Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 13
13MÁNUDAGUR 19. apríl 2004 PAKISTAN Malik Tasaddaq, sem grun- aður er um að hafa átt þátt að ræna og myrða bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl, er í haldi pakistönsku lögreglunnar í Punjab, að því er fram kom á fréttavef BBC. Hann er grunaður um að tilheyra ólöglegum hópi íslamskra öfgamanna sem eru sakaðir um margar árásir. Sautján þúsund Bandaríkjadalir voru lagðir til höfuðs honum. Annar eftirlýstur maður, Nadir Khan, var einnig handtekinn í annarri skyndiárás í Punjab sam- kvæmt upplýsingum pakistönsku lögreglunnar. Sá er sagður tilheyra súnnímúslimum sem grunaðir eru um árásir á sjíamúslima, stjórn- völd og vestræn skotmörk. Fjórir herskráir múslimar hafa verið sakfelldir fyrir að hafa rænt Dani- el Pearl en sjö aðrir ganga enn lausir, þar á meðal tveir sem sáust skera á háls Pearls á myndbands- upptöku. Daniel Pearl vann sem blaða- maður hjá Wall Street Journal og vann að frétt um herskáa múslima þegar honum var rænt í janúar árið 2002 í Suður-Pakistan. Síðar var hann myrtur þar sem honum var haldið föngnum. ■ Engar undanþágur Í svari Árna Magnússonar fé- lagsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi um hvort framkvæmdaað- ilar á virkjunarsvæðinu hafi feng- ið undanþágur frá kröfum Vinnu- eftirlits um aðbúnað, hollustu- hætti eða öryggi á vinnustöðum segir hann svo ekki vera. Enn fremur segir hann að Vinnueftir- litið hafi síðan starfsemi við Kára- hnjúka hófst reglulega gert út- tektir á hinum ýmsu þáttum fram- kvæmdarinnar og í mörgum til- vikum gert kröfur um úrbætur. Bæði hefur verið gerð krafa um tafarlausa úrbót mála og einnig gerðar tímasettar kröfur um úr- bætur ákveðinna atriða. Haukur segir miður að ýmsir aðilar skuli slá um sig með full- yrðingum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. „Ég tel að hluti misskilnings margra sé sú staðreynd að á Kárahnjúkasvæð- inu er fjöldi svokallaðra búkoll- na, risastórra vörubíla, sem Vinnueftirlitið hefur ekki eftirlit með. Þeir eru ekki flokkaðir hér á landi sem vinnuvélar og því þarf einungis meirapróf til að starfa á þeim.“ Lögreglan á Egilsstöðum fer reglulega upp að Kárahnjúkum til eftirlits og hefur gegnum tíðina gert athugasemdir vegna próf- lausra starfsmanna á búkollunum. Mun því starfi verða haldið áfram en lögreglan fer þó aldrei oftar en tvisvar í viku enda fáliðuð og langt að fara. Annar eftirlitsaðili sem gert hefur mýmargar athugasemdir við aðstæður hjá ítalska verktak- anum er Heilbrigðisnefnd Aust- urlands. Helga Hreinsdóttir, for- maður nefndarinnar, segir að enn séu gerðar athugasemdir við að- búnað í mötuneyti aðalbúða og illa gangi að fá lagfæringar á. Hefur dagsektum að upphæð 70 þúsund króna verið beitt í tæpar tvær vikur þar sem gólf mötu- neytisins uppfyllir ekki kröfur nefndarinnar. „Mötuneytið er enn ófullnægj- andi frá okkar sjónarmiði og við munum fara í dag eða eftir helgi og kynna okkur hvort orðið hefur verið við kröfum okkar um úr- bætur. Eftirleikurinn ræðst svo af því.“ albert@frettabladid.is Íslamskur öfgamaður handtekinn í Pakistan: Grunaður um morðið á Daniel Pearl AÐALMÖTUNEYTI KÁRAHNJÚKA Impregilo er sektað um 70 þúsund krónur á dag þar sem mötuneytið uppfyllir ekki enn öll skilyrði heilbrigðisnefndar. Dalai Lama í opinbera heimsókn til Kanada: Kínversk stjórnvöld æf KÍNA, AP Hinn útlægi leiðtogi Tí- bet, Dalai Lama, hefur hafið nítján daga opinbera heimsókn til Kanada, þrátt fyrir hávær mót- mæli kínverskra stjórnvalda. Yf- irvöld í Peking reyndu allt hvað þeir gátu til að fá Kanadamenn til að hafna gestkomu Dalai Lama á þeim forsendum að hann væri pólitískur aðgerðastefnusinni sem aðhyllist aðskilnaðarstefnu. Dalai Lama, sem flýði frá Tíbet árið 1959, eftir að Kínverjar hertóku landið árið 1951, hefur svarað því til að hann sé eingöngu andlegur leiðtogi með alls engan áhuga á stjórnmálum, og að Tíbet fari ekki fram á sjálfstæði frá Kínverjum, heldur aukna sjálfs- stjórn. Dalai Lama hittir Paul Martin, forsætisráðherra Kanada, næstkomandi föstudag, en Martin hefur sagt að þótt hann virði skoð- anir Kínverja vilji hann endilega hitta hinn mikla leiðtoga Tíbeta. Meðan á heimsókninni stendur mun Dalai Lama taka þátt í um- ræðum með suður-afríska erki- biskupnum Desmond Tutu, íranska friðarsinnanum Shirin Ebadi og bandaríska rabbínanum Zalman Schachter-Shalomi. ■ DALAI LAMA Dalai Lama á blaðamannafundi í Vancouver í Kanada á laugardag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.