 1971 15 1100 1973 17 1200 1976 18 1400 1978 19 1500 1980 20 1700 1981 21 1900 1982 22 2100 1984 23 2300 1985 26 2437 1986 29 2500 1987 29 2530 1988 29 2896 1989 32 2933 1990 33 3404 1991 36 3610 1992 39 4835 1993 45 5020 1994 47 5480 1995 49 5856 1996 50 6141 1998 53 7300 2000 53 8500 2001 54 9912 2002 53 10953 2003 54 11600 FJÖLGUN GOLFKLÚBBA- OG IÐKENDA FRÁ 1934 Ár Klúbbar Iðkendur GOLF FRÁ 1912 Fyrsta heimildin um golf á Ís- landi er frá árinu 1912 og segir frá Englendingum Forder sem var við laxveiðar í Suður-Þingeyjasýslu. Forder þessi hafði golfkylfur í för með sér og sló kúlur á bökk- um Laxár. Fyrsti golfvöllurinn hér á landi var golfvöllurinn í Grafarholti, sem var vígður í maí árið 1934. Þá voru iðk- endur um 130 talsins. Kylf- ingum fjölgaði hægt næstu ár á eftir en árið 1980 voru golf- klúbbarnir orðnir tuttugu og iðkendur um 1700. Golfsam- band Íslands var stofnað í ágúst árið 1942. Sífellt fleiri Íslendingar leggja stund á golfíþróttina. Framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands segir þörf á fleiri golfvöllum. Golfiðkendum hefur fjölgað um helming á tíu árum. Golfsprengjan á Íslandi Fjölgunin frá 1999 hefur verið um 1.000 til 1.200 manns á ári, sem þýðir að við þurfum næstum einn nýjan völl á ári til að mæta fjölguninni. ,, AFREKSÍÞRÓTT Það færist í vöxt að Íslendingar líti á golf sem keppnis- íþrótt og setji markið á stórmót erlendis. Hér slær bandaríski kylfingurinn Chris DiMarco tólftu holu á Masters-golfmótinu í Georgíuríki á dögunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.