Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 22
22 19. apríl 2004 MÁNUDAGUR SIGRI FAGNAÐ Ítalski mótorhjólakappinn Valentino Rossi bar sigur úr býtum á Grand Prix-móti sem var haldið í Suður-Afríku um helgina. Fagnaði hann sigrinum á viðeigandi hátt með því að prjóna á hjóli sínu. Mótorhjól Öll fjögur liðin klár í undanúrslitin í RE/MAX-deild karla: Haukar áfram eftir sigur á ÍBV HANDBOLTI Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum úrslita- keppni RE/MAX-deildar karla í handknattleik í gær þegar þeir lögðu ÍBV að velli, 39–35, í öðrum leik liðanna í Vestmannaeyjum. Haukar mæta KA-mönnum í undanúrslitum og verður fyrsti leikurinn á Ásvöllum. Eins og tölurnar gefa til kynna var ekki mikið um varnir hjá liðunum frekar en í fyrsta leik liðanna sem endaði með sigri Hauka, 41–39. Mikill hraði var í leiknum og gerðu bæði lið, en þó sérstaklega Eyjamenn, sig seka um mörg mistök í sóknarleiknum. Haukar náðu þriggja mark forystu um miðbik fyrri hálfleiks og leiddu í hálfleik, 20–17. Þeir héldu síðan áfram að auka muninn og náðu mest sex marka forystu á tímabili í síðari hálfleik. Eyjamenn breyttu þá um vörn og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk en nær komust þeir ekki. Haukar sigldu aftur fram úr og tryggðu sér öruggan sigur, 39–35. Robert Bognar var marka- hæstur hjá ÍBV með sjö mörk, Zoltan Belany og Guðfinnur Kristmannsson skoruðu sex mörk hvor, Josef Böse og Kári Kristjánsson skoruðu fjögur mörk hvor, Björgvin Rúnarsson skoraði þrjú mörk, Michael Lauritzen skoraði tvö mörk og þeir Sigurður Ari Stefánsson og Sigurður Bragason skoruðu eitt mark hvor. Jóhann Guðmundsson varði átján skot í marki ÍBV. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Þórir Ólafsson skoruðu níu mörk hvor fyrir Hauka, Vignir Svavarsson skoraði sex mörk, Andri Stefan og Halldór Ingólfs- son skoruðu fjögur mörk hvor, Robertas Pauzoulis skoraði þrjú og þeir Jón Karl Björnsson og Alieksandrs Shamkuts skoruðu tvö mörk hvor. Birkir Ívar Guðmundsson varði 23 skot í marki Hauka. ■ KÖRFUBOLTI Sigurður Ingimundar- son, þjálfari karlalandsliðsins í körfuknattleik, hefur í hyggju að þjálfa félagslið á næsta tímabili en hann tók sér frí á síðasta tíma- bili vegna anna í vinnu. Sigurður hætti við að þjálfa lið Keflavíkur skömmu fyrir mót í fyrra þar sem hann tók óvænt við starfi aðstoðarskólastjóra í Myllu- bakkaskóla í Reykjanesbæ. Hann var síðan ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan nóvember en viður- kenndi í samtali við Fréttablaðið í gær að hann saknaði mikið hins daglega amsturs í kringum þjálfunina. Ég mun þjálfa á næsta ári „Ég get staðfest það að ég mun þjálfa einhvers staðar á næsta tímabili,“ sagði Sigurður í gær. Hann sagði að stjórn Körfuknatt- leikssambands Íslands myndi ekki setja sig á móti því þar sem engin verkefni væru ráðgerð fyrir liðið á meðan Intersport- deildin væri í gangi. „Það eru engir landsleikir spil- aðir frá október fram í júní. Við spilum í undankeppni EM í haust en henni verður lokið þegar tíma- bilið hefst hér heima. Þetta stang- ast því ekkert á og ætti ekki að skapa nein vandamál.“ Það er ljóst að það væri mikill fengur fyrir hvert það lið sem fengi Sigurð enda óhemju farsæll þjálfari þar á ferð sem stýrði karla- og kvennaliði Keflavíkur til átta Íslandsmeistaratitla auk þess sem hann vann þrjá titla sem leik- maður með liðinu. Undir stjórn Sigurðar varð kvennaliðið Íslandsmeistari 1992, 1993, 1994, 1996 og svo í ár en hann stýrði karlaliðinu til sigurs 1997, 1999 og 2003. Tímabilið 1997 er eitt allra glæsilegasta tímabil karlaliðs í sögunni. Keflavík vann þá fjóra stærstu titlana en það var fyrsta tímabil Sigurðar sem þjálf- ara í meistaraflokki karla. Árangur Sigurðar sem meist- araflokksþjálfara hefur verið frábær en Sigurður státar sem dæmi af 78,5% sigurhlutfalli á Íslandsmóti með karla- og kvennalið Keflavíkur. Strákarnir hafa unnið 72,4% leikjanna undir hans stjórn (152 af 210) en stelpurnar hafa unnið 111 af 125 leikjum með Sigurð í brúnni, sem gerir 88,9% sigurhlutfall. Er ekkert að flýta sér Sigurður sagði aðspurður að nokkur lið hefðu sett sig í sam- band við hann en tók það jafn- framt fram að það væri öruggt að hann þjálfaði ekki eitt lið. „Ég mun ekki taka við karlaliði Kefla- víkur – það er á hreinu enda skil- uðu síðustu þjálfarar góðu starfi.“ Hann útilokaði þó ekki að taka við kvennaliði Keflavíkur en hann gerði það einmitt að Íslandsmeist- urum á dögunum eftir að hafa tekið við liðinu eftir annan leik liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum. Sigurður sagðist ekki útiloka eitt einasta lið og staðfesti að hann hefði rætt óformlega við Grindvíkinga. „Það eru engar við- ræður komnar í gang á milli okk- ar enda fara menn sér hægt í þessum efnum. Ég er ekkert að flýta mér,“ segir Sigurður. ■ Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí Gúmmívinnustofan, Réttarhálsi 2, Reykjavík, Sólning hf., Austurvegi 58, Selfossi, Fitjabraut 12, Njarðvík og Smiðjuvegi 32-34, Kópavogi, Hjólbarðar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 Sigursælasti þjálfarinn vill þjálfa á nýjan leik Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, ætlar að þjálfa félagslið á næsta tímabili eftir árs hlé. SIGURÐUR INGIMUNDARSON VILL ÞJÁLFA FÉLAGSLIÐ Á NÝJAN LEIK EFTIR ÁRS HLÉ Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, ætlar að þjálfa félagslið á næsta tímabili og útilokar ekki kvennalið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ALEX FERGUSON Sir Alex Ferguson býst við hörkuleik gegn Chelsea á Old Trafford áttunda maí. M YN D /A P ÞÓRIR ÓLAFSSON Skoraði níu mörk fyrir Hauka gegn ÍBV í gær og var markahæstur ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Alex Ferguson, stjóri Manchester United: Leikurinn gegn Chelsea ræður úr- slitum FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að leikur liðsins gegn Chelsea á Old Trafford þann 8. maí gæti orðið úrslita- leikur um annað sæti deildar- innar. „Leikurinn gegn Chelsea virðist ætla að verða mjög mik- ilvægur,“ sagði Ferguson eftir 1-0 tapið gegn Portsmouth á laugardag. Aðeins tvö efstu liðin komast beint í Meistaradeildina en liðin í þriðja og fjórða sætinu þurfa að leika um laust sæti í deildinni. Chelsea hefur nú fjögurra stiga forystu á Manchester United en ensku meistararnir eiga einn leik til góða. Bæði lið eru með önnur járn í eldinum. Chelsea er í Meistaradeildinni og leikur á morgun fyrri leik sinn í undanúrslitum gegn Mónakó í Frakklandi en Manchester United er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Millwall á Þúsaldar- vellinum í Cardiff 22. maí næstkomandi. ■ BEN WALLACE Ben Wallace, leikmaður Detroit Pistons, fagnar ógurlega troðslu sinni gegn Milwaukee Bucks í gær. Úrslitakeppni NBA: Detroit stal 14 sinnum KÖRFUBOLTI Detroit Pistons vann Milwaukee Bucks örugglega, 108- 82, í fyrsta leik liðanna í úrslita- keppni NBA í gær. Leikmenn Pistons settu met í úrslitakeppn- inni með því að stela boltanum alls 14 sinnum í leiknum. Richard Hamilton var stiga- hæstur leikmanna Pistons með 21 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Rasheed Wallace og Ben Wallace skoruðu 17 stig hvor fyrir Pistons. Rasheed tók jafn- framt tíu fráköst og Ben bætti um betur og náði fjórtán. Hjá Bucks var Desmond Mason stigahæstur með 16 stig og Michael Redd skor- aði 11. Næsti leikur liðanna verður á miðvikudag. Öðrum leikjum úr- slitakeppninnar var ekki lokið þeg- ar Fréttablaðið fór í prentun. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.