Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 15
VÍSITÖLUR Verðbólga milli mars og apríl var meiri en greiningar- deildir bankanna höfðu vænst. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,56 prósent í aprlíl, en spár höfðu gert ráð fyrir 0,2 til 0,4 prósenta hækkun vísitölunnar. Eldsneytis- verð, fatnaður og íbúðaverð eru helstu skýringar hækkunar vísi- tölunnar. Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 2,2 prósent, sem er undir 2,5 prósenta verðbólgu- markmiði Seðlabankans. Almennt er búist við að Seðlabankinn hækki stýrivexti í byrjun sumars. Greining Íslandsbanka telur að bankinn muni fara sér hægt í byrjun og hækka vexti um 0,25 prósentustig. Fasteignaverð hefur verið á uppleið að raungildi síðasta árið. Helmingur verðbólgu síðasta árið skýrist af hækkun íbúðaverðs. Þjónustuliðir standa fyrir hinum helmingi hækkunarinnar. Vörur hafa ýmist lækkað eða staðið í stað. Þróun verðbólgunnar á næst- unni er háð óvissu um gengi krón- unnar. Veikist krónan mun það auka verðbólguþrýsting. ■ 15MÁNUDAGUR 19. apríl 2004 fiú gætir hitt á töfrastund flegar flú notar VISA og unni› fer› á Ólympíuleikana í AfiENU 2004 til fless a› hvetja Vonarstjörnur VISA. Þingsályktunartillaga: Ríkið efli íþróttaiðkun ALÞINGI Þingmenn stjórnarandstöð- unnar hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um íþrótta- áætlun, en í henni felst að mennta- málaráðherra verði falið að leggja fram áætlun um markmið og stefnu ríkisins til íþróttamála til fimm ára. Flutningsmenn vilja að í áætlun- inni komi fram markmið ríkisins um að efla almennings- og afreks- íþróttir og tryggja að börn hafi jafna möguleika til að stunda íþrótt- ir innan og utan skóla. Í greinargerð segir að gildi íþrótta fyrir líkamlega og andlega vellíðan fólks sé fyrir löngu viðurkennt og ríkinu beri að tryggja vöxt íþróttamála. ■ Vísitala neysluverðs: Verðbólgan umfram spár VERÐBÓLGAN INNAN MARKA Verðbólgan var meiri milli mars og apríl en búist var við. Verðbólgan síðasta árið er innan markmiða Seðlabankans og skýrist að hálfu leyti af hækkandi húsnæðisverði. Bæjarráð segir að samkomulag standi enn: Hætt við farþegaflug milli Egilsstaða og Düsseldorf FLUGSAMGÖNGUR Bæjarráði Austur- héraðs hafa borist óformlegar upplýsingar um að flugfélagið LTU og ferðaskrifstofan Terra Nova Sol hafi ákveðið að leggja niður áætlunarflug milli Egils- staða og Düsseldorf í Þýskalandi. „Við höfum fengið þær upplýs- ingar frá starfsmanni ferðaskrif- stofunnar að það sé búið að aflýsa öllum bókunum,“ segir Skúli Björnsson, formaður bæjarráðs. „Það hefur þó ekki verið haft sam- band við okkur formlega og því lítum við svo á að samkomulagið standi enn. Við höfum staðið við okkar skuldbindingar þannig að þetta kemur okkur verulega á óvart. Það voru lagðir í þetta tölu- verðir fjármunir og við borguðum það sem okkur bar.“ Skúli segir að ef flugið verði lagt niður muni heimamenn skoða samningsstöðu sína. ■ Reyna að uppræta eiturlyfjahring: Ráðist á heimili eiturlyfjabaróns KÓLUMBÍA Kólumbíska lögreglan gerði skyndiáhlaup á heimkynni Diego Montoya, meints höfuðpaurs Norte del Valle-eiturlyfjahringsins sem hefur tekið við af Medellin- og Cali-eiturlyfjahringjunum sem sá stærsti í landinu. Lögreglan lagði hald á mikið af eigum Montoya, meðal annars nokkur lúxuseinbýlishús. Ef það sannast að eigurnar hafi verið keyptar fyrir illa fengið fé geta kól- umbísk yfirvöld selt þær og rennur andvirði sölunnar í ríkissjóðs lands- ins. Eigurnar sem lögreglan lagði hald á eru metnar á annan milljarð króna. Montoya hefur ekki enn náðst en auk þess sem kólumbíska lögreglan leitar hans hafa bandarísk yfirvöld boðið 350 milljónir króna fyrir upp- lýsingar sem leiða til handtöku eit- urlyfjabarónsins. Talið er að ríflega 800 tonn af kókaíni og 10 tonn af heróíni séu flutt út frá Kólumbíu á hverju ári. ■ FARÞEGAÞOTA Á FLUGI Samkvæmt óformlegum upplýsingum bæjarráðs Austur-Héraðs hafa flugfélagið LTU og ferðaskrifstofan Terra Nova Sol ákveðið að hætta flugi milli Egilsstaða og Düsseldorf. KÓKAÍN Talið er að ríflega 800 tonn af kókaíni séu flutt út frá Kólumbíu á hverju ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.