Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 1
● tónleikar í salnum í kvöld Berglind og Arne: ▲ SÍÐA 22 Flauta í kapp við tölvuhljóð ● að koma til landsins Paul McCartney: ▲ SÍÐA 27 Ungir Íslendingar skora á kappann Benedikt Kristjánsson: ▲SÍÐA 14 Bækur koma út allt árið HEILBRIGÐISMÁL Nýjar tillögur um breytingar á vaktakerfi hjúkr- unarfræðinga á skurðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss voru lagðar fram á fundi stjórn- enda spítalans með hjúkrunar- fræðingunum í gær. Alls hafa 22 af 25 hjúkrunar- fræðingum sagt upp störfum vegna óánægju með breytingar á vaktakerfi. Að sögn Elínar Ýrr Halldórsdóttur hjúkrunarfræðings höfðu þær breytingar svo mikla kjara- skerðingu í för með sér að næmi tugum þúsunda króna á mánuði hjá einstökum starfsmönnum. Þessu vildu hjúkrunarfræðing- arnir ekki una enda töldu þeir kjaraskerðinguna ígilda upp- sögn. Þeir hafa því tilkynnt að þeir muni láta af störfum 1. maí, að óbreyttu. Elín Ýrr sagði í gær, að ekki lægi fyrir hvað til- lögur stjórnenda spítalans þýddu, nú yrði sest yfir útreikn- inga á þeim. Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga, sagði að kjara- skerðingin sem þessi hópur hjúkrunarfræðinga yrði fyrir væri hluti af sparnaðaraðgerð- unum á spítalanum. Þar með kæmi þetta inn í samráðsferli Landspítala - háskólasjúkrahúss við stéttarfélögin. „Starfsfólkið er ekki tilbúið til að sætta sig við þessa skerðingu á kjörum sínum, því ætlast er til sömu vinnu og afköstin á skurð- stofnum hafa meira að segja auk- ist,“ sagði Elsa. „En það á að taka þennan niðurskurð úr launa- umslagi starfsmannanna.“ Elsa sagði að þarna væri um gífurlega sérhæfðan starfshóp að ræða og flóknar og sérhæfðar aðgerðir myndu leggjast af því langan tíma tæki að þjálfa annað fólk upp til starfa á skurðsviði. „Það er óforsvaranlegt, að þetta fari á þann veg að þessi starfshópur hætti,“ sagði hún. jss@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR SKÓLI FRAMTÍÐARINNAR Framsóknarflokkurinn efnir í kvöld til op- ins málþings um skóla framtíðarinnar. Frummælendur eru Kári Stefánsson, Guð- finna Bjarnadóttir, Gunnar Hersveinn, Sig- mar Vilhjálmsson og Sæunn Stefánsdótt- ir. Málþingið verður á Grand hóteli í Reykjavík og hefst klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÞURRT AÐ KALLA Í BORGINNI En þó ekki fyrr en eftir hádegi. Lægir heldur og rofar víða til þegar líður á daginn. Hlýindi framundan. Sjá síðu 6. 20. apríl 2004 – 107. tölublað – 4. árgangur ● heilsa Gengur hiklaust á veggi Sjöfn Jónsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS BROTTHVARF FRÁ ÍRAK Bandarísk stjórnvöld harma þá ákvörðun spænskra stjórnvalda að kalla herlið sitt heim frá Írak. Þau óttast að fleiri lönd fari að dæmi Spán- verja. Sjía-klerkurinn al-Sadr hvetur fylgis- menn sína til að hætta árásum á spænska hermenn. Sjá síðu 2 NEITA SÖK Tvíburabræður og Þjóðverji neituðu allir sök þegar ákæra fyrir stórfelld fíkniefnabrot á hendur þeim var þingfest í héraðsdómi í gær. Einn þremenninnganna hefur hlotið tíu refsidóma frá árinu 1990. Sjá síðu 4 VILJA LÖG UM LEIGURNAR Tals- maður Impregilo segir vegið illa að ítalska verktakafyrirtækinu í þingsályktunartillögu hóps þingmanna um erlendar starfsmanna- leigur. Sjá síðu 6 ÚRELT SKATTLAGNING Öll matvæli eiga að vera í sama skattþrepi og leggja ætti niður vörugjöld á matvælum að mati hagsmunasamtaka atvinnulífsins sem í gær skoruðu á ríkisstjórnina að skoða nýjar leiðir í skattlagningu matvæla. Sjá síðu 10 Landspítali leitar sátta Stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss lögðu í gær fram tillögur um breytingar á vaktakerfi hjúkrunarfræðinga á skurðsviði spítalans. Með því freista þeir að leysa þá kjaradeilu sem veldur því að 22 starfsmenn af 25 ganga út. „Það á að taka þennan niðurskurð úr launa- umslagi starfsmann- anna. Kvikmyndir 22 Tónlist 22 Leikhús 22 Myndlist 22 Íþróttir 16 Sjónvarp 24 GÓÐUR UNDAN VETRI Þó enn sé svalt er vorið ekki langt undan og með hækkandi sól fjölgar upprennandi fótboltastjörnum til muna á sparkvöllum um land allt. Ekki er annað að sjá en þessir strákar komi býsna vel undan vetri. EFNAHAGSMÁL Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands kemst að þeirri niður- stöðu í skýrslu um eftirlitsiðnað á Íslandi að ábati af eftirliti sé yfir- leitt meiri heldur en kostnaðurinn. Hins vegar sé brýnt að reynt sé að ná markmiðum eftirlitsins með sem skilvirkustum hætti. Skýrslan var unnin að beiðni forsætisráðuneytisins en farið var fram á mat á stöðu eftirlits- iðnaðarins út frá hagrænu sjónar- miði þar sem varpað yrði ljósi á bæði ábata og kostnað. Niðurstað- an er sú að beinn kostnaður fyrir- tækja í landinu sé um 7,2 milljarð- ar króna á ári en beinn kostnaður hins opinbera á bilinu einn og hálfur til fimm milljarðar. Beinn kostnaður er því á bilinu níu til tólf milljarðar. Skýrsluhöfundar telja að óbeinn kostnaður fyrirtækja vegna eftirlits sé á bilinu fjögur hundruð milljónir til fjórir millj- arðar króna. Hagfræðistofnun tók sérstak- lega til skoðunar matvælaeftirlit. Mikil óvissa er í niðurstöðum stofnunarinnar en hún gerir ráð fyrir að ábatinn sé á bilinu 350 milljónir til 11,4 milljarðar króna. Kostnaður við eftirlit í matvæla- iðnaði er talinn vera á milli sjö hundruð milljónir og 2,7 milljarða króna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FRÁ DÓMSUPPKVAÐNINGU HÉRAÐSDÓMS Niðurstöðunni var áfrýjað og hefst máls- meðferð fyrir Hæstarétti í dag. Málverkafölsunarmálið í Hæstarétti: Fallið frá ákæruliðum DÓMSMÁL „Það er rétt að fallið hefur verið frá meira en helm- ingi krafna á hendur sakborn- ingum,“ segir Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður. Í dag hefst málflutningur fyrir Hæstarétti vegna stóra mál- verkafölsunarmálsins sem svo er kallað, en dómi héraðsdóms frá í fyrra var sem kunnugt er áfrýjað. „Alls eru það 58 verk sem rík- issaksóknari ákærir ekki fyrir þannig að eftir eru tæplega 50 verk sem sitja eftir fyrir Hæsta- rétti í dag.“ Fyrir héraðsdómi í júlí á síð- asta ári voru Pétur Þór Gunnars- son og Jónas Freydal Þorsteins- son dæmdir til nokkurra mánaða skilorðbundins fangelsis fyrir sölu á sex fölsuðum verkum. Fyrir héraðsdómi lá að minnst helmingur verkanna væri sann- anlega falsaður. Tveir dagar eru ætlaðir til flutnings málsins fyrir Hæstarétti, enda málið eitt um- fangsmesta og dýrasta mál sem ákæruvaldið hér á landi hefur komið nálægt. ■ Opinber eftirlitsiðnaður á Íslandi: Kostnaðurinn 9 til 12 milljarðar á ári ● vika bókarinnar hefst í dag SPARNAÐUR OG FUNDAHÖLD Enn er fundað vegna sparnaðaraðgerða á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, nú síðast í gær. Þessi mynd var tekin af fundi starfsmanna þar á dögunum, þegar umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir höfðu verið kynntar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.