Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Hvernig ertu núna? Hef aldrei verið hamingjusamari! Hæð: 167 cm. Augnlitur: Blár. Starf: Nokkurs konar dagmamma. Stjörnumerki: Naut. Hjúskaparstaða: Í sambandi. Hvaðan ertu? Fæddist á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi til 9 ára aldurs og flutti þá til Reykjavíkur. Helsta afrek: Sonur minn. Helstu veikleikar: Ég er sjúk í súkku- laði. Ertu í bókinni Samtíðarmenn? Ég ef- ast stórlega um það. Helstu kostir: Ég er ákveðin og skipu- lögð. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Queer Eye for the Straight Guy, Friends og Idol. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Enginn sér- stakur. Uppáhaldsmatur: Allur ítalskur, ind- verskur og mexíkóskur. Mestu vonbrigði lífsins: Ég reyni að gleyma öllum vonbrigðum eins fljótt og ég get. Hobbý: Ég er skáknörd. Viltu vinna milljón? Já, alveg endi- lega. Ég ætti ekki í erfiðleikum með að eyða henni. Jeppi eða sportbíll: Jeppi á Íslandi en sportbíll erlendis. Bingó eða gömlu dansana: Það er stuð í bingó og svo er ég algjör flækjufótur. Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar ég lenti út af í mikilli bleytu og hefði ég farið hinum megin út af væri ég ekki hérna í dag. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Kennari. Hver er fyndnastur? Helgi Ólafs hef- ur skemmt mér mikið í gegnum tíðina. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Kærast- inn að sjálfsögðu. Trúir þú á drauga? Já Hvaða dýr vildirðu helst vera? Fugl, því mig hefur alltaf langað til að geta flogið. Hvort vildirðu heldur vera Kasparov eða Karpov? Ekki spurning, Garry. Áttu gæludýr? Nei. Þú ert í síðustu skák á stórmóti úti í heimi. Sigur tryggir þér fyrsta sætið í mótinu, jafntefli annað sætið en tap það þriðja. Þú ert með verri stöðu og veist að þú getur tapað þegar and- stæðingurinn býður þér jafntefli. Hvað gerir þú? Ég tefli áfram því að mér er sama hvort ég lendi í 2. eða 3. sæti. Það er bara spurning um að vinna eða vinna ekki. Besta bók í heimi: Hef ekki lesið hana ennþá. Næst á dagskrá: Í skákinni stefni ég á Ólympíumót á Mallorca í haust. Er skáknörd Bakhliðin Á HÖRPU INGÓLFSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.