Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 41
33SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 Portsmouth af hættusvæðinu í ensku úrvalsdeildinni í bili: Steinn í götu United FÓTBOLTI Portsmouth vann í gær gíf- urlega mikilvægan sigur á Manchester United, 1–0, í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu. Það var hinn gamalreyndi Steve Stone sem skoraði sigurmark Portsmouth af miklu harðfylgi á 36. mínútu leiks- ins. Manchester United var mun sterkari aðilinn í leiknum en gekk illa að skapa sér færi gegn baráttu- glöðum leikmönnum Portsmouth. Portsmouth komst með sigrinum í fimm stig frá fallsæti en Manchest- er United er enn þremur stigum á eftir Chelsea í baráttunni um annað sætið í úrvalsdeildinni. Leikmenn Manchester United vildu fá vítaspyrnu undir lok leiks- ins þegar Gary Neville virtist skalla í hönd varnarmanns Portsmouth innan vítateigs en Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins, sagðist bera fullt traust til Neale Barry, dómara leiksins, og það hefði verið erfitt að sjá hvort um víti var að ræða eða ekki. „Það var þröngt á þingi í teignum og erfitt að sjá nokkurn hlut. Ég ber fullt traust til Neale Barry og tel hann vera einn besta dómara úrvalsdeildarinnar,“ sagði Ferguson. Hann hrósaði sín- um mönnum fyrir að gefast aldrei upp. „Við gerðum það sem við gát- um en þetta var ekki okkar dagur. Markið gaf þeim sjálfstraust og eft- ir það var á brattann að sækja fyrir okkur,“ sagði Ferguson og viður- kenndi að leikurinn gegn Chelsea 8. maí næstkomandi myndi væntan- lega skera úr um hvort liðið hreppti annað sætið í deildinni. Steve Stone, hetja Portsmouth, var í skýjunum eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega mikilvægur sigur fyrir okkur. Nú getum við farið í næsta leik gegn Leeds með þá vissu að jafntefli eru góð úrslit fyrir okkur. Við börðumst eins og ljón og þótt við höfum oft spilað áferðarfallegri knattspyrnu þá nægði eitt mark. Við vörðumst frábærlega gegn gífur- lega sterku liði og það er það sem þarf þegar lið eru í fallbaráttunni eins og við erum,“ sagði Stone. ■ Vítaspyrnu- draugur Liverpool Víti sem Steven Gerrard brenndi af gegn Fulham kostaði sigurinn. FÓTBOLTI Leikmönnum Liverpool virðist vera fyrirmunað að skora úr vítaspyrnum. Fræg er skelfi- lega léleg vítanýting hjá helsta markaskorara liðsins, Michael Owen, sem hefur brennt af tíu af síðustu 23 vítaspyrnum sínum. Í gær var komið að fyrirliða liðsins og besta manni, Steven Gerrard, að taka víti og viti menn; hann lét Edwin van der Sar, markvörð Ful- ham, verja frá sér. Þar með fór fimmta vítaspyrnan í súginn hjá liðinu á tímabilinu en áður höfðu Michael Owen tvívegis og Emile Heskey og El-Hadji Diouf brennt af einu sinni hvor. Misheppnað víti Gerrards gerði það að verkum að Liverpool tapaði tveimur dýr- mætum stigum í baráttunni um fjórða sætið í deildinni og þarf að treysta á jafntefli í leik Aston Villa og Newcastle í dag til að halda fjórða sætinu en bæði þessi lið geta með sigri skotist upp fyr- ir Liverpool. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að Owen og Gerrard hefðu ákveðið það inni á vellinum hvor þeir tæki vítið. „Steven tók ábyrgðina en þetta var vel varið og sýnir kannski tímabilið í hnot- skurn hjá okkur,“ sagði Houllier. Blackburn virðist vera á góðri leið með að tryggja sæti sitt í deildinni eftir mikilvægan sigur á Leicester á heimavelli, 1–0, í gær. Það var ekki mikill glæsibragur yfir sigrinum og var sigurmarkið sjálfsmark hjá gríska varnar- manninum Nikos Dabizas. Graeme Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn, kvartaði þó ekki eftir leikinn. „Eins og staðan er í dag þá skiptir það mig engu máli hvernig við vinnum. Aðalatriðið er að stigin komi í hús. Við erum í bullandi fallbaráttu og þótt við höfum nú unnið tvo leiki í röð þá erum við langt frá því að vera ör- uggir. Við verðum að halda áfram á sömu braut,“ sagði Souness. Chelsea missti af gullnu tæki- færi til að komast sex stig yfir Manchester United þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Everton á Stamford Bridge. Eiður Smári Guðjohnsen var fjarri góðu gamni vegna veikinda en verður væntanlega orðinn klár í slaginn fyrir undanúrslitaleikinn gegn Mónakó í meistaradeildinni í Frakklandi á þriðjudaginn. Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, neitaði þó að kenna leiknum gegn Mónakó um slaka spilamennsku liðsins gegn Ev- erton. „Allir mínir menn voru ein- beittir og staðráðnir í því að gera sitt besta. Það heppnast bara ekki alltaf og ég get ekki annað en hrósað leikmönnum Everton. Þeir voru vel skipulagðir og agaðir og það var erfitt að finna glufu á vörn þeirra,“ sagði Ranieri. Dave Jones og lærisveinar hans hjá Wolves hafa ekki enn ját- að sig sigraða í baráttunni um að sleppa við fall. Þeir unnu góðan sigur á Middlesbrough, 2–0, í gær og komust upp að hlið Leicester, sem er í næstneðsta sætinu. Það eru þó enn sex stig í Manchester City sem er í fjórða neðsta sæti en Jones er ekki tilbúinn til að kasta inn handklæðinu. „Þetta var góð- ur sigur hjá okkur og sýnir að mínir menn hafa ekki játað sig sigraða. Við munum halda áfram þar til yfir lýkur og vonandi náum við nægilega mörgum stigum til að halda okkur í deildinni,“ sagði Jones. ■ SIGURMARKI FAGNAÐ Steve Stone fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Portsmouth gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. ENSKA ÚRVALSDEILDIN Portsmouth-Man. Utd 1-0 1-0 Steve Stone (36.). Blackburn-Leicester 1-0 1-0 Nikos Dabizas, sjálfsm.(42.). Bolton-Tottenham 2-0 1-0 Ivan Campo (7.), 2-0 Henrik Peder- sen (65.). Charlton-Birmingham 1-1 0-1 Clinton Morrison (84.), 1-1 Matt Hol- land (86.). Chelsea-Everton 0-0 Liverpool-Fulham 0-0 Man. City-Southampton 1-3 0-1 James Beattie (34.), 0-2 Kevin Phillips (55.), 1-2 Nicolas Anelka (78.), 1-3 Kevin Phillips (81.). Wolves-Middlesbrough 2-0 1-0 Carl Cort (28.), 2-0 Henri Camara (62.). STAÐAN Arsenal 33 24 9 0 67:22 81 Chelsea 34 22 6 6 60:27 72 Man. United 33 21 5 7 59:32 68 Liverpool 34 13 11 10 48:36 50 Newcastle 32 12 13 7 45:33 49 Aston Villa 33 13 9 11 44:40 48 Charlton 33 13 9 11 44:41 48 Birmingham 34 12 11 11 40:42 47 Southampton 33 12 9 12 38:33 45 Fulham 34 12 9 13 47:44 45 Middlesbrough 34 12 9 13 40:42 45 Bolton 34 11 11 12 40:51 44 Everton 34 9 12 13 42:47 39 Tottenham 34 11 5 18 42:54 38 Blackburn 34 10 7 17 48:57 37 Portsmouth 33 10 7 16 37:47 37 Man. City 34 7 13 14 47:50 34 Leeds 34 8 8 18 35:69 32 Leicester 34 5 13 16 41:59 28 Wolves 34 6 10 18 33:71 28 ENN EITT VÍTIÐ Í SÚGINN Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, heldur hér um höfuð sér eftir að hafa brennt af víti gegn Fulham í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A PM YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.