Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 10
10 20. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR KANSLARINN BREGÐUR Á LEIK Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, situr hér á þríhjóli sem knúið er áfram með þrýstilofti á iðnaðarsýningu sem nú stendur yfir í Hannover. Fundahöld um heilbrigðismál aldraðra á Suðurnesjum: Sjúkrahúsið sinni öldruðum HEILBRIGÐISMÁL „Það var einlægur og samhljóða vilji fundarmanna að hér þyrfti að byggja upp dvalar- og hjúkrunarheimili, en þangað til það risi, yrði sjúkra- húsið að sinna málefnum aldr- aðra. Það væri ekkert annað inni í myndinni,“ sagði Trausti Björnsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Félagið hélt aðalfund sinn um helgina, þar sem meðal annars voru rædd heilbrigðismál eldri borgara. Þau hafa verið í brennidepli að undanförnu vegna gagnrýni á breytt þjón- ustuhlutverk svokallaðrar D- álmu heilbrigðisstofnunarinnar. Hátt í hundrað manns mættu á fundinn, að sögn Trausta, þar sem fjallað var um heilsugæslu eldri borgara á svæðinu. Gestir fundarins voru Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunar Suð- urlands. Trausti sagði meðal annars að formaður bæjarráðs hefði skýrt frá áætlunum Reykjanessbæjar um að byggja dvalar- og hjúkr- unarheimili fyrir aldraða á svæðinu, sem veitti ekki af þar sem 12.000 manns byggju þar. ■ Nepal: Lögregla beitir táragasi á stúdenta NEPAL Óeirðalögregla í Nepal notaði táragas á stúdenta sem efndu til mótmæla 18. daginn í röð gegn Gyanendra konungi í höfuðborginni Katmandu. Stúd- entar hafa haldið uppi stöðugum mótmælum þrátt fyrir bann yfirvalda við að fleiri en fimm manns safnist saman á opinber- um stöðum. Bannið hefur orsak- að enn meiri reiði meðal al- mennings og hafa óeirðir orðið heiftugri en áður. Fólkið krefst þess að konungur kalli saman réttkjörna ríkisstjórn á ný og skipi þing úr öllum flokkum, en mótmæli hafa sést reglulega í Nepal eftir að konungur vék rík- isstjórninni úr starfi og kaus sitt eigið ráðuneyti fyrir tveimur árum síðan. Að minnsta kosti tólf manns slösuðust og hundruð voru handteknir í höfuðborginni, en þúsundir Nepal-búa höfðu ein- nig uppi hávær mótmæli í bæj- um á landsbyggðinni. ■ Lífsvog: Lýsa furðu á kvörtunum HEILBRIGÐISMÁL „Við teljum í hæsta máta óeðlilegt að kenna fjölmiðla- umræðu um læknamistök um at- gervisflótta úr læknastéttinni,“ segir Guðrún Óskarsdóttir, stjórn- armaður Lífsvogar, samtaka fólks sem orðið hefur fyrir lækna- mistökum. „Ég held að heilbrigðisyfirvöld ættu að líta sér nær enda er starfs- álag óvíða meira en á spítölum landsins og undir þeim kringum- stæðum er auðveldara en ella að gera mistök. Annað sem ógnar ör- yggi sjúklinga er sá viðvarandi fjárskortur sem allar deildir sjúkrahúsa glíma við ár hvert.“ ■ Keypti gallaða hunda og ætlar í mál – hefur þú séð DV í dag? KVEÐJUSTUND Þrír geimfarar eru lagðir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Sojus-geimfar á loft: Þrír geimfar- ar um borð KASAKSTAN, AP Þrír geimfarar, Rússi, Bandaríkjamaður og Hol- lendingur, eru lagðir af stað til Al- þjóðlegu geimstöðvarinnar í rúss- nesku Sojus-geimfari. Farinu var skotið á loft í Kasakstan í gær- morgun. Ferðin tekur aðeins um tvo sólarhringa. Rússinn Gennady Padalka og Bandaríkjamaðurinn Michael Fincke munu dvelja í geimstöðinni í 183 daga en Hol- lendingurinn Andre Kuipers snýr aftur til jarðar að níu dögum liðn- um ásamt bandaríska geimfaran- um Michael Foale og Rússanum Alexander Kaleri sem hafa verið í stöðinni síðan í október á síðasta ári. ■ GÍTAR KURTS COBAIN SLEGINN FYRIR METUPPHÆÐ Gítar, sér- smíðaður fyrir örvhenta sem var í eigu Kurts Cobain, hins látna forsprakka rokkbandsins Nir- vana, var seldur fyrir átta og hálfa milljón króna á uppboði í Dallas í Texas á laugardag. Gítar- inn var sagður hafa verið í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum og er fyrsta hljóðfærið úr hans dánar- búi til að fara á uppboð, tíu árum eftir að hann svipti sig lífi. ■ Ameríka ■ Evrópa HEILSUGÆSLA Eindrægni ríkti á fundi Félags eldri borgara á Suðurnesjum þar sem meðal annars var rædd heilsugæsla aldraðra á svæðinu. ÓEIRÐALÖGREGLA HANDTEKUR REIÐAN STÚDENT Almenningur í Nepal hefur fengið sig fullsaddan af einræðisstefnu Gyanendra konungs. Neyslustjórnun með skattlagningu úreld Ríkisstjórnin hyggst lækka skatt á matvælum, en einungis á hollustu- vöru sem er í lægra skattþrepi. Samtök innan atvinnulífsins vilja að öll matvæli hafi sama skatt og afnema eigi vörugjöld. NEYTENDAMÁL Öll matvæli eiga að vera í sama skattþrepi og leggja ætti niður vörugjöld á matvælum. Þetta segja samtök innan atvinnu- lífsins sem í gær skoruðu á ríkis- stjórnina að skoða nýjar leiðir í breytingu á skattlagningu mat- væla. Ríkisstjórnin hefur áformað að draga úr skattheimtu af matvæl- um og hefur látið í ljós hugmynd- ir um að lækka skatt af matvælum í lægra skattþrepi. Á flest matvæli leggst fjórtán prósenta virðisaukaskattur. Í þennan flokk raðast flest það er telst nauðsynjavara og hollustu- vara. Hærri skattlagning er á því sem talið er munaðarvara, svo sem kex, gosdrykkir og sælgæti, eða 24,5 prósent. Að sögn Sveins Hannessonar framkvæmdastjóra eru vöru- gjöld, sem lögð eru á marga flokka matvæla, lítt þekktur skattur. Nefna má kaffi, súpur, ávaxtasafa, sælgæti, gosdrykki og rjómaís. Sveinn segir að núverandi skattlagning feli í sér mismunun sem bitnar á framleiðendum og neytendum. Hér sé um að ræða umtalsverða tekjuöflun ríkissjóðs undir yfirskini neyslustýringar í þágu hollustu. Við nánari skoðun standist þau rök ekki. „Fátt bendir til að þessi skatt- heimta dragi úr neyslu. Nægir í því sambandi að benda á að Ís- lendingar og Norðmenn drekka allra þjóða mest af gosdrykkjum en svo vill til að þeir skattleggja þá líka mest allra þjóða. Neysla kolsýrðs vatns stóreykst einnig þótt það sé skattlagt með sama hætti og gosdrykkir. Hvort tveggja er í hærra þrepi virðis- aukaskattsins og ber vörugjald,“ segir hann. Hann segir að nágrannaþjóðir hafi þegar tekið upp þetta fyrir- komulag. Sem dæmi sé tólf pró- senta skattur á öllum matvælum í Svíþjóð. „Flestar þjóðir eru sammála um að leggja beri vörugjöld á tó- bak, áfengi, bensín og bíla. Á Ís- landi hefur verið gengið mun lengra og eru vörugjöld lögð á fjölmarga aðra vöruflokka. Danir og Norðmenn eru þeir einu sem enn halda úti vörugjöldum sem líkjast því sem hér tíðkast en Finnar hafa aflagt þau að mestu og Svíar með öllu,“ segir Sveinn. Fimm samtök þeirra er fram- leiða, flytja inn, dreifa og selja matvæli stóðu að áskoruninni, Samtök iðnaðarins, Samtök versl- unar og þjónustu, Samtök ferða- þjónustunnar, Félag íslenskra stórkaupmanna og Samtök at- vinnulífsins. sda@frettabladid.is Kárahnjúkar: Krani brann ELDSVOÐI Eldur kom upp í krana við vinnubúðir Impregilo við Kárahnjúka í gærmorgun með þeim afleiðingum að flytja þurfti vélamann til aðhlynning- ar á Egilsstöðum. Reyndist hann hafa sloppið að mestu og fékk að fara eftir skoðun. Talið er að raf- magnsbilun hafi valdið eldsvoð- anum en kraninn er illa skemmdur eftir brunann. Tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkvilið kom á staðinn. ■ Héraðsdómur Vestfjarða: Sektaður fyr- ir sölu á hassi DÓMSMÁL Tvítugur maður var dæmdur til að greiða 75 þúsund króna sekt í ríkissjóð fyrir að hafa keypt tuttugu grömm af hassi af óþekktum manni sem hann ætlaði til sölu og eigin neyslu. Tíu daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Játning mannsins kom heim og saman við rannsóknargögn og þótti nægileg sönnun. Hann hefur tvívegis sætt sektum fyrir brot gegn umferðarlögum. Þá hefur hann sætt sektargreiðslu vegna brota á ávana- og fíkni- efnalögum. ■ HVOLFÞAK HRUNDI YFIR ÆTT- INGJA SÆNGURKONU Sextán manns slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar hvolfþak hrundi yfir biðstofu á sjúkrahúsi í Barcelona á Spáni. Þeir sem slösuðust voru ættingjar konu sem var að fæða barn á sjúkra- húsinu. Viðgerðir stóðu yfir á framhlið byggingarinnar þegar óhappið átti sér stað. HOLLUSTUVARA Matur sem flokkast sem nauðsynjavara eða hollustuvara er í lægra skattþrepi en munaðarvara. Samtök innan atvinnulífsins vilja að öll matvæli verði skattlögð eins og að vörugjöld verði afnumin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.