Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 21
21MÁNUDAGUR 19. apríl 2004  15.00 Ensku mörkin á Stöð 2. Mörk helgarinnar úr enska boltanum.  16.40 Helgarsportið í Sjónvarpinu.  16.50 Úrslitakeppni NBA á Sýn. Út- sending frá leik Detroit og Milwaukee.  18.30 Ensku mörkin á Sýn.  19.25 Spænsku mörkin á Sýn. Mörk helgarinnar úr spænska boltanum.  20.15 Enski boltinn á Sýn. Endur- tekinn leikur.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.40 Markaregn í Sjónvarpinu. hvað?hvar?hvenær? 16 17 18 19 20 21 22 APRÍL Mánudagur Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fullum gangi um helgina: Shaq tryggði Lakers sigur KÖRFUBOLTI Los Angeles Lakers vann Houston Rockets með eins stigs mun, 72-71, í fyrsta leik lið- anna í úrslitakeppni NBA í fyrri- nótt. Shaquille O’Neal skoraði sigurkörfu Lakers með troðslu þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum eftir að Kobe Bryant hafði ekki hitt körfuna í þriggja stiga skoti. Þetta var eina karfa Shaq í seinni hálfleiknum. Þrátt fyrir sigurinn var skotnýting Lakers aðeins 25% í seinni hálfleik og 32,9% í heildina. Auk þess tóku leikmenn Rockets tíu fráköstum meira en heima- menn. Shaq var stigahæstur Lakers með 20 stig auk þess sem hann tók 17 fráköst. Kobe Bryant skoraði 16 stig en hann tók aðeins eitt körfuskot í fyrri hálfleik. Bryant náði einnig fimm fráköst- um og gaf sex stoðsendingar. Kidd vann Marbury Jason Kidd skoraði 14 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir New Jersey Nets sem vann New York Knicks örugglega 107-83. Kerry Kittles hitti úr fyrstu sex skotum sínum og skoraði alls 20 stig fyrir Nets. Richard Jefferson skoraði 21 til viðbótar fyrir Nets. Hjá Knicks var Penny Hardaway stigahæstur með 18 stig og Nazr Mohammed kom næstur með 16. Þetta var fyrsti leikur Knicks í úrslitakeppninni síðan 2001. Létt hjá Spurs San Antonio Spurs vann Memph- is Grizzlies 98-74. Tim Duncan var stigahæstur heimamanna með 26 stig. Þetta var tólfti sigur Spurs í röð og sá fjórtándi í röð á heima- velli. Grizzlies hafði unnið Spurs þrisvar sinnum á leiktíðinni en hafði ekki erindi sem erfiði í þess- um fyrsta úrslitaleik liðanna. ■ RISAR BERJAST Shaquille O’Neal rífur til sín frákast af Kínverjanum Yao Ming í leik L.A. Lakers og Houston Rockets. O’Neal skoraði sigurkörfu leiksins. AP /M YN D Íslandsmótið í blaki: Þróttur R. vann Þrótt N. BLAK Þróttur Reykjavík vann Þrótt Neskaupstað örugglega 3-0 á aðeins 49 mínútum í fyrsta leik liðanna í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki um helgina. Leikurinn byrjaði með látum og var fyrsta hrina jöfn og spenn- andi en stúlkurnar úr Þrótti Rvk. kláruðu hrinuna í lokin. Þær tóku síðan öll völd á vellinum í annarri og þriðju hrinu og unnu þær ör- ugglega og þar með leikinn. Þrótt- ur Rvk. getur tryggt sér Íslands- meistaratitilinn í Neskaupstað á morgun. Sigri Þróttur Nesk. þurfa liðin að leika oddaleik um titilinn á Akranesi næstkomandi laugar- dag. Úrslit í karlaflokki á milli Stjörnunnar og HK hefjast á mið- vikudag í Ásgarði. Þar þurfa liðin einnig að sigra í tveimur leikjum til að tryggja sér Íslandsmeistara- titilinn. ■ NBA-deildin: LeBron nýliði ársins KÖRFUBOLTI Heimildir herma að nýliðinn frábæri LeBron James, sem leikur með Cleveland Cavaliers, verði valinn nýliði ársins í NBA-deildinni en valið verður kunngjört á þriðjudaginn. LeBron, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta sumar, kom beint úr menntaskóla og er aðeins átján ára gamall en hefur engu að síður slegið í gegn. Hann skoraði 20,9 stig, gaf 5,9 stoðsendingar og tók 5,5 fráköst að meðaltali í vetur og varð aðeins þriðji nýliðinn í sögunni, á eftir Oscar Robertson og Michael Jordan, til að skora í það að minnsta 20 stig, taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsend- ingar ásamt því að vera yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora fjörutíu stig í einum og sama leiknum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.