Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 40
32 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR SAMHÆFÐAR Í SUNDI Franska kvennalandsliðið í samhæfðu sundi sést framkvæma frjálsar æfingar í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Aþenu í gær. HERBERT SNÝR SÉR AÐ ÞJÁLFUN Herbert Arnarson er að öllum líkindum búinn sem leikmaður og hyggst snúa sér að þjálfun. Hann hefur átt í viðræðum við bæði KR og Grindavík. Sundlist Blikinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson eftirsóttur: Snæfell spenn- andi kostur KÖRFUBOLTI Blikinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson, sem var valinn í úrvalslið Intersportdeildarinnar á lokahófi KKÍ á föstudagskvöldið, ætlar ekki að spila með Breiða- bliki á næsta tímabili en liðið féll úr úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð. Pálmi Freyr sagði í sam- tali við Fréttablaðið í gær að mörg lið hefðu sett sig í samband við hann eftir að móti lauk en að hann hefði ekki tekið neina ákvörðun um hvar hann spili á næsta tíma- bili. Hann játaði að Snæfell væri eitt þeirra liða og sagði það vera spennandi kost að spila í Stykkis- hólmi á nýjan leik en hann lék með liðinu tímabilið 1999-2000. Aðspurður sagðist Pálmi ætla að bíða með að taka ákvörðun fram yfir ársþing KKÍ vegna hugsan- legra breytinga á launaþaki. „Það er erfitt að ákveða nokkuð á með- an allt er óljóst varðandi launa- þakið en það skiptir þó mestu máli fyrir mig að komast í lið sem get- ur barist um titilinn. Það er niður- drepandi að vera í fallbaráttu og ég vonast til að finna lið þar sem annað verður uppi á teningnum,“ sagði Pálmi. ■ Páll Axel og Hildur best Mikið um dýrðir á lokahófi KKÍ í föstudagskvöldið KÖRFUBOLTI Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík var valinn besti leik- maður Intersportdeildar karla í körfuknattleik á lokahófi Körfu- knattleikssambands Íslands á föstudagskvöldið. Páll Axel átti skínandi tímabil fyrir Grindavík og var stigahæstur allra Íslend- inga í deildinni með 25,1 stig að meðaltali. Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi KR-liðsins í 1. deild kvenna í körfuknattleik, var valin besti leikmaður deildarinnar ann- að árið í röð. Hildur var burðarás í ungu KR-liði og skoraði 18 stig að meðaltali í deildinni og tók 12,1 frákast. Sævar Haraldsson, leik- stjórnandi Hauka, var valinn efni- legasti leikmaður Intersportdeild- arinnar annað árið í röð en hin fimmtán ára gamla María Ben Er- lingsdóttir úr Íslandsmeistaraliði Keflavíkur var valin efnilegust hjá konunum. Það kom fáum á óvart að Bárður Eyþórsson, sem gerði Snæfell að deildarmeisturum og fór með þá alla leið í lokaúrslit- in gegn Keflavík, skyldi verða valinn þjálfari ársins í Inter- sportdeildinni en Gréta María Grétarsdóttir, sem gerði góða hluti með KR-liðið á sínu fyrsta ári sem þjálfari í efstu deild, var valinn besti þjálfari 1. deildar kvenna. Úrvalslið Intersportdeildarinnar var einnig valið en það skipuðu eft- irtaldir leikmenn: Lárus Jónsson úr Hamri, Pálmi Freyr Sigurgeirsson úr Breiðabliki, Páll Axel Vilbergs- son úr Grindavík, Páll Kristinsson úr Njarðvík og Hlynur Bæringsson úr Snæfelli. Hjá konunum voru Hildur Sigurðardóttir úr KR, Alda Leif Jónsdóttir úr ÍS, Sólveig Gunn- laugsdóttir úr Grindavík og þær Birna Valgarðsdóttir og Erla Þor- steinsdóttir úr Keflavík valdar í úr- valslið ársins. ■ Liðsstyrkur til FH: Dani kem- ur í vikunni FÓTBOLTI FH-ingar halda áfram að róa á dönsk mið þegar kemur að því að fá leikmenn til að styrkja liðið fyrir átökin í Landsbanka- deildinni á komandi tímabili. Danski miðjumaðurinn Simon Karkov, sem er 27 ára gamall og er á mála hjá danska liðinu Her- fölge, mun koma til landsins í vik- unni og æfa með liðinu í nokkra daga. Samningur Karkovs rennur út í júní og hefur Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, dvalið í Danmörku að undanförnu til að fylgjast með kappanum. ■ Herbert Arnarson snýr sér að þjálfun: Í viðræðum við Grinda- vík og KR KÖRFUBOLTI Herbert Arnarson, sem lék ekkert með KR á nýafstöðnu tímabili vegna meiðsla, á nú í við- ræðum við bæði KR og Grindavík um að taka að sér þjálfun þessara liða á næsta tímabili. Herbert sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri nánast búinn að gefa leikmannasferilinn upp á bátinn vegna þrálátra meiðsla og hefði mikinn áhuga á að þjálfa lið í Intersportdeildinni. Hann stað- festi að hann ætti í viðræðum við KR og Grindavík en sagði of snemmt að segja til um hvar hann yrði á næsta tímabili. „Ég fer í að- gerð í maí og þá kemur endanlega í ljós hvort ég get spilað. Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á það gangi og því tel ég þetta heppilegan tímapunkt til að snúa mér að þjálfun í meistaraflokki. Ég get samt ekki hugsað mér að vera spilandi þjálfari,“ sagði Her- bert. ■ Þjálfaraskipti í NBA- deildinni: O’Neill rek- inn frá Toronto KÖRFUBOLTI Forráðamenn NBA- liðsins Toronto Raptors ákváðu í gær að reka þjálfara liðsins, Keith O’Neill, og alla fjóra aðstoðar- menn hans en árangur liðsins það sem af er tímabilinu var langt undir væntingum. O’Neill, sem tók við liðinu síðasta sumar, átti eitt ár eftir af samningi sínum en fyrir utan lélegt gengi þá átti hann í útistöðum við leikmenn liðsins í allan vetur. Nýverið rak Toronto framkvæmdastjóra sinn og mun nýr framkvæmdastjóri, sem mun væntanlega verða ráð- inn á næstunni, því hafa gjörsam- lega frítt borð þegar hann kemur til starfa. Toronto hafnaði í tíunda sæti Austurdeildarinnar og vann 33 leiki af 82. ■ EFTIRSÓTTUR AF LIÐUM Í INTER- SPORTDEILDINNI Mörg lið hafa sett sig í samband við Pálma Frey Sigurgeirsson sem ætlar ekki að spila með Breiðabliki á næsta tímabili. BEST OG EFNILEGUST Í KÖRFUNNI María Ben Erlingsdóttir úr Keflavík, Hildur Sigurðardóttir úr KR, Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík og Sævar Haraldsson úr Haukum voru valin best og efnilegust á lokahófi KKÍ á föstudagskvöldið. ÚRVALSLIÐ ÁRSINS Í INTERSPORTDEILD KARLA OG 1. DEILD KVENNA Úrvalslið karla og kvenna voru valin á lokahófinu. Karlaliðið er í efri röðinni frá vinstri til hægri: Lárus Jónsson úr Hamri, Pálmi Freyr Sigurgeirsson úr Breiðabliki, Páll Axel Vilbergs- son úr Grindavík, Friðrik Ragnarsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, sem tók við verðlaunum fyrir Pál Kristinsson og Hlynur Bæringsson úr Snæfelli. Kvennaliðið er í neðri röð frá vinstri til hægri: Erla Þorsteinsdóttir úr Keflavík, Birna Valgarðsdóttir úr Keflavík, Sólveig Gunn- laugsdóttir úr Grindavík, Alda Leif Jónsdóttir úr ÍS og Hildur Sigurðardóttir úr KR. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI AÐRIR VERÐLAUNAHAFAR INTERSPORTDEILD KARLA Besta vítanýting Jeb Ivy, KFÍ 91,8% Besta nýting úr þriggja stiga skotum Jeb Ivy, KFÍ 49,4% Flest stig Darrel Lewis, Grindavík 25,8 Flest fráköst Leon Brisport, Þór Þ. 13,8 Flest varin skot Troy Wiley, KFÍ 4,4 Flestir stolnir boltar Clifton Cook, Tindastóli 3,3 Flestar stoðsendingar Bethuel Fletcher, KFÍ 7,7 Besti erlendi leikmaður Darrel Lewis, Grindavík Besti varnarmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Lárus Jónsson, Hamri Besti dómarinn Leifur Garðarsson AÐRIR VERÐLAUNAHAFAR INTERSPORTDEILD KVENNA Besta vítanýting Anna María Sveinsdóttir, Keflavík 85,5% Besta nýting úr þriggja stiga skotum Anna María Sveinsdóttir, Keflavík 41,4% Flest stig Kesha Tardy, Grindavík 25,5 Flest fráköst Eplunus Brooks, ÍR 18,4 Flest varin skot Alda Leif Jónsdóttir, ÍS 3,3 Flestir stolnir boltar Andrea Gaines, Njarðvík 4,9 Flestar stoðsendingar Alda Leif Jónsdóttir, ÍS 6,6 Besti erlendi leikmaður Katie Wolfe, KR Besti varnarmaðurinn Hildur Sigurðardóttir, KR Prúðasti leikmaðurinn Sólveig Gunnlaugsdóttir, Grindavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.