Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 10
10 19. apríl 2004 MÁNUDAGUR SÍÐASTI MÓHÍKANINN Í NEW YORK Þetta er Kenny Gomberg, eigandi The Gomberg Seltzer Works í Brooklyn-hverfi New York-borgar. Fyrirtæki hans er hið síð- asta sinnar tegundar sem fyllir ölkelduvatn á gamaldags glerflöskur fyrir New York- búa. Amazon-frumskógurinn í Brasilíu: Indjánar drápu 26 námumenn BRASILÍA, AP Lík tuttugu og sex námumanna hafa fundist í Amazon-frumskógunum í Brasil- íu. Mennirnir höfðu í leyfisleysi farið inn á landsvæði indjána og er talið að þeir hafi verið vegnir af innfæddum. Svæðið, sem er djúpt í innviðum frumskógarins og nærri landamærum Bólivíu, hefur að geyma stærstu demants- námur Suður-Ameríku. Líkfundurinn þykir staðfesta fregnir af ofbeldisfullum árásum indjána á námumenn. Um eitt þúsund infæddir Brasilíuindjánar búa á svæðinu, sem opinberlega hefur verið friðað. Samkvæmt brasilískum lögum er námugröft- ur með öllu ólöglegur en það hef- ur ekki stöðvað hundruð fátækra Brasilíubúa í að ferðast til svæðis- ins í von um skjótan demants- gróða. ■ Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. 15% AFSLÁTTUR Sumarúlpur og sumarkápur á vortilboði Ísafjarðardjúp: Sumarhús varð alelda ELDSVOÐI Eyðibýlið Tunga í Ísa- fjarðardjúpi eyðilagðist eftir að það varð alelda á laugar- dag. Bærinn er nú notaður sem sumardvalarstaður og höfðu þau sem þar dvöldust skroppið frá og sáu hvar eldurinn logaði í húsinu þegar þau komu til baka rétt fyrir klukkan fimm. Húsið var alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn enda er um fjörutíu kílómetra leið frá slökkvistöðinni. Ekki er vitað af hverju eldurinn kviknaði en málið er í rann- sókn hjá lögreglunni á Hólma- vík. ■ Kona ól barn í aftursætinu: Faðirinn lést í bílslysi NEW JERSEY, AP Maður sem var að aka eiginkonu sinni á fæðingar- deildina lést í bílslysi eftir að kon- an ól barn í aftursæti bílsins. Móðir og barn voru flutt á sjúkra- hús í New Jersey og er líðan þeirra eftir atvikum. Faðirinn missti stjórn á bíln- um, sem fór út af veginum og lenti á staur. Móðirin kastaðist úr bílnum og gerði hún vegfaranda viðvart. Þegar vegfarandinn fann barnið í bílnum hafði það hætt að anda en honum tókst að bjarga því með því að hreinsa öndunar- veginn. Faðirinn var úrskurðaður látinn þegar læknir kom á vett- vang. ■ VANDI KJÚKLINGAFRAMLEIÐENDA Á aðeins þremur árum töpuðu stærstu fyrirtækin í kjúklingaframleiðslu rúmlega milljarði króna. Eftir miklar hræringar virðast þrír stórir framleiðendur ætla að standa eftir. Veislan varð að stórfelldum vanda Gjaldþrot kjúklingaframleiðenda eiga eftir að draga dilk á eftir sér á næstu árum, segir formaður Bændasamtakanna. Hann telur kjúklinga- markaðinn skekkja heildarmyndina á kjötmarkaðnum. KJÚKLINGARÆKT „Það er ekki eðli- legt hvernig árum saman er hægt að tapa svona miklum fjármunum á einni framleiðslugrein. Fram- leiðendur höfðu alla burði til að hagnast á greininni, en þetta hef- ur ekki verið sú veisla fyrir neyt- endur sem búist var við,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, um millj- arðatap og g j a l d þ r o t kjúklingafram- leiðenda. Frá 2000 til 2003 töpuðu stærstu fyrir- tækin í kjúkl- ingaframleiðslu hér á landi rúm- lega milljarði króna og tapið árið 2003 er einnig mikið. Gjaldþrot fyrir- tækja á borð við Móa og Íslands- fugl hafa leitt til þess að hugmynd- ir um stórfelldan hagnað hafa breyst í andhverfu sína, en lýstar kröfur í þrotabú Móa nema hátt í tveimur milljörðum króna og er áætlað tap kröfuhafa gríðarlegt. Eftir hræring- ar á kjúklinga- markaðnum virð- ast þrír stórir framle iðendur ætla að standa eftir, auk annarra smærri, eða Ís- fugl, sem er safn margra framleið- enda, Reykja- garður, sem Slát- urfélag Suður- lands rekur, og Móar, sem Mata- menn reka eftir kaup á þrotabú- inu. K j ú k l i n g a - bændur fóru út í það á sínum tíma að stækka búin til að ná niður fram- leiðslukostnaði og lánastofnanir þóttu lána ótæpilega inn í greinina. Formaður Bændasamtakanna telur lánastofnanir ekki hafa gert sér raunverulega grein fyrir stöðunni á markaðnum og hann segir óhjá- kvæmilegt að reikningar gjaldþrota falli á endanum á neytendur. „Það er slæmt að koma svona aftan að neytendum, en hvernig öðruvísi er hægt að ná aftur þeim peningum sem hafa tapast? Gjald- þrotin munu bitna á verði til neyt- enda og fóðurframleiðendur þurfa væntanlega að velta þessu út í verðlagið og það mun bitna á öðrum búgreinum. Þróunin á kjúklingamarkaðnum skekkir heildarmyndina á kjötmarkaðn- um, enda hefur verið dælt inn á markaðinn vöru sem ekki hefur verið eðlilega verðlögð,“ segir Haraldur. Athygli vekur að lambakjötið hélt sínum hlut á kjötmarkaðnum á síðasta ári og telja bændur það stórkostlegan sigur fyrir grein- ina. Verið er að vinna framleiðslu- spá fyrir kjötmarkaðinn í heild og hafa athyglisverðir hlutir þegar komið í ljós í því sambandi. „Það kemur fram að væntan- lega mun draga saman í dilka- kjötsframleiðslu, meðal annars út af lélegra heyi, en það sem er at- hyglisverðast er að kjúklinga- framleiðendur ætla sér að halda áfram að framleiða sama magn og þeir hafa verið að gera. Hvaða skynsemi er fólgin í því?“ spyr formaður Bændasamtakanna og bætir við: „Þeir loka augunum fyrir vandanum.“ bryndis@frettabladid.is LÖGREGLA GÆTIR CINTA LARGA- INDJÁNA Einn indjánanna bundinn við tré á al- menningstorgi í Espigao d’Oeste, 3.400 km norðvestur af Rio de Janeiro. „Það er slæmt að koma svona aftan að neyt- endum, en hvernig öðru- vísi er hægt að ná aftur þeim pening- um sem hafa tapast? HARALDUR BENEDIKTSSON Formaður Bænda- samtakanna segir ekki eðlilegt hvern- ig árum saman hafi verið hægt að tapa jafn miklum fjár- munum í kjúklinga- rækt og raun ber vitni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.