Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 6
6 20. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Ameríka ■ Evrópa GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.59 -0.64% Sterlingspund 131.31 0.49% Dönsk króna 11.76 0.16% Evra 87.51 0.15% Gengisvísitala krónu 122,84 -0,02% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 359 Velta 4.2043 milljónir ICEX-15 2.651 -0,94% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 96.393 Pharmaco hf. 82.213 Íslandsbanki hf. 70.910 Mesta hækkun Líf hf. 4,00% Kögun hf. 1,06% Bakkavör Group hf. 0,93% Mesta lækkun Pharmaco hf. -3,42% Íslandsbanki hf. -1,76% Flugleiðir hf. -1,35% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.408,9 -0,4% Nasdaq * 2.004,5 0,4% FTSE 4.546,2 0,2% DAX 4.025,1 -0,2% NK50 1.462,8 0,0% S&P * 1.133,7 -0,1% *B andarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hver er hæsti maður heims og hve hárer hann? 2Hvað heitir þjálfari karlalandsliðsinsí körfubolta? 3Dalai Lama raskaði enn og aftur geð-ró kínverskra stjórnvalda vegna opin- berrar heimsóknar. Hver var áfanga- staðurinn? Svörin eru á bls. 27 Ræningjarnir í Stafangri ófundnir: Eftirlitsmyndirnar gefa upplýsingar NORGEGUR Lögreglan í Noregi leit- ar enn ræningjanna sem frömdu vopnað bankarán í Stafangri. Tölvugreining á upptökum af bankaráninu getur leitt lögreglu á spor ræningjanna. Með því að keyra upptökurnar í tölvuforriti geta fengist upplýsingar um hæð, handleggjalengd og skóstærð ræðningjanna. Ræningjarnir kveiktu í flóttabílum sínum, en samkvæmt norskum fjölmiðlum hafa vitni gefið sig fram sem sáu tvo hvíta sendibíla keyra á mikilli ferð frá staðnum þar sem bílarnir brunnu. Samkvæmt heimildum Verdens gang gátu vitnin ekki gefið lýsingu á ökumönnum eða farþegum bifreiðanna. Talið er að hver sekúnda ráns- ins hafi verið þrautskipulögð. Á myndum frá ráninu má greina að sá sem talinn er hafa stjórnað að- gerðum heldur á skeiðklukku. Ræningjarnir voru fumlausir í ráninu og talið að þeir hafa þekkt alla staðhætti eins og lófann á sér. Talið er að ræningjarnir hafi haft bækistöðvar fyrir ránið í yfirgefinni herstöð og lýsir norska lögreglan eftir vitnum sem telja sig hafa orðið vör við mannaferðir á svæðinu. ■ Vilja lög um starfs- mannaleigur Talsmaður Impregilo segir vegið illa að ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo í nýrri þingsályktunartillögu hóps þingmanna um erlendar starfsmanna- leigur. Vilja þeir að sett verði skýr lög um starfsemi slíkra leigna. ATVINNUMÁL „Það sem svíður sárast er að Impregilo er nánast úthrópað sem glæpafyrirtæki í þessari þings- ályktunartillögu,“ segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður ítalska verktakans hér á landi. Hópur þing- manna hefur samið tillögu þar sem lagt er til að félagsmálaráð- herra setji lög um erlendar starfsmannaleig- ur og er mark- miðið að erlendir starfsmenn njóti sömu réttinda og kjara og Íslend- ingar en einnig til að tryggja sam- keppnisstöðu ís- lenskra fyrir- tækja gagnvart fyrirtækjum sem nýta sér þjónustu starfsmannaleigna. „Ég veit ekki til þess að fyrir- tæki hafi áður verið nafngreint í til- lögum sem þessum en þarna er Impregilo bendlað við ólöglega hluti ásamt nafngreindri erlendri starfs- mannaleigu. Þetta er rógburður af verstu gerð enda um margháttaðar og rangar ásakanir að ræða.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og einn flutn- ingsmanna tillögunnar, segir þetta hugsjónamál sem verði að huga að áður en í óefni stefnir. „Þeir sem hér starfa í krafti starfsmanna- leigna eiga að vinna eftir sömu kjör- um og aðrir starfsmenn á viðkom- andi starfssvæði. Um leið og við hverfum frá þessari meginkröfu mun það hafa víðtæk áhrif á at- vinnu Íslendinga og íslenskra fyrir- tækja í framtíðinni.“ Þar á Össur við að samkeppnis- staða íslenskra fyrirtækja veikist til muna gagnvart erlendum fyrir- tækjum þar sem auðvelt verður að undirbjóða í verk hér á landi. „Fái áhafnaleigur að starfa óáreittar er verið að vega að undirstöðum þess samfélags sem við Íslendingar höf- um komið okkur upp.“ Össur telur að miðað við yfirlýs- ingar Árna Magnússonar félags- málaráðherra eigi þessi tillaga brautargengi innan Alþingis enda Árni áður lýst yfir vilja til að taka á málefnum starfsmannaleignanna. Er hann einnig undir pressu frá verkalýðsfélögunum sem vilja sjá aðgerðir vegna þessa hið fyrsta. albert@frettabladid.is Dæmdur til sektargreiðslu: Braut gegn vopnalögum DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri var dæmdur til greiðslu 150 þúsund króna sektar í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir brot gegn vopnalögum og að hafa haft tæplega þrjú grömm af hassi í sinni vörslu. Þrívegis þurfti lögregla að hafa af- skipti af manninum vegna brota á vopnalögum. Á dvalarstað mannsins fundust í eitt skipti haglabyssa, loft- skammbyssa, byssustingur og nokkrir hnífar en hann hafði ekki leyfi fyrir byssunum. Í annað skipti fannst loft- riffill í farangri mannsins sem hann hafði ekki leyfi fyrir. Þá var hann ölv- aður og með óspektir í miðbæ Akur- eyrar með vasahníf. ■ Útrás íslenskra fyrirtækja: Tækifæri sjáv- arútvegsins RÁÐSTEFNA Sjávarútvegsráðu- neytið og Útflutningsráð efna til ráðstefnu fimmtudaginn 29. apríl um útrás íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja. Markmiðið er að öðlast skýrari sýn á það hvar og hvernig áherslur greinarinn- ar eigi að liggja og hvort hið op- inbera geti skapað betri um- gjörð til að ýta undir frekari sókn erlendis. Leitað verður svara við því hvers vegna sjáv- arútvegsfyrirtæki taka ekki virkari þátt í útrás íslenskra fyrirtækja en raun ber vitni. Ennfremur er ætlunin að horfa til reynslu þeirra sem náð hafa árangri í viðskiptum erlendis, burtséð frá því í hvaða grein þeir starfa. Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra setur ráðstefnuna en framsögur flytja Jón Schev- ing Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri erlendra fjárfest- inga hjá Baugi Group, Kristján Þ. Davíðsson, forstjóri Granda, Pétur Einarsson, forstöðumaður fjárfestinga- og alþjóðasviðs Ís- landsbanka, Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóri Akureyrar, og Sindri Sindrason viðskiptafræð- ingur. Ráðstefnan verður í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 29. apr- íl. Aðgangur er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og geta áhugasamir skráð þátttöku á netfangið sjavar@hafro.is. ■ LAGT HALD Á HERÓÍN OG VOPN Lögreglan í Albaníu fann 68,5 kílógrömm af heróíni og tölu- vert af vopnum þegar áhlaup var gert á tvö hús í þorpinu Fier. Lagt var hald á sprengikúlur, skammbyssur, riffla, skotfæri, fölsuð vegabréf og ýmis gögn. Gefnar hafa ver- ið út handtökuskipanir á hendur eigendum húsanna. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Opi› málfling um menntamál á Grand Hótel, flri›judaginn 20. apríl kl. 20-22 Í stuttum framsöguerindum ver›ur fjalla› um íslenska skólakerfi› og flróun fless til framtí›ar, jafnrétti til náms og skyldur ríkisvaldsins í menntamálum. fiá ver›a pallbor›sumræ›ur me› flátttöku frummælenda og fundarmanna. Áhugafólk um menntamál er hvatt til a› mæta og taka flátt í málefnalegri fljó›félagsumræ›u. Halldór Ásgrímsson, forma›ur Framsóknarflokksins, setur málflingi›. Erindi flytja: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erf›agreiningar. Gu›finna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Gunnar Hersveinn, bla›ama›ur og heimspekingur. Sigmar Vilhjálmsson, sjónvarpsma›ur. Sæunn Stefánsdóttir, a›sto›arma›ur heilbrig›isrá›herra. Fundarstjóri: Jónína Bjartmarz, alflingisma›ur. framtí›arinnar Skóli KÚBA KAUPIR BANDARÍSKA MAT- VÖRU Stjórnvöld á Kúbu hafa ákveðið að kaupa bandaríska matvöru og landbúnaðarafurðir fyrir 100 milljónir dollara að verðmæti. LEITAÐ VÍSBENDINGA Norska lögreglan leitar allra leiða til þess að finna nýjar vísbendingar sem leitt geta til handtöku bankaræningjanna í Stavanger. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E SP EN B R A AT A, V ER D EN S G AN G ERLENDIR VERKAMENN Hópur þingmanna vill sjá aðgerðir gegn erlendum starfsmannaleigum en engin ákvæði eru í íslenskum lögum varðandi slíka starfsemi. ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON Ef ekkert verður að gert mun það hafa víðtæk áhrif á íslenskt atvinnulíf í framtíðinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.