Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 44
✮ ✮ TÓNLEIKAR  16.00 Hugi Jónsson heldur nemendatónleika í Nýja tónlistar- skólanum, Grensásvegi 3, með píanóundirleik Gerrit Schuil. Á efnisskrá er ljóðaflokkurinn Songs of the World eftir Ralph Vaughan Williams og íslensk sönglög.  16.00 Bassarnir þrír frá Keflavík, þeir Davíð Ólafsson, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson, koma fram á tónleik- um á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum. Undirleikari á píanó verður Kurt Kopecky.  17.00 Dægurkórinn og Regn- bogakórinn, sem báðir eru á veg- um Söngseturs Estherar Helgu í Kópavogi, halda tónleika í Ými við Skógarhlíð. Dagskrá tónleik- anna er alíslensk í tilefni af ferð kóranna til Kanada. Stjórnandi er Esther Helga Guðmundsdóttir og meðleikari og einleikari á tón- leikunum er Katalin Lörincz.  20.00 Á síðustu tónleikum KaSa hópsins á þessu starfsári í Saln- um, Kópavogi, flytur hann þrjá konserta fyrir píanó og strengi eft- ir J.C. Bach og W.A. Mozart.  20.30 Andrea Gylfadóttir söng- kona og Pétur Sigurðsson bassa- leikari verða gestir þeirra Krist- jönu Stefánsdóttur söngkonu og Agnars Más Magnússonar píanista á tónleikum í röðinni „Kvöldin í Firðinum”, sem haldnir verða í veislusalnum Turninum á 7. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði.  21.00 Hljómsveitirnar Indigo og Tenderfoot verða á rólegu nótun- um með kertaljósatónleika á Gauknum. Einnig sýnir Jón Sæ- mundur Auðarson kvikmynd.  21.00 Andrés Þór Gunnlaugs- son gítarleikari kemur fram ásamt kvartett sínum á Múlanum í gyllta salnum á Hótel Borg. Kvart- ettinn skipa auk Andrésar þeir Jóel Pálsson saxófónleikari, Tómas R. Einarsson á bassa og Erik Quick á trommur.  Íslensk-danska klezmer-hljómsveitin Schpilkas leikur í salnum Rús- landi í Klink og Bank. Hljómsveit- ina skipa þeir Haukur Gröndal á klarinett, Nicholas Kingo á harm- óniku, Peter Jörgensen á bassa og Helgi Svavar Helgason á trommur. Sérstakur gestur hljóm- sveitarinnar verður danski trompetleikarinn Thomas Caudery. ✮ ✮ LEIKLIST  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borg- arleikhússins.  15.00 Leikhópurinn Á senunni sýnir á litla sviði Borgarleikhúss- ins sýninguna Paris at night, sem byggð er á ljóðum eftir Jacques Prévert.  19.00 Sorgin klæðir Elektru eft- ir Eugene O’Neill á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams á nýja sviði Borgarleikhússins. 36 18. apríl 2004 SUNNUDAGUR SÝND kl. 6 og 8 Bráðfyndin grínmynd sem hefur farið sigurför um heiminn. Vann Óskarinn sem BESTA ERLENDA MYNDIN og tilnefnd fyrir besta handrit. Algjör perla! BJÖRN BRÓÐIR kl. 2 og 4 M. ÍSL. TALI FINDING NEMO kl. 2 M. ÍSL. TALI KÖTTURINN MEÐ HATTINN kl. 2 og 4 STARSKY & HUTCH kl. 4, 6, 8 og 10.15 SÝND kl. 2, 4 og 6 MEÐ ÍSL. TALI HHH Ó.H.T Rás 2 SÝND kl. 3 og 5 ÍSL. TAL SÝND kl. 2.30, 5.15, 8 og 10 B.i. 12 SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 3 og 8 DREKAFJÖLL - ÍSL. TAL FORSÝNING KL.4 SÝND kl. 8 og 10.15 B.i. 16 WHALE RIDER kl. 3, 8 og 10 COLD MOUNTAIN kl. 5 B.i. 16 Hann mun gera allt til að verða þú Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki BESTA ERLENDA MYNDIN SÝND kl. 8 og 10.15 B.i. 16 SÝND kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 SÝND kl. 6, 8 og 10.45 B.i. 12 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 4, 8 og 10.45 Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd, byggðri á sannri sögu! Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd, byggðri á sannri sögu! STARSKY & HUTCH kl. 10 B.i. 12 KALDALJÓS kl. 6 TAKING LIVES kl. 6 og 10.15 B.i. 16 kl. 10.15STUCK ON YOU SÝND kl. 2.30, 5.20, 8 og 10.40 B.i. 16 SÝND Í LÚXUS kl. 2.30, 5.20, 8 og 10.40 Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta kvikmynd allra tíma HHH1/2 kvikmyndir.com HHH Skonrokk SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 Sýnd kl. 2 og 4.30 MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 3 og 8 MEÐ ENSKU TALI Ævintýrið eins og þú hefur aldrei upplifað það. HHH H.L. Mbl. Sýnd kl 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15 Til að tryggja réttan dóm réðu þeir utanaðkomandi sérfræðing. En það var einn sem sá við þeim... Eftir metsölubók JOHN GRISHAM Með stórleikurunum, John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman og Rachel Weisz Það vilja allir vera hún, en hún vil vera “frjáls” eins og allir aðrir. Sprenghlægileg rómantísk gaman- mynd um forsetadóttur í ævintýraleit! HHH kvikmyndir.com HHH kvikmyndir.com HHH1/2 kvikmyndir.com ■ Tónleikar hvað?hvar?hvenær? 15 16 17 18 19 20 21 APRÍL Sunnudagur Þetta eru hálfgerðir ferða-konsertar fyrir píanista, sem eiga erfitt með að ferðast um með heila hljómsveit. Það er miklu minna mál að taka með sér bara tvo fiðlara og selló,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari um þrjá píanókonserta sem Moz- art umskrifaði upp úr píanósónöt- um eftir Johann Christian Bach, sem var sonur Johanns Sebasti- ans. Í kvöld ætla þrír píanóleikarar að skipta bróðurlega með sér þessum þremur píanókonsertum á síðustu tónleikum KaSa hópsins í Salnum þetta árið. Það er einn konsert á mann. Píanóleikararnir þrír, sem hver um sig flytur einn konsert- anna, eru þeir Peter Maté og Miklos Dalmoy ásamt Nínu Mar- gréti en með þeim leika fiðluleik- ararnir Sigurlaug og Sigrún Eð- valdsdætur og Sigurgeir Agnars- son sellóleikari. „Þetta var algengt á þessum tíma að menn lágu yfir verkum eldri meistara og umskrifuðu þau. Mozart var sennilega 14 eða 15 ára þegar hann gerði þetta en hann spilaði þetta mikið sjálfur og hlýtur því að hafa verið ánægður með hvernig til tókst. Þetta hefur líka greinilega verið góður undir- búningur fyrir það sem hann var að gera síðar, því hann lyfti konsertforminu á allt annað plan síðar meir.“ Konsertarnir þykja mjög fal- legir en hafa lítið heyrst á seinni tímum. „Það er kúnst að skrifa konsert fyrir svona fáa hljóðfæraleikara, því þá hvílir meira á hverjum þeirra. En Mozart leysir það mjög vel að láta þetta virka eins og stærri hljómsveit.“ ■ Einn konsert á mann KASA HÓPURINN Í SALNUM Þau ætla að flytja þrjá píanókonserta eftir Johann Christian Bach og Wolfgang Amadeus Mozart. FR ÉT TA B LA Ð IÐ PJ ET U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.