Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 6
6 19. apríl 2004 MÁNUDAGUR ■ Lögreglufréttir Veistusvarið? 1Hverrar tegundar er dýrasti bílllandsins? 2Fyrir hvað var rússneska ballerínanAnastasia Volotsjkova rekinn úr Bols- hoi-ballettinum? 3Hvað heitir bæjarstjórinn í Sel-tjarnarnesbæ? Svörin eru á bls. 31 Þrír japanskir gíslar komnir heim til Osaka: Voru bugaðir og felldu tár JAPAN, AP Japönsku hjálparstarfs- mennirnir Noriaki Imai, Nahoko Takato og fréttaljósmyndarinn Soichiro Koriyama, sem hótað var lífláti af herskáum Írökum er tóku þá í gíslingu, eru komnir heilu og höldnu til heimalandsins. Þremenningunum var sleppt á fimmtudag en var þá fyrst flogið til Sameinuðu fursta- dæmanna þar sem þeir gengu undir læknisskoðun og grein- dust með áfallastreitu. Læknar í Dubai hafa ráðlagt þeim að hvíl- ast vel og taka því rólega. Hund- ruð manns tóku gíslunum fagn- andi á flugvellinum í Osaka, en þremenningarnir voru bugaðir og felldu tár. Jóhannes Páll páfi II bað fyr- ir lausn gíslanna í vikulegu ávarpi sínu frá Vatíkaninu. Páf- inn höfðaði til mannræningj- anna að sýna mannlega gæsku og tilfinningar og gefa gíslunum frelsi. Meira en fimmtíu erlend- ir ríkisborgarar hafa verið tekn- ir í gíslingu í Írak það sem af er mánuðinum, en flestum verið sleppt aftur. ■ Áætlað að bjóða út tvöföldun í maí Tvöföldun vegarkafla Vesturlandsvegar milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar kostar mun meira en áætlanir hafa gert ráð fyrir. Samgönguráðherra segir að verkið verði boðið út í næsta mánuði. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar yfirlýsingunni. SAMGÖNGUMÁL Sturla Böðvarsson samgönguráðherra telur viðbrögð Ragnheiðar Ríkharðsdóttur bæj- arstjóra í Mosfellsbæ í kjölfar fyrirspurnar á Alþingi vera byggð á misskilningi. Í umræðum um fyrirspurnina kom fram að ekki væru næg- ar fjárheimildir til þess að hrinda í framkvæmd tvöföldun Vest- urlandsvegar á vegarkaflanum á milli Víkurvegar í Reykjavík og Skarhólabrautar í Mosfellsbæ. „Samkvæmt samgönguáætl- un er fjárveiting til þessa verks og við höfum verið að láta undirbúa það mál og það var fjárveiting á síð- asta ári og á þessu. Þarna hafa hins vegar verið gerðar breytingar á skipulagi bæði innan Reykjavíkur og Mosfellsbæjar sem hafa haft áhrif á undirbún- inginn og umhverfismat sem þarf að ganga í gegnum. Þannig að þetta hefur orðið flóknara og kostnaðarsamara,“ segir Sturla Böðvarsson. Hann segir að verið sé að at- huga hvort unnt sé að draga úr kostnaði við framkvæmdina. „Við gerum ráð fyrir að þetta verk verði boðið út og ef allt gengur eftir hugsa ég að það verði í næsta mánuði. Ef okkur tekst ekki að gera breytingar sem draga úr þessum kostnaði þá þarf að afla meiri fjármuna og við erum að vinna í því að leita leiða til að færa úr öðrum verkum til að hægt sé að fjármagna málið,“ segir hann. Hann segir að áætlaður kostn- aður við framkvæmdina sé nú níu hundruð milljónir en einungis séu til staðar heimildir til að veita 540 milljónum til verkefnsins og því þurfi að finna ónýttar fjárheim- ildir fyrir önnur verkefni í kjör- dæminu til að ljúka verkefninu. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir að viðbrögð sín hafi ekki verið byggð á misskilningi. „Fréttamenn hafa byggt fyrirspurn sína á svari sam- gönguráðherra á þingi og ég byggi viðbrögð mín á svari ráð- herra og af því mátti skilja að ver- ið væri að slá framkvæmdinni á frest,“ segir hún. Hún fagnar því hins vegar að ráðherra hafi nú lýst því yfir að útboð vegna framkvæmdanna fari fram á næstunni. thkjart@frettabladid.is -ráð dagsins Hendið furukönglum eða rifnum, þurrkuðum berki af sítrónu/appelsínu í arineldinn til að fá góðan ilm. VEIÐIÞJÓFAR GRIPNIR Tveir veiðiþjófar voru eltir upp af lög- reglunni á Fáskrúðsfirði á laug- ardag. Einn riffill og tvær vor- gæsir sem veiðiþjófarnir höfðu skotið voru gerð upptæk. LENTI UTAN VEGAR Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á móts við sundlaugina í Vopnafirði um klukkan tíu á laugardagskvöld. Auk bílstjórans voru þrír farþeg- ar í bílnum sem allir voru í bíl- beltum. Einn farþegana meiddist lítillega. Að sögn lögreglunnar var mildi að ekki skyldi fara verr. GLORÍA Fíkniefni fundust í Gloríu, flaggskipi kólumbíska flotans. Hneyksli í Kólumbíu: Fíkniefni í flaggskipi flotans KÓLUMBÍA Stór sending af eiturlyfj- um fannst um borð í herskipinu Gloríu, flaggskipi kólumbíska flot- ans. Fíkniefnin, 16,5 kíló af heróíni og 10 kíló af kókaíni, fundust rétt áður en Alejandro Toledo, forseti Perú, átti að stíga um borð í opinbera heimsókn. Fíkniefnafundurinn er enn eitt hneykslið sem kólumbísk yfirvöld verða fyrir. Alvar Uribe, forseti Kól- umbíu, sagði atvikið setja ljótan blett á stolt þjóðarinnar og setti 75 manna áhöfn Gloríu í farbann. Fyrirhuguð var ferð Gloríu til Bandaríkjanna og Evrópu í von um að bæta ímynd Kólumbíu. ■ FRELSINU FEGIN Hundruð manns fögnuðu heimkomu bugaðra gíslanna frá Írak. GRÍÐARLEGUR UMFERÐARÞUNGI Talið er að um sautján þúsund bílar fari um veginn á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur á degi hverjum. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ fagnar því að samgönguráðherra hyggist bjóða tvöföldun vegarins út í næsta mánuði. RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR Fagnar yfirlýsingu samgönguráðherra. STURLA BÖÐVARSSON Gerir ráð fyrir útboði í næsta mánuði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.