Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 9
9MÁNUDAGUR 19. apríl 2004 Fáðu meira! Veglegir aukahlutapakkar með nýjum Toyota ÞAÐ ER VOR Í LOFTI - Sumarið leggst vel í okkur og við viljum að þú njótir þess í nýjum, betur búnum Toyota. Þess vegna bjóðum við glæsilega aukahlutapakka sem fylgja nýjum Toyotabílum á sérstökum tilboðsdögum í apríl og maí, eða á meðan birgðir endast. Taktu sumarið snemma og fáðu meira með nýjum Toyota. Komdu strax í dag og aktu á nýjum Toyota út í vorið. Frekari upplýsingar á www.toyota.is eða í síma 570 5070. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 10 5 0 4/ 20 04 Corolla fylgir sportlegur aukahlutapakki. 110.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Álfelgur og vindskeið. YARIS BLUE, sérútgáfa af Yaris. 100.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Þokuljós að framan, sérstök Yaris Blue innrétting, krómpúst, silsalistar, vindskeið o.fl. Avensis er ríkulega útbúinn. 120.000 kr. aukabúnaður Innifalið: krómpakki og álfelgur eða sóllúga. RAV4 er kraftalega útbúinn. 130.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Heilsársdekk, vindskeið og aurhlífar. Nýr Avensis. 5 stjörnur og besta útkoma frá upphafi úr öryggisprófi NCAP. Staðalbúnaður sem fáir bílar í þessum flokki geta jafnað. Verð frá 2.350.000 kr. Yaris er mest seldi smábíll á Íslandi, margverðlaunaður og hlaut hæstu einkunn í NCAP öryggisprófinu í sínum flokki, auk þess sem vélbúnaður hans hlaut sérstök verðlaun. Verð frá 1.239.000 kr. RAV4 er mest seldi jepplingur á Íslandi. Afar þægilegur í akstri en býr yfir jeppaeiginleikum sem veita þér öryggi á vegum og vegleysum. Verð frá 2.550.000 kr. Corolla er mest seldi bíll í heimi og trónir í efstu sætum í öllum helstu gæðaprófum. Annálaður fyrir vandaðan frágang og frábært efnisval. Verð frá 1.639.000 kr. Oxfam-samtökin: Sykurstyrkir gagnrýndir BRETLAND Skattgreiðendur innan Evrópusambandsins greiða sem nemur tæpum 72 milljörðum króna árlega í styrki til sex evrópska syk- urvinnslufyrirtækja og koma þar með í veg fyrir að fátækustu lönd heimsins, sem mörg hver fram- leiða sykur, geti unnið sig frá fá- tækt með útflutningi. Þetta kemur fram í nýrri úttekt mannréttinda- samtakanna Oxfam þar sem gagn- rýnt er að offramleiðsla á sykri í Evrópu skuli verðskulda slíka fjár- muni. Offramleiðslan veldur því að verð eru lág og gera öllum öðrum fyrirtækjum ómögulegt að brjótast inn á markaðinn í Evrópu. ■ Undirskriftasafnanir vegna útlendingafrumvarps: Mun fleiri mót- mæla frumvarpinu MÓTMÆLI Rúmlega 3.300 manns höfðu mótmælt útlendingafrum- varpi Björns Bjarnasonar í undir- skriftasöfnun á vefnum Deigl- an.com síðdegis í gær. Stuðnings- menn frumvarpsins, sem einnig stóðu fyrir undirskriftasöfnun, hafa látið staðar numið. Á heimasíðu stuðningsmanna frumvarpsins kemur fram að til- gangnum hefði verið náð með því að vekja upp umræður um málið. Um 500 manns sýndu þeim stuðn- ing í verki áður en söfnun undir- skriftanna lauk um hádegisbil á laugardaginn. Mótmælendur frumvarps Björns segja það meingallað og nánast gengið út frá því að inn- flytjendur hingað til lands séu annars flokks þegar kemur að ákveðnum réttindum. Meðferð yfirvalda samkvæmt nýju frum- varpi gangi þá út frá því að allir sem hingað vilja koma til dvalar hafi eitthvað að fela og ekki sé hægt að sætta sig við slíkan hugs- unarhátt. ■ BJÖRN BJARNASON Útlendingafrumvarp hans hefur valdið úlfaþyt meðal margra. mann og einu sinni um óþokka. Svo var minnst á að einn maður væri í haldi grunaður um of- beldisverk. Samt var talað um stúlkurnar sem var nauðgað,“ segir Guðrún. Af hverju nauðga karlar? Rannsókn Guðrúnar beindist einnig að því að skoða hvers vegna karlar nauðga, hvað það sé sem veiti körlum leyfi í þeirra eigin huga til að nauðga konum. Hún segir nauðgun vera kynbund- ið menningarfyrirbæri. „Kynbundið, vegna þess að öll gögn styðja það að oftast eru það karlar sem nauðga konum. Menn- ingarfyrirbæri, vegna þess að það er mismunandi milli menningar- heima hversu margar nauðganir eiga sér stað. Umfjöllun um alvar- leika nauðgana eru einnig mis- munandi milli menningarheima,“ segir Guðrún. „Helstu niðurstöðurnar eru að karlmennska er stútfull af skila- boðum um að það megi nauðga konum. Stór hluti af sjálfsímynd karla byggist á því að þeir eigi að vera stjórnendur, hið sterka ráði yfir eðlinu, að þeir eigi ekki að láta buga sig og samkeppni ríki. Sjálfsímynd kvenna er sú að það er gríðarlega mikilvægt fyrir þær að vera sætar og kynþokkafullar og því upplifa þær sig oft sem hlut,“ segir hún. Hún bendir á auglýsingar þessu til stuðnings þar sem konur eru hlutgerðar og notaðar til að selja vöru og þjón- ustu. „Svo virðist sem þetta veiti sumum körlum heimild til að nauðga. Sumir karlmenn geta not- að skilaboð úr menningunni til að réttlæta nauðgun,“ segir hún. Hún segir þó að sem betur fer séu flestir karlmenn skynsamir og þroskaðar mannverur sem nauðga ekki konum. Þeir sem nauðgi réttlæti nauðgunina oft með því að konan sé kynþokkafull og að hún hafi boðið þeim heim og svo framvegis. „Menn sem nota lyf til að nauðga eru mennirnir sem ganga einu skrefi lengra en hinir ofbeld- ismennirnir. Þeir eru þegar búnir að réttlæta nauðgunina fyrir sér og fremja hana á skipulagðan hátt. Þetta er það grófasta af öllu og kvenfyrirlitningin er í hæsta skala. Algjört siðleysi,“ segir Guðrún. ■ GUÐRÚN MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR Hefur unnið rannsókn á ástæðum þess að karlmenn fremja nauðganir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.