Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 16
Bækur fyrir alla - allt árið LJÓÐASAFN STEINUNNAR Allt frá því fyrsta bók Steinunnar Sigurð- ardóttur, ljóðabókin Sífellur, kom út árið 1969, hefur hún verið í fremstu röð íslenskra rithöfunda og verk hennar hlotið margvísleg verðlaun og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Ljóðabækur Steinunnar hafa margar verið ófáanlegar um langt skeið en nú birtast þær saman í nýrri og vandaðri útgáfu. Guðni Elísson, bókmenntafræðingur, ritar ýtarlegan formála um ljóðin og höfundinn. KILLIANSFÓLKIÐ Sigfús Killian, bílapartasali á Lækjarbakka, og hans skraut- lega fjölskylda, er í forgrunni í þessari bók, sem er ný útgáfa skáldsagnanna Heimskra manna ráð og Kvikasilfur. Sagnagleði og húmor Einars Kárasonar nýtur sín til fullnustu í fjölskrúðugum frásögnum af athafnamönnum og auðnuleys- ingjum af Killiansætt, göfugum markmiðum og lítilsigldum framkvæmdum þessa nýríka og síblanka fólks sem endur- speglar vel íslenska sögu síðustu áratuga. ERU RÚSSARNIR AÐ KOMA EÐA FARA? Fáir Íslendingar þekkja Rússland og Rússa jafn vel og Árni Bergmann. Í þessu stutta og skemmtilega yfirliti yfir sögu og menningu rússnesku þjóðarinnar bregður hann upp lifandi mynd af þverstæðu- kenndri þjóð og margbrotnu landi. Hann skyggnist yfir landslag þjóðarsálarinnar og skoðar hvaða hugmyndir Rússar hafa sjálfir gert sér um sögu sína og sjálfsvitund. Í LEIÐINNI Ari Trausti Guðmundsson er landsmönnum að góðu kunnur, ekki síst fyrir fróðlegar og vinsælar bækur sínar um íslenska náttúru og jarðfræði. Árið 2002 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir smásagnasafnið Vegalínur og nú sendir hann frá sér sína fyrstu ljóðabók. Hann yrkir um fólk og fjallgöngur, heimsreisur og heimahaga, hversdagslíf og heimsviðburði – manneskjuna andspænis náttúrunni og í náttúrunni. Bókina prýða einnig ljósmyndir eftir Ara sjálfan og Ragnar Th. Sigurðsson. METSÖLUBÓK SEM SKIPTIR MÁLI Norska blaðakonan Åsne Seierstad hefur vakið heimsathygli fyrir frásögn sína af bóksalanum í Kabúl. Bókin vakti deilur en hefur einnig notið mikilla vinsælda, til dæmis í Bretlandi þar sem hún var tilnefnd til Bresku bóksalaverðlaunanna. Nú er þessi metsölubók sem selst hefur í yfir einni milljón eintaka komin í kilju. 101 dagur í Bagdad Einstæð frásögn Åsne Seierstad af stríðinu í Írak þar sem hún dvaldi sem stríðsfréttaritari í 101 dag. Væntanleg í júní. VINSÆLASTI KVENSPÆJARI HEIMS Mál og menning hefur tryggt sér réttinn á einum helsta metsölubókaflokki heimsins um þessar mundir, spennusögum Alexanders McCall Smith um kvenspæjarann Precious Ramotswe í Botsvana í Afríku. Þessar bækur hafa fengið frábæra dóma gagnrýnenda og hlotið margvíslegar viðurkenningar, en jafnframt raðað sér í efstu sæti metsölulista flestra landa bæði austan hafs og vestan. Alexander McCall Smith, prófessor í lögfræði við Edinborg- arháskóla, þykir takast fádæma vel að flétta saman spennandi atburðarás og húmor, um leið og hann dregur upp sannfærandi og hugstæð mynd af daglegu lífi í Afríku. Fyrsta bókin í röðinni, Kvenspæjarastofa númer 1, er væntanleg í kilju í vor í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. KÓNGURINN KEMUR Stephen King er einn vinsælasti rithöfundur samtímans og kannski sá höfundur sem best hefur fjallað um ótta nútímamanna andspænis illskilgreinan- legri ógn. Metsölubækur hans hafa flestar verið þýddar á íslensku og nú hefur Vaka- Helgafell endurútgáfu á þessum vinsælu bókum í kilju. Fyrsta bókin á markað er 8 gata Buick, nýjasta þýdda bók hans, en í sumar fylgja hinar sígildu Örlög (Dolores Claiborne) og Eymd (Misery). ORÐ UM ORÐ Saga orðanna Sölvi Sveinsson, sagnfræðingur og skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla er höfundur þessarar ýtarlegu bókar um sögu orðanna í íslensku máli. Eins og ættfræðingur eða leynilögreglumaður grefst hann fyrir um rætur málsins og útkoman er hreinn skemmtilestur. VÆNTANLEG Í MAÍ Ljóðabækur Steinunnar Sigurðardóttur Sífellur 1969 Þar og þá 1971 Verksummerki 1979 Kartöfluprinsessan 1987 Kúaskítur og norðurljós 1991 Hugástir 1999 VORBÆKUR ÁRSINS „Ólgandi kímni og óprúttin fyrirlitning á almennum siðvenjum gerir skáldsögur Einars Kárasonar að dýrlegu lesefni.“ Jyllandsposten Dönsk-íslensk orðabók Endurskoðuð útgáfa í ritstjórn Halldóru Jónsdóttur Dönsk-íslensk orðabók kemur nú út í nýrri útgáfu, talsvert aukin og endurbætt. Þetta er viðamesta og glæsilegasta orðabók um grann- málin í norðri sem gefin hefur verið út á Íslandi. Þörf handbók fyrir skóla, heimili og vinnustaði. VÆNTANLEG Í JÚNÍ VÆNTANLEG Í JÚNÍ VÆNTANLEG Í MAÍ ÖFLUG BÓKAÚTGÁFA ÁRIÐ UM KRING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.