Fréttablaðið - 18.04.2004, Page 43

Fréttablaðið - 18.04.2004, Page 43
SUNNUDAGUR 18. apríl 2004 35 COURTNEY LOVE Óstýriláta rokkdívan átti í mestu erfiðleik- um með klæðaburð og hífði í sífellu kjól- inn upp, þegar hún mætti til réttar í Beverly Hills á miðvikudaginn. Hún á yfir höfði sér tvær ákærur vegna eignarhalds á ólöglegum eiturlyfjum. Pondus eftir Frode Øverli Þó svo að Beckhamhjónin eigi íerfiðleikum í einkalífinu er ekki sömu sögu að segja af fjár- hagsstöðu þeirra. Breska dag- blaðið The Sunday Times birtir reglu- lega lista yfir ríkustu Bret- ana og þar eru þau hjónakorn- in í 621. sæti. Það segir þó ekki alla sög- una því þau auðguðust um 15 milljónir punda á síðasta ári, sem samsvarar um 1.950.000.000 íslenskra króna. Ríkidæmi þeirra er því metið á 65 milljónir punda í dag. Simon Cowell, Idol-dómarinnsjálfur, kemur nýr inn á listann. Hann nær ekki sömu hæðum og Beck- hamhjónin en með 45 milljónir punda í vasanum er hann örugg- lega sáttur með sitt. Íslandsvinurinn, eða óvinurinneftir því hvernig á það er horft, Robbie Williams, hoppar upp um fjögur sæti á lista yfir tónlistar- milla, frá því 28. upp í 24. sæti. Hann er talinn vera 78 milljóna punda virði og á aukið ríkidæmi sitt því að þakka að hann skellti sér í Evrópuferð síðastliðið sumar og græddi vel á henni auk góðrar sölu á geisla- disknum hans. Harry Potter-rithöfundurinnJK Rowling er heldur ekki á flæðiskeri stödd þessa dagana. Hún er nú í 91. sæti yfir ríkasta fólk Bretlands og talin virði 435 milljóna punda. Ef hún ætlaði að tvöfalda ríkidæmi sitt á árinu tókst það ekki, þar sem hún var talin 280 milljóna punda virði í fyrra. TÓNLIST Látum sönginn hljóma er geisladiskur sem gefinn er út í til- efni af 60 ára afmæli Geirmundar Valtýssonar. Öll lög á disknum eru ný lög Geirmundar en hann syng- ur ekkert þeirra sjálfur. „Það hefur lengi blundað í honum að semja lög sem yrðu sungin af öðrum,“ segir Aðal- steinn Magnússon, sölu- og mark- aðsstjóri Skífunnar. „Það sem okkur finnst líka skemmtilegt við þennan disk er að þarna er bland- að saman ólíkum söngvurum. Allt frá Álftagerðisbræðrum, sem syngja bæði saman og svo einir, að Sverri Bergmann, sem syngur aðallega rokk í Daysleeper. Þarna syngur einnig efnileg og bráðung söngkona, Ingunn Krist- jánsdóttir, sem er einungis 13 ára, og Jóhann Már Jóhannsson, bróðir Kristjáns Jóhannssonar.“ Nokkuð er síðan söngur Jóhanns var tekinn upp því síðast var lag með honum tekið upp á plötu í kringum 1980. „Það var ekkert mál að fá þessa góðu söngvara til að syngja á disknum. Eiginlega bara ótrúlega lítið mál þar sem söngvararnir litu bara á þetta sem heiður.“ ■ Góðan daginn, strætóstrákur! Tókstu lýsið þitt í morgun? Góður dágur! Ég hef svo margt að segja þér í dag... NEEIII!!! Sætið mitt! Við heppin! Þetta er bara uppblásin dúkka! Þetta var sko HEPPNI! En óheppinn sá sem á dúkkuna! Hún hlýtur að hafa verið VOÐA DÝR! 6.990 krónur... held ég! GEIRMUNDUR VALTÝSSON Fyrsti diskur Geirmundar þar sem aðrir syngja lög hans er kominn út. Látum sönginn hljóma SÍ‹UMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS tækni ÓTRÚLEGT VERÐ! 34.900,-ACER N10 POCKET PC: • Skjár: - 3.5" TFT Snertiskjár, LCD - Upplausn: 240x320, litaskjár • Minni: - 64mb SDRAM vinnsluminni - 32mb auka FLASH minni • Örgjörvi: - Intel PXA255 með Intel XScale tækni: 300mhz • Hljóð: - Innbyggður hljóðnemi & hátalarar - Tengi fyrir heyrnatól • Rafhlaða: - Allt að 12klst ending • Hugbúnaður: - Microsoft Windows Pocket PC 2003 - Microsoft Pocket Outlook 2002 - Microsoft Pocket Word 2002 - MSN Messenger - Terminal Services Client - Windows Media Player 9.0 - Ofl. • þyngd: 161gr. Acer Pocket PC Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.