Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 20. apríl 2004 Skattar á matvæli: Í samræmi við stefnu stjórnvalda STJÓRNMÁL Pétur H. Blöndal, for- maður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, segir að þau sjónarmið sem fram komu í heil- síðuauglýsingu hagsmunasam- taka í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins séu í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkis- tjórnarinnar. Auglýsingin er frá Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum ferðaþjónust- unnar, Félagi íslenskra stórkaup- manna og Samtökum atvinnulífsins. Í auglýsingunni er skorað á ríkis- stjórnina að fella úr gildi vörugjöld á matvæli og setja allar tegundir matvæla í sama skattþrep. „Ríkisstjórnir Sjálfstæðis- flokksins hafa á undanförnum árum og áratugum verið að minnka stýringu á fólki í gegnum skatta sem var mjög almenn áður fyrr. Nýjasta dæmið er almennur erfðaskattur sem er jafn fyrir alla,“ segir Pétur. Hann segir að breytingar í þessa átt taki sinn tíma og ein- nig verði að taka tillit til þess að þær fela í sér tekjutap fyrir rík- issjóð. „Það þarf að taka ákvarð- anir um það á hverjum tíma hvort lækka eigi skatta almennt eða draga úr stýringu á fólki með sköttum,“ segir Pétur H. Blöndal. ■ HÆSTA BYGGING Í HEIMI Skýjakljúfurinn Tapei 101 gnæfir yfir höf- uðborg Taívan. Turninn, sem er 509 metra hár, líkist gríðarstóru búddahofi. Lokið var við byggingu Tapei 101 fyrr á þessu ári. Samræmd vísitala EES: Ísland undir meðaltali VERÐBÓLGA Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjunum hækk- aði um 0,6 prósent. Hækkunin hér á landi miðað við þennan mælikvarða var 0,7 prósent. Ef litið er til síðustu tólf mánaða hefur vísitalan hækkað um eitt prósent hér á landi, en um 1,5 prósent að meðaltali í EES-ríkj- unum. Ísland hefur að undanförnu verið með lægri verðbólgu en EES- ríkin að meðaltali að undanförnu, en var vel yfir meðaltalinu á árunum 1999–2002. Verðhjöðnun var í Noregi síð- ustu tólf mánuði en verðbólgan í Grikklandi var hæst á tímabilinu, eða 2,9 prósent. ■ Gildir á meðan birgðir endast. Póstkrafa í síma 568 2255 3.999kr/stk STÆRÐIR: 155R13 155/70R13 165/70R13 175/70R13 13’’ 4.999kr/stk14’’ 5.999kr/stk15’’ 175/70R14 185/70R14 175/65R14 185/65R14 185/60R14 Þýsk gæðavara í Hagkaupum Skeifunni Verðsprengja 185/65R15 195/65R15 205/50R15 25 fyrstu kaupen dur fá fría umfelgun hjá Bo rgardekki á sumardekkjum ■ Írak PÉTUR H. BLÖNDAL Segir að meta þurfi á hverjum tíma hvar skattalækkanir skuli bera niður. Hjartveik kona krefst bóta: 400 grömm af lakkrís á dag BONN, AP Dómstóll í Bonn í Þýskalandi hefur vísað frá bóta- kröfu 48 ára konu sem sagðist þjást af hjartasjúkdómi eftir að hafa borðað 400 grömm af Hari- bo-lakkrís á dag í fjóra mánuði. Konan taldi að sælgætisfram- leiðandinn Haribo hefði átt að upplýsa hana um skaðsemi þess að neyta lakkrís í slíkum mæli og krafðist þess að fá sem svar- ar um 525.000 íslenskum krón- um í bætur frá fyrirtækinu. Dómari komst að þeirri niður- stöðu að Haribo uppfyllti reglur um merkingar á pakkningum og vísaði málinu frá. ■ ELDFLAUG SKOTIÐ Á SÆNSKA SENDIRÁÐIÐ Eldflaug lenti á lóð sænska sendiráðsins í Bagdad í gær. Að sögn lögreglu urðu engin meiðsl á fólki en sendiráðið hefur verið lokað síðan Írakar gerðu innrás í Kúveit árið 1990. Banda- ríski herinn umkringdi sendiráð- ið eftir árásina. UPPREISNARMENN HVATTIR TIL AÐ LEGGJA NIÐUR VOPN Banda- ríski herinn hefur heitið því að binda endi á umsátrið í Falluja ef herskáir súnní-múslimar leggja niður vopn. Bandarískir embætt- ismenn og fulltrúar súnní-músli- ma hafa komist að samkomulagi um að stytta útgöngubann, bæta aðgengi að sjúkrahúsum og veita hjálparstarfsmönnum aðgang að borginni. BANDARÍSKI HERINN SKAUT SJÓNVARPSFRÉTTAMENN Banda- rískir hermenn skutu til bana tvo starfsmenn sjónvarpsstöðvarinn- ar Al-Iraqiya í borginni Samaraa, að því er fram kemur í fréttum stöðvarinnar. Einn maður til við- bótar særðist þegar bandaríski herinn hóf að skjóta á mennina. Að minnsta kosti 24 erlendir fjöl- miðlamenn hafa fallið í Írak síð- an innrásin hófst. NEGROPONTE SENDIHERRA BANDARÍKJANNA Í ÍRAK George W. Bush ætlar að skipa John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í emb- ætti sendiherra Bandaríkjanna í Írak. Negroponte tekur við starf- inu þegar Banda- ríkin framselja völdin í Írak í hendur heimamanna í sumar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.