Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 12
Birni Bjarnasyni er velkomiðog sjálfsagt að hafa sínar skoðanir og hann hefur veitingar- valdið. Það er þess vegna hans að skipa dómara í Hæstarétt. Og það gerði hann. Gott og vel með það. Hann segist hafa fært rök fyrir ákvörðun sinni og það hefur hann gert. Björn Bjarnason tók ákvörð- un og það stendur. Hæstiréttur Íslands hafði í um- sögnum um þá sem sóttust eftir stöðunni talið tvo menn heppileg- asta kostinn. Um það er ekki deilt. Ráðherrann er annarrar skoðun- ar. Hann treystir ekki dómgreind Hæstaréttar og skipar í embætti annan en það sem rétturinn sjálf- ur taldi best og heppilegast. Þannig stendur það. Dómsmála- ráðherrann virðist ekki í minnsta vafa um að hans dómgreind sé önnur og meiri, betri og réttari en alls Hæstaréttar. Eðlilega lendir ráðherra sem þannig hugsar og talar í mótbyr. Auðvitað eru flest- ir þeirrar skoðunar að mat níu hæstaréttardómara sé meira virði en mat eins manns, jafnvel þó sá sé ráðherra og heiti Björn Bjarna- son. Það má til sanns vegar færa að Björn Bjarnason braut ekki lög þegar hann gekk fram hjá Hjör- dísi Hákonardóttur. Vissa um hvort svo sé eða ekki liggur ekki fyrir fyrr en Hæstiréttur hefur lokið meðferð málsins. Hvenær sem það verður og sama hverjir skipa réttinn í því máli þá fyrst er endanleg niðurstaða ljós. Þrátt fyrir það lendir Björn samt í mót- byr vegna þessa. Úrskurðarnefnd jafnréttismála telur hann hafa brotið lög. Í því er biðstaða. Ríkis- stjórn Björns og félaga gat ekki unnt fyrrverandi framkvæmda- stýru Jafnréttisstofu, eftir að sama nefnd úrskurðaði gegn henni, að sitja áfram í embætti. Nei, gerður var við hana ódýrasti starfslokasamningur sem þekkist og henni gert að hætta. Gerðir hennar kölluðu á hiklaus viðbrögð ríkisstjórnar. Konan varð að víkja. Þá sá enginn ráðherra neina galla á lögunum og kné var látið fylgja kviði. Þegar ráðherra er talinn hafa breytt gegn lögunum þá er svarið einfalt og kalt. Lögin eru ómögu- leg en ekki ráðherrann. Auðvitað er það svo að þegar þetta legst saman þá þrengir að ráðherran- um. Þeir sem tala gegn orðum ráðherrans og gerðum eru ekki að ráðast á hann. Þeir eru að gagn- rýna hann fyrir það sem hann hef- ur sagt og gert í þessu máli. Það hefur ekkert með önnur störf hans og athafnir að gera. Ekki er minnsti vafi á að Björn Bjarnason vill vel með störfum sínum. Í þessu máli sætir hann gagnrýni sem hann hlýtur að skilja. Og sennilegast er að saga þessa máls sé rétt að hefjast. ■ Talsverðar umræður eru á net-inu um þingsályktunartillögu Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, og fleiri þingmanna um hálendis- veg milli Reykjavíkur og Akureyr- ar. Aðallega eru það Húnvetningar og Vestfirðingar sem hafa mót- mælt hugmyndinni. Óttast þeir að slíkur vegur beini umferð frá sér og kalli jafnvel yfir byggðiirnar eyðingu. Í skoðanakönnun sem er í gangi á vefritinu Húnahornið segja 81% þátttakenda að þeim lítist illa á hugmyndina. Og í grein á vefnum andmælir Sigurður Sigurðarson henni með eftirfarandi orðum: Uppspretta tekna „Í fyrsta lagi er hér um gríðar- lega dýra framkvæmd að ræða og mun óhjákvæmilega verða til þess að vegabætur annars staðar munu dragast. Aðalþjóðvegur landsins er meingallaður, hann er t.d. of mjór, á honum eru hættu- legar beygjur, einbreiðar brýr og stórhættuleg hvörf svo eitthvað sé nefnt. Væri ekki brýnna að koma þessum atriðum í viðunandi horf áður en lagður er glænýr vegur sem einungis á að uppfylla þarfir Akureyringa. Í öðru lagi hafa Húnvetningar notið þess að þjóðvegurinn hefur legið í gegnum sýslurnar. Hann hefur verið uppspretta tekna fyrir fjölmarga í báðum sýslu og Skaga- firði. Það er svo annað mál hvernig heimamenn hafa nýtt sér þessa auðlind. Með hálendisveginum verður að mínu mati fótunum kippt undan tilveru fjölmarga á Norður- landi vestra og eru byggðavanda- málin næg þó ekki séu framleiddar hamfarir á Alþingi.“ Misskilningur í gangi Annað viðhorf til málsins kemur fram í grein sem Pawel Bartozek skrifar á vefritið deiglan.com. Hann segir: „Auðvitað er [hug- myndin] ekki gallalaus ekki frem- ur en nein önnur. Sumum gæti fundist sem of langt sé seilst inn á hálendið. Sumum gæti vegurinn þótt of dýr eða veðurskilyrði óhag- stæð. Þetta verður allt að skoða. En á endanum þá snýst andstæða þrýstihópa á Norðurlandi vestra um það að vegurinn muni „taka at- vinnu af fólki“ í landshlutanum. Menn benda á allar vegasjoppur á sem byggðar hafa verið upp á leið- inni. Menn benda á hvernig Blönduós hefur haft hag af umferð- inni í gegnum bæinn.“ Pavel spyr síðan hvort hér sé ekki einhver misskilningur í gangi. „Vegasjoppur eru gerðar til að þjóna vegfarendum, ekki öfugt. Vegfarendur eiga ekki siðferðis- legri skyldu að gegna gagnvart fólki sem býr nálægt veginum. Fólk sem ferðast vill oftast gera það til að komast á milli staða, en ekki til að fá sér Hrútfirðing í Stað- arskála, þótt það geti verið skemmtilegt uppbrot á ferðalag- inu. Tilgangurinn með ferðinni er oftast annar en ferðin sjálf, svo það er hagkvæmast fyrir alla að hún taki sem stystan tíma.“ Og hann klykkir út með þessum orðum: „Rík þjóðfélög eru þjóð- félög þar sem hlutirnir ganga hratt og skipulega fyrir sig. Þjóðfélög verða ekki rík af því að hafa sem flesta óþarfa milliliði í þágu atvinnusköpunar. Vegaskálar eru ekki óþarfir, en það er óþarfi að hafa fleiri en við höfum not fyrir. Og hver haldið þið að muni vinna í vegasjoppum á hinum nýja há- lendisvegi? Hálendingar? Nei, það verður auðvitað fólk úr héruðunum í kring. Ekki það að það eigi reynd- ar að skipta svo miklu máli, en samt virðast allir hafa misst af þessum punkti.“ ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um dómsmálaráðherra og Hæstarétt. 12 20. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ástæða er til að gleðjast yfirþví að séra Örn Bárður Jóns- son, hinn kunni smásagnahöf- undur, sé loksins búinn að fá brauð og stól þar sem hann get- ur sameinað kristilegar hug- vekjur, sem hann er ráðinn til að flytja söfnuði sínum, og stjórn- málaræður, sem hann hefur greinilega ekki minni áhuga á. Ég vísa í þessu sambandi til predikunar, ef það er þá rétta orðið, sem þessi ágæti klerkur flutti í útvarpsmessu frá Nes- kirkju á sunnudaginn. Þeir sem misstu af lestrinum geta fundið hann á heimasíðu kirkjunnar á netinu. „Mögnuð predikun“ Því miður heyrði ég ekki prestinn en frétti af ræðunni á vefsíðu Ögmundar Jónassonar alþingismanns sem virtist í skýjunum yfir „magnaðri predikun“ eins og hann komst að orði. „Það sem einkennir predik- anir séra Arnar Bárðar er hve sterka skírskotun þær hafa jafnan til þess sem er að gerast í samtíman- um og hve um- búðalaust tekið er á málum,“ bætti hann við. Ögmund- ur viðurkennir að hann sé ekki sér- lega kirkjurækinn maður „nema síð- ur sé,“ en segir: „Ég held það hins vegar eigi við um marga, hverrar trúar sem þeir eru, ef þá yfirleitt nokkurrar, að kraftmikill málflutningur sem byggir á djúpri siðferðislegri vitund og tekur jafnframt á brennandi málefnum samtíðar- innar af visku, höfðar sterkt til [þeirra].“ Sjálfsagt er að samsinna þessum síðustu orðum þing- mannsins. En eftir að hafa lesið predikun séra Arnar varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum. Fann hvorki „kraftmikinn mál- flutning“ né sérstaka „visku“. Fannst hugsunin satt að segja frekar grautarleg. Skautað framhjá hinum raunverulegu vandamálum samtímans með yfirborðstali og skyndidómum. Og það kom mér á óvart að hinir einu sem hann sá ástæðu til að fordæma í predikun um stríð og hryðjuverk voru ráðamenn Vesturlanda. „Gjaldþrot“ og „siðblinda“ voru orðin sem hann notaði. Ekki eitt áfellis- eða gagnrýnisorð í garð þeirra manna sem reyna um þessar mundir að halda hinum frjálsa heimi í herkví og ótta með hót- unum um ógnarverk. Svo ekki sé minnst á allt bull þeirra um að hefna sín á Vesturlandabúum nútímans fyrir krossferðir mið- alda. Herská þjóð? Séra Örn Bárður tók í predik- un sinni upp eftirfarandi um- mæli um Bandaríkjamenn, sem hann kvaðst hafa lesið í banda- rísku dagblaði: „Allir þeir fræðimenn sem rannsakað hafa bandaríska skapgerð hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að við séum herská þjóð og að við séum hugfangin af stríði“. Hann virðist samsinna þessu og bætir síðan við frá eigin brjósti: „Og við erum undir hæl hernaðar- þjóðar og getum ekki tekið sjálf- stæðar ákvarðanir og siðlegar vegna þess að við höfum tapað siðagrundvelli okkar, selt sálu okkar fyrir stundargróða“. Ef þetta eru ekki sleggjudóm- ar þá veit ég ekki hvað það orð merkir. Að taka undir barnalega ásökun um að tvö hundruð millj- ón manna þjóð sem sé „hugfang- in af stríði“ sæmir ekki kenni- manni sem vill láta taka mark á sér. Hvílík einföldun á veruleik- anum. Efins um Núllpunkt Heimsókn forsætisráðherra á Núllpunkt í New York, vettvang hryðjuverkanna 11. september 2001, verður séra Erni Bárði til- efni eftirfarandi orða: „Eigum við að fara í pílagrímsferðir þangað til að finna með þeim er þjást?“ spyr hann og virðist ekki bara efins um að það sé rétti staðurinn til að heimsækja held- ur líka hneykslaður. Enda bætir hann við: „Hvað með að fara líka til Palestínu og Íraks?“ Jú, vissulega er ástæða til að horfa einnig til annarra svæða, þar sem miklir harmleikir hafa orðið. En af hverju er þetta sett fram með þessum hætti? Er ekki hætt við því að einhverjir skilji þess orð sem ákveðna van- virðingu við fórnarlömb glæps- ins? Ég trúi því ekki að séra Örn Bárður vilji gera lítið úr atburð- unum sem urðu í New York, en hvað er hann að fara? Trú og samtíð Sumir eru þeirrar skoðunar að prestar eigi að halda sig við guðsorðið eitt eins og það er að finna í Heilagri ritningu. Þeir eigi að láta stjórnmál og deilu- mál líðandi stundar eiga sig. Ég er því ekki sammála. Ég held að slík krafa sé bæði óraunsæ og órökrétt. Boðskapur kristinnar trúar verður ekki borinn fram án tengsla við umhverfi og sam- tíð hverju sinni. En það er mikið vandaverk að tala um hitamál líðandi stundar í kirkjum og prestar verða að gæta þess að kljúfa ekki söfnuði sína. Hlut- verk þeirra er að sameina en ekki að sundra. Það sýnir skort á ábyrgðarkennd að láta gamminn geisa í predikunarstól þjóðkirkj- unnar eins og maður sé staddur á málfundi stjórnmálafélags. ■ Hleraðá netinu ■ Skiptar skoðanir eru um hálendisveg á milli Reykjavíkur og Akureyrar Messa eða málfundur?■ Bréf til blaðsins Vegur fyrir sjoppur eða sjoppur fyrir vegi? Dómgreind Hæstaréttar – hefur þú séð DV í dag? Hasstvíburarnir hlógu í Héraðsdómi Hersveit Íslands Elín Jónína Ólafsdóttir skrifar: Sextíu manna vopnuð íslenskhersveit er á leið til Afganistan að verja flugvöllinn í Kabúl. Er þetta í fyrsta sinn sem íslensk hersveit er send út í heim enda hefur Ísland verið herlaust land hingað til og höfum við öll státað okkur jafn mikið af því eins og við höfum státað okkur af fallegri náttúru, hreinu vatni og Björk Guðmundsdóttur. Mig langar oft til að fara burt, tékka mig út úr þessu þjóðfélagi og sigla á önnur og sanngjarnari mið þegar skattarnir eru að buga mig og tækjaleit ríkissjónvarps- ins að berja niður stoltið mitt meðan það sýnir okkur myndir af fallega landinu okkar sem er ver- ið að rífa í tætlur af erlendum verktökum. Það sem hefur þó haldið aftur af mér er ást mín á landinu, fjölskyldu og vinum, fallegu náttúrunni okkar en aðal- lega örygginu sem fylgir því að hér er engin her. Það koma ekki vondir byssumenn og nauðga kon- um og börnum og drepa alla karl- ana, því af hverju ættu þeir að gera það þegar við höfum ekki gert þeim neitt. En nú er þetta öryggi ekki lengur til staðar því án samþykkis þjóðarinnar er litla fólkið í litla húsinu við Austurvöll komið með mikilmennskubrjálæði og ætlar að senda her sem er á stærð við eina fermingarveislu í sundur- skotið land fátækrar þjóðar í heimi þar sem hefndin heitir blóð- hefnd. Í því orði felst ekki að setja pipar út í kaffið svo maður fái hóstakast heldur að láta okkur blæða svo illilega að það þyrfti mögulega að veita Landspítalan- um aftur það fjármagn sem tekið var af honum í byrjun árs. Skyndi- lega erum við orðin skotmark. Þið þarna litla fólk á þingi skammist ykkar fyrir að ógna mér, fjöl- skyldu minni og ófæddu barni. ■ VEGAGERÐ Lagning hálendisvegar milli Reykjavíkur og Akureyrar gæti orðið örlagarík fyrir byggð- irnar á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Um daginnog veginn GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ■ veltir fyrir sér útvarpspredikun séra Arnar Bárðar Jónssonar á sunnudaginn. ■ Það sýnir skort á ábyrgðar- kennd að láta gamminn geisa í predikunarstól þjóðkirkjunnar eins og maður sé staddur á málfundi stjórnmála- félags.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.