Fréttablaðið - 18.04.2004, Page 39

Fréttablaðið - 18.04.2004, Page 39
31SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 Komið við hjá Evró í Skeifunni og kynnið ykkur allt það nýjasta fyrir sumarið á okkar árlegu sumar stórsýningu. Í fyrsta sinn býður Evró upp á húsbíla og hjólhýsi af öllum gerðum og stærðum frá þekktum framleiðendum í Evrópu, draumur ferðamannsinns. STÓRSÝNING UM HELGINA Þýska knattspyrnan: Brotlending Bæjara FÓTBOLTI Vonir Bayern München um þýska meistaratitilinn eru nánast brostnar eftir að liðið beið lægri hlut fyrir Borussia Dortmund, 2–0, á útivelli í þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í gær. Leikmenn Bæjara náðu sér aldrei á strik og til að bæta gráu ofan á svart var Michael Ball- ack rekinn af velli undir lok leiks- ins. Þetta þýðir að Werder Bremen getur náð tíu stiga forystu á toppi deildarinnar ef liðið vinnur Hannover á heimavelli í dag. Það eru aðeins fimm umferðir eftir af þýsku deildinni og því er ekki hægt að segja annað en að staða Werder Bremen sé mjög góð. ■ Deildarbikar karla: Stórsigur Keflavíkur FÓTBOLTI Tveir leikir fóru fram í deildarbikar karla í knattspyrnu í gær. Keflvíkingar unnu stórsigur á FH, 4–1, í Fífunni. Atli Viðar Björnsson skoraði mark FH en þeir Zoran Ljubicic, Ingvi Guð- mundsson, Hörður Sveinsson og Ólafur Ívar Jónsson skoruðu mörk Keflavíkur. Víkingar lögðu Þórsara, 1–0, í Boganum á Akureyri. Varnar- maðurinn Sölvi Geir Ottesen tryggði þeim sigurinn í leiknum með skalla en Þórsarar brenndu af vítaspyrnu undir lokin sem hefði getað tryggt þeim jafn- tefli. ■ Úrslitakeppnin í NBA-deildinni hófst í gær: Öruggt hjá Indiana gegn Boston Celtics KÖRFUBOLTI Indiana Pacers vann öruggan sigur á Boston Celtics, 104–88, í fyrsta leik liðanna í úr- slitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Conseco Field- house-höllinni í Indianapolis í gær. Indiana gerði út um leikinn með frábærum öðrum leikhluta sem liðið vann með 21 stigi, 35–14. Boston náði að minnka muninn í fjórða leikhluta en átti þó aldrei möguleika gegn sterku liði Indi- ana. Jermaine O’Neal og Ron Artest voru stigahæstir hjá Indiana með 24 stig hvor og O’Neal tók jafn- framt 11 fráköst. Al Harrington skoraði 14 stig og tók 10 fráköst og Reggie Miller skoraði 11 stig. Paul Pierce var atkvæðamest- ur hjá Boston Celtics með 20 stig og 10 fráköst og Ricky Davis og Chucky Atkins skoruðu 19 stig hvor. Þrír aðrir leikir fóru fram í gær en þeim var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. ■ Sex marka sigur gegn Fram KA-menn tryggðu sér sæti í undanúrslitum í gær HANDBOLTI KA-menn tryggðu sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni RE/MAX-deildar karla í handknatt- leik í gær þegar þeir lögðu Framara, 34–30, á Akureyri í þriðja leik lið- anna í átta liða úrslitum. KA-menn byrjuðu leikinn af krafti og höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Þeir leiddu með sjö mörkum, 18–11, þegar flautað var til hálfleiks og var við ramman reip að draga hjá Fröm- urum eftir að þeir misstu Hjálmar Vilhjálmsson með rautt spjald af velli eftir tólf mínútna leik. Fyrri hálfleikur var mjög skemmtilegur á að horfa en sá síðari var ekki af sama gæðaflokki enda leikurinn nánast búinn í hálfleik. Framarar komust aldrei nær KA-mönnum en þau fjögur mörk sem skildu liðin að í leikslok og eru því komnir í sumar- frí. KA-menn mæta hins vegar sig- urvegurunum í viðureign Hauka og ÍBV í undanúrslitum en þessi lið eig- ast við í öðrum leik liðanna í Vest- mannaeyjum í kvöld. Arnór Atlason náði að rífa sig upp eftir tvo slaka leiki og var markahæstur með ellefu mörk hjá KA. Jónatan Magnússon skoraði sjö mörk, Einar Logi Friðjónsson skor- aði fimm mörk, Andrius Stelmokas skoraði fjögur, Sævar Árnason skor- aði þrjú, Ingólfur Axelsson tvö og þeir Bjartur Máni Sigurðsson og Magnús Stefánsson eitt mark hvor. Stefán Guðnason stóð vaktina í marki KA í fyrri hálfleik og varði ellefu skot en Hafþór Einarsson, sem hefur verið meiddur að undan- förnu, kom inn í þeim síðari og varði níu skot. Valdimar Þórsson var marka- hæstur hjá Fram með níu mörk, Þorri Björn Gunnarsson skoraði fimm, Hafsteinn Ingason skoraði fjögur mörk, Arnar Þór Sæþórsson, Jón Þór Þorvarðarson, Jón Björgvin Pétursson og Héðinn Gilsson skor- uðu tvö mörk hver og þeir Guðjón Drengsson, Stefán Baldvin Stefáns- son, Martin Larsen og Hjálmar Vil- hjálmsson skoruðu eitt mark hver. Egedijus Petkevicius varði tíu skot í marki Fram og Sölvi Thorarensen varði sjö. ■ ARNÓR ATLASON LOKS Á FLUG Skoraði ellefu mörk gegn Fram í gær eftir að hafa verið haldið niðri í fyrstu tveimur leikjunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T RON ARTEST Skoraði 24 stig fyrir Indiana Pacers gegn Boston Celtics.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.