Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 34
MONTREAL, KANADA 26 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? Stríðinn draumóra- maður Við spyrjum að þessu sinni umkarlmann á miðjum aldri. Um hann segir Daði Guðbjörnsson listmálari meðal annars: „Hann er afar ljóðrænn í sínum störfum og mikill hugsjónamaður. Hann er líka hjálpsamur öðrum í sínu fagi og hefur nýtt velgengni sína til að aðstoða aðra.“ Daði segir hann líka skemmtilegan og stríðinn. En sér hann engar neikvæðar hliðar á okkar manni? „Nja, það er þá helst hvað hann er mikill draum- óramaður, en það er svo sem bæði veikleiki og styrkleiki.“ Ólafur H. Torfason rithöfundur segir okkar mann afar dulan en um leið dæmigerðan Íslending í augum umheimsins. Ólafur segir enn fremur: „Það sem sumir halda hroka og mont í honum er eðlileg reisn og bjartsýnt sjálfsöryggi hins snjalla og ódrepandi sögu- manns,“ og enn fremur: „Það vita fæstir og trúa síst að hann hefur lítt eða aldrei brúkað tóbak.“ Þorfinnur Ómarsson, verk- efnastjóri hagnýtrar fjölmiðlunar við HÍ, segir manninn í grunninn hinn besta kall, dreng góðan og vilja vel. „Hann er mikill húmoristi, getur verið stríðinn, en hefur reyndar meiri húmor fyrir öðrum en sjálfum sér. Hann elsk- ar að segja sögur – aðallega hrak- farir af öðrum og svo auðvitað frægðarsögur af sjálfum sér frá ýmsum heimshornum, enda lýkur flestum sögum hans á: „And then I said....“ og síðan kemur einhver brilljant rúsína.“ Þorfinnur segir hann líka hafa gaman af að plotta: „Hann er mesti sérfræðingur í samsæriskenningum – líka þegar þær eiga ekki við...“ Og nú spyrj- um við, hver er maðurinn? Svarið er á blaðsíðu 28. ■ Lögreglumál í Bandaríkjunum: Sjónvarpið meira virði en móðirin Bandarískur táningur hefurverið ákærður fyrir að hafa ráðið mann til að drepa móður sína. Drengurinn, 17 ára gamall, bað manninn sem hann réð til verksins um að gæta vel að því að eyðileggja ekki sjónvarpstæki fjölskyldunnar í árásinni. Lög- reglan hóf rannsókn málsins eftir vísbendingu um að drengurinn, Carlos Chereza, hefði lagt á ráðin um morð á móður sinni. Rann- sóknarlögreglumaður kom sér í mjúkinn hjá Carlos, sem bauð honum um 130 þúsund krónur fyrir morðið en þeir peningar voru hluti af bankainnistæðu móðurinnar. Carlos lét lögreglu- manninn fá lykla og kort af íbúð- inni og mynd af móðurinni. Hann vildi að móðirin yrði skotin til bana og að látið yrði líta svo út að um innbrot hefði verið að ræða. Carlos var handtekinn eftir fund sinn með lögreglumanninum. Samkomulagið milli sonar og móður mun ekki hafa verið upp á það besta. ■ Það styttist í Listahátíð í Reykjavík, en hún fer fram dagana 14. til 31. maí. Dagskráin er glæsileg og um 200 erlendir listamenn munu koma hingað til lands af þessu tilefni. En hverjir eru þessir listamenn og hvaðan koma þeir? Fréttablaðið skoðaði málið og komst að raun um að þeir koma æði víða að. Listamenn frá öllum heimshornum Marc-André Hamelin píanóleik- ari Að flestra mati einn besti píanóleikari samtímans. Súper- virtúós. Hann er sá sem „sérfræð- ingarnir“ óskuðu helst að kæmi á listahátíð, enda snillingur á ferð. Hamelin spilar í Háskólabíói 15. og 16. maí. ST. PÉTURSBORG, RÚSSLANDI Olga Borodina mezzósópran Stundum kölluð Ferrari óperuheimsins. Hún mun syngja með Sinfóníunni í Háskólabíói 19. og 22. maí. MADRÍD, SPÁNI Sýningin á Kenjunum eftir Francisco de Goya Þessi sýning á Kenjunum eftir einn mesta snilling listasögunnar, Francisco de Goya, opnar í Listasafninu á Akureyri þann 15.maí. Um er að ræða dýrasta verkefni sem Listasafnið á Akureyri hefur ráðist í. QAANAAQ, GRÆNLANDI Pólstjörnur, tónlistardagskrá Frá Græn- landi kemur trommudansarinn Robert Pears og tekur þátt í einstöku tónlistar- verkefni með tónlistarmönnum frá Belgíu, Kutuaq á Grænlandi og íslenska slagverks- manninum Pétri Grétarssyni. Fer fram í Borgarleikhúsinu þann 27. maí. PARÍS, FRAKKLANDI Dominique Perrault arkitekt Hann hann- aði meðal annars þjóðarbókhlöðu Frakk- lands, varð heimsfrægur fyrir vikið og er einn sá virtasti í faginu. Perrault mun flytja fyrirlestur í Hafnarhúsi þann 29. maí. BRISBANE, ÁSTRALÍU Listakonan Tamara Kirby Kirby er höf- undur svokallaðs Lifandi líkneskis sem sett verður upp í Hljómskálagarðinum 15. maí með tilstyrk 180 grunnskólanema sem taka munu þátt í verkefninu í mið- bænum þann dag. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. PARÍS, FRAKKLANDI Gyðingadjassbandið Klezmer Nova Þeir spila í Broa- dway 28. maí, Seyðisfirði 29. maí og Akureyri 30. maí. Um er að ræða hámenntaða tónlistarmenn og margir hverjir spila í þekktum sinfóníuhljómsveitum ytra. Klezmer Nova þykir líklegt til þess að mynda svipaða stemningu í kringum sig og Les Negresses Vertes gerði á Íslandi á árum áður. NEW YORK, BANDARÍKJUNUM Roni Horn myndlistarmaður Þessi heimsþekkta listakona er mikill Íslandsvinur. Hún opnar sýn- ingu í Listasafni Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum þann 20. maí. Hún hefur meðal annars látið hafa eftir sér að hún elski veðrið hér á landi eins og það er. ÍTALÍA Francisco Clemente myndlistarmaður Hann opn- ar sýningu í Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum þann 20.maí og kemur til landsins í tilefni opnun- arinnar. Sagt er um Clemente að hann sé ein hels- ta „poppstjarnan“ í myndlistabransanum í dag, og prýðir hann gjarnan forsíður glansblaða í Banda- ríkjunum, þar sem hann er búsettur nú. FINNLAND Ljósmyndasýningin Nýir veruleikar Þessi sýn- ing á finnskri samtímaljósmyndun verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þann 16. maí. Finnsk ljósmyndun hefur notið mikillar hylli undanfarið og þykja margir finnskir ljósmyndar- ar vera þeir fremstu í fagi sínu á Norðurlöndum. Nokkrir þeirra verða viðstaddir opnunina. BANDARÍKIN Í nærmynd Sýning á bandarískri samtímalist. Hinn heimsfrægi myndlistarmaður Jeff Koons kemur m.a. til landsins vegna sýningarinnar, sem er hin merki- legasta, enda bandarísk samtímalist vel til þess fallin að hrista upp í landanum. Sýningin opnar 14. maí í Listasafni Íslands. Meðal sýningargripa er postulíns- stytta af Michael Jackson. BRETLAND Brodsky-strengjakvarttettinn Þessi víðfrægi kvartett, og samstarfsfólk Bjarkar, spilar 28. maí í Íslensku óperunni og 29. maí í Borgarleikhúsinu. Á fyrri tónleikunum mun kvartettinn frumflytja nýtt íslenskt verk sem Snorri Sigfús Birgisson hefur samið sérstaklega fyrir hann. Sjón mun síðan fara á kostum, ef að líkum lætur, sem sögumaður á seinni tónleikunum í Borgarleikhúsinu. MOSKVA, RÚSSLANDI St. Basil-karlakórinn Himneskir bassar og silkimjúkir tenórar, og þess má geta að í kórnum er fræg poppstjarna. Uppselt er á eina tónleika og miðar eru að klárast á hina. Tónleikarnir fara fram í Hallgríms- kirkju og Reykholtskirkju 15. og 16. maí. BERLÍN, ÞÝSKALANDI Schaubühne-leikhópurinn Leikhúsgaldur aldarinnar að margra mati. Leikstjórinn Sasha Waltz þykir hafa magnaða kímni- gáfu. Sýningar hópsins verða 21. og 22. maí í Borgarleikhúsinu. KILDARE- OG DERRY-SÝSLA, ÍRLANDI Seamus Heaney skáld og Liam O’Flynn sekkjapípu- leikari Nóbelsverðlaunahafinn Seamus er frá Derry- sýslu og Liam er frá Kildare-sýslu. Þeir koma fram með dagskrána Skáldið og sekkjapípuleikarinn á Höfn í Hornafirði 22. maí, á Akureyri 23. maí og í Íslensku óp- erunni 24. maí. Seamus Heaney mun hafa heillast af Ís- landi árið 1995 og samdi m.a. ljóð um landið sem hann tileinkaði Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi. NAPÓLÍ, ÍTALÍU Þjóðlagasveitin NCCP Heyrst hefur að þessi grúppa sé eitt best geymda leyndar- mál Listahátíðar. Mikilla arabískra áhrifa gætir í tónlistinni. Hún spilar á NASA 23. maí. RÓM, ÍTALÍU Klassíska hljómsveitin I Solisti Veneti Spilar Vivaldi, Puccini og aðra ítalska klassík í Hallgrímskirkju 23. maí. Flutning- urinn er jafnan ægifagur, enda þykir hljómsveitin með bestu klassískum sveit- um Evrópu um þessar mundir. Einleikari á flautu verður Áshildur Haraldsdóttir. LIMA, PERÚ Susana Baca söngkona Þessi heims- fræga söngkona og Grammy-verðlauna- hafi treður upp í Broadway 30. og 31. maí. Baca þykir mikil sviðsmanneskja og því ætti enginn að vera svikinn af tónleik- um hennar. TÓKÝÓ, JAPAN Sanaki Juku-danshópurinn Hreyfingar í kvikmyndinni Matrix eru sprottnar frá þessum danshópi. Hann mun sýna Hibiki í Þjóðleikhúsinu 19. og 20. maí. Sagt er að töfrarnir séu slíkir að áhorfendur upplifi allt annað tímaskyn á meðan á sýningu stendur. TÍBLISI, GEORGÍU Rustaveli-þjóðleikhúsið Hér mun vera á ferðinni eldfim sýning, og Robert Sturua er af mörgum talinn besti Shakespeare- leikstjóri allra tíma. Leikhúsið mun sýna Þréttándakvöld í Þjóðleikhúsinu þann 14. og 15. maí.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.