Fréttablaðið - 18.04.2004, Page 38

Fréttablaðið - 18.04.2004, Page 38
30 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR REKINN STRAX EFTIR LEIK Falko Goetz, þjálfari 1860 München, sést hér á blaðamannafundi strax eftir tapið gegn HSV í þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu en þá var tilkynnt að hann væri rekinn. Knattspyrna hvað?hvar?hvenær? 15 16 17 18 19 20 21 APRÍL Sunnudagur Eyjastúlkur sáu aldrei til sólar í Þýskalandi: 16 marka tap gegn Nürnberg HANDBOLTI Eyjastúlkur eiga erfitt verkefni fyrir höndum í síðari undanúrslitaleiknum í Áskor- endakeppni Evrópu gegn Nürn- berg um næstu helgi eftir sext- án marka tap, 38–22, í fyrri leik liðanna í Nürnberg í gær eftir að staðan hafði verið 19–12 fyrir þýska liðinu í hálfleik. Eyja- stúlkur sáu aldrei til sólar í leiknum og hefði ekki komið til frábær markvarsla Juliu Ganti- mourovu í marki ÍBV þá hefði tapið verið enn stærra. Julia varði tuttugu skot í leiknum en hún og Anna Yakova voru yfirburðamanneskjur í Eyjaliðinu. Yakova skoraði tólf mörk í leiknum og var lang- markahæst. Birgit Engl og Alla Gokorian skoruðu fjögur mörk hvor og Guðbjörg Guðmanns- dóttir skoraði tvö. Barbara Strass, systir Sylviu í Eyjalið- inu, var markahæst hjá Nürn- berg með ellefu mörk. ■ Tókum þetta á vörninni Valsarinn Heimir Örn Árnason, sem var besti maður vallarins, var sáttur eftir sigurinn gegn FH HANDBOLTI Það verða Valsmenn sem mæta ÍR-ingum í undanúrslit- um RE/MAX-deildar karla í hand- knattleik eftir að þeir lögðu FH- inga, 35–29, á Hlíðarenda, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum. FH- ingar byrjuðu mun betur í leiknum og höfðu yfirhöndina framan af. Þeir leiddu, 11–7, þegar tæpar tutt- ugu mínútur voru liðnar af leiknum en þá vaknaði Valsliðið, skoraði níu af þeim ellefu mörkum sem skoruð voru það sem eftir lifði hálfleiks og hélt til búningsherbergja í hálfleik með þriggja marka forystu, 16–13. Sá munur hélst fram í miðjan síðari hálfleik en þá kom annar góð- ur kafli Valsliðsins þar sem liðið skoraði sjö mörk gegn einu marki FH-inga, staðan var orðin 29–21, og aðeins tæpar sex mínútur eftir. FH- ingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn en höfðu ekki er- indi sem erfiði. Varnarleikur Vals- manna síðustu fjörutíu mínútur leiksins lagði grunninn að sigrin- um. Hann var frábær sem og Pálm- ar Pétursson í markinu. Heimir Örn Árnason var allt í öllu í sóknarleik liðsins og var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Sigurður Eggertsson var einnig gífurlega drjúgur sem og Hjalti Gylfason og Baldvin Þorsteinsson. FH-ingar náðu ekki að fylgja eft- ir góðri byrjun og þeim var hrein- lega pakkað saman. Sóknarleikur- inn var einhæfur og byggðist upp á einstaklingsframtaki þeirra Loga Geirssonar og Arnars Péturssonar. Ekki vænlegt til árangurs og voru margir leikmanna liðsins hálfgerð- ir farþegar í sókninni. Þeirra á meðal var fyrirliðinn Guðmundur Pedersen en hann átti ekki eitt ein- asta skot í leiknum. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið eftir leik- inn að það hefði verið fúlt að ná ekki að fylgja eftir góðri byrjun. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en við hættum bara. Það er hund- fúlt að detta niður á svona leik þeg- ar allt er undir en þeir voru vel að sigrinum komnir.“ Heimir Örn Árnason, sem átti frábæran leik í liði Vals, var öllu sáttari. „Við tókum þetta á vörn- inni. Hún var alveg frábær og ekki var Pálmar í markinu síðri. Við höf- um sýnt það í vetur að við erum með góða breidd og það var gaman að sjá menn eins og Sigurð [Egg- ertsson] koma sterkan inn í sókn- inni. Nú mætum við ÍR og vitum að það verða erfiðir leikir. Það býr hins vegar mikið í þessu í liði og við erum hvergi nærri hættir.“ Mörk Vals: Heimir Örn Árnason 9/1, Baldvin Þorsteinsson 8/4, Hjalti Gylfason 6, Sigurður Eggertsson 5, Freyr Brynjarsson 4, Hjalti Pálma- son 2, Atli Rúnar Steinþórsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 22/1. Mörk FH: Logi Geirsson 9/3, Arnar Pétursson 8, Hjörtur Hinriksson 5, Magnús Sigurðsson 3, Brynjar Geirsson 2, Pálmi Hlöðversson 1, Svavar Vignisson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 15/1, Elvar Guðmundsson 4. ■ Ítalska knattspyrnan: Tólf stiga forysta FÓTBOLTI AC Milan er komið með aðra höndina á ítalska meist- aratitilinn eftir sigur á Siena, 2–1, í gær. Andryi Shevchenko og Kaka skoruðu mörk AC Mil- an en gamla brýnið Enrico Chiesa skoraði fyrir Siena. AC Milan hefur nú tólf stiga for- ystu á Roma á toppi ítölsku deildarinnar en Roma á reynd- ar tvo leiki til góða. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var þó rólegur eftir leikinn og sagði alltof snemmt fyrir sína menn að fagna titli, reynslan hefði sýnt það. ■ LEIKIR:  16.00 ÍA og ÍBV mætast á Gervigras- vellinum í Laugardal í B-riðli efri deildar deildarbikars karla í knatt- spyrnu.  18.00 Fram og Þróttur mætast Í Egilshöll í B-riðli efri deildar deild- arbikars karla í knattspyrnu.  18.00 ÍBV og Haukar mætast í Vest- mannaeyjum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni RE/MAX-deildar karla í handknatt- leik. SJÓNVARP:  09.50 NBA-boltinn á Sýn. Útsending frá leik Indiana Pacers og Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar sem fram fór í gær.  11.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Guðni Bergsson og Heimir Karlsson kafa djúpt ofan í leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeild- inni ásamt góðum gesti.  12.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Aston Villa og Newcastle í ensku úrvalsdeild- inni.  15.10 Enski boltinn á Sýn. Útsend- ing frá leik Liverpool og Fulham sem fram fór í ensku úrvalsdeild- inni í gær.  17.00 Markaregn á RÚV. Sýnt frá leikjum helgarinnar í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu.  17.00 NBA-boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Detroit Pistons og Milwaukee Bucks í úrslita- keppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik.  19.30 Evrópumótaröðin í golfi á Sýn. Sýnt frá Dunhill-meistara- mótinu á síðasta ári.  20.30 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um meistara- deild Evrópu í knattspyrnu.  21.00 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Guðni Bergsson og Heimir Karlsson kafa djúpt ofan í leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeild- inni ásamt góðum gesti.  21.40 Helgarsportið á RÚV. Farið yfir atburði helgarinnar í íþróttaheim- inum.  22.30 Inside the PGA Tour 2004 á Sýn. Vikulegur fréttaþáttur um PGA-mótaröðina í golfi. ANNA YAKOVA Var markahæst í Eyjaliðinu með tólf mörk og sú eina sem lék af eðlilegri getu í sókn- inni. SIGRINUM FAGNAÐ Í LEIKSLOK Valsmenn fagna hér sigrinum gegn FH með látum inni í búningsklefa eftir leikinn í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.